Heiðarlegur McIlroy setti boltann í verri legu en hann þurfti Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 17:07 McIlroy tók drengilega ákvörðun í gær. getty/Darren Carroll Rory McIlroy er einn besti golfari heims en hann er mögulega einnig einn sá heiðarlegasti. PGA meistaramótið hófst á fimmtudag og er spilað fram á sunnudag. Á öðrum hring mótsins í gær byrjaði Rory fyrstu holuna á fugli og fékk síðan auðvelt par á annarri. Á þriðju braut missti hann teighögg sitt lengst til hægri í þykkt gras. Rory leitaði að boltanum ásamt vallarstarfsmönnum og fjölmiðlamönnum þar til einn í leitarhópnum stóð óvart á boltanum. Samkvæmt reglum mátti hann færa boltann án vítis en eftir að hafa stillt honum upp þrýsti hann boltanum lengra niður í grasið. Flestir hefðu líklega tekið höggið úr betri legunni en ekki Rory McIlroy. „Mér hefði ekki liðið vel ef ég hefði slegið þarna. Ég stillti honum upp, reglan er að reyna að stilla upp í svipaðri legu. Enginn vissi í raun hvernig legan var en fyrst allir voru að leita að kúlunni var hún augljóslega ekki góð. Þess vegna færði ég kúluna neðar í grasið,“ sagði Rory McIlroy um atvikið. McIlroy náði að vippa boltanum inn á flöt og tvípútta fyrir skolla. Hann segist sáttur með ákvörðun sína. „Á endanum er golf íþrótt heiðarleika og ég reyni aldrei að komast upp með neitt á vellinum. Mér hefði liðið illa ef ég hefði tekið legu sem væri betri en upprunalega.“ Karma var með honum í liði á næstu holum, hann fékk fjóra fugla í röð frá sjöundu til tíundu holu, en missti reyndar þrjú högg til baka með þreföldum skolla á 12. braut. McIlroy er á einu höggi undir pari eftir fyrri tvo daganna, sjö höggum á eftir efsta manni. Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy er einn besti golfari heims en hann er mögulega einnig einn sá heiðarlegasti. PGA meistaramótið hófst á fimmtudag og er spilað fram á sunnudag. Á öðrum hring mótsins í gær byrjaði Rory fyrstu holuna á fugli og fékk síðan auðvelt par á annarri. Á þriðju braut missti hann teighögg sitt lengst til hægri í þykkt gras. Rory leitaði að boltanum ásamt vallarstarfsmönnum og fjölmiðlamönnum þar til einn í leitarhópnum stóð óvart á boltanum. Samkvæmt reglum mátti hann færa boltann án vítis en eftir að hafa stillt honum upp þrýsti hann boltanum lengra niður í grasið. Flestir hefðu líklega tekið höggið úr betri legunni en ekki Rory McIlroy. „Mér hefði ekki liðið vel ef ég hefði slegið þarna. Ég stillti honum upp, reglan er að reyna að stilla upp í svipaðri legu. Enginn vissi í raun hvernig legan var en fyrst allir voru að leita að kúlunni var hún augljóslega ekki góð. Þess vegna færði ég kúluna neðar í grasið,“ sagði Rory McIlroy um atvikið. McIlroy náði að vippa boltanum inn á flöt og tvípútta fyrir skolla. Hann segist sáttur með ákvörðun sína. „Á endanum er golf íþrótt heiðarleika og ég reyni aldrei að komast upp með neitt á vellinum. Mér hefði liðið illa ef ég hefði tekið legu sem væri betri en upprunalega.“ Karma var með honum í liði á næstu holum, hann fékk fjóra fugla í röð frá sjöundu til tíundu holu, en missti reyndar þrjú högg til baka með þreföldum skolla á 12. braut. McIlroy er á einu höggi undir pari eftir fyrri tvo daganna, sjö höggum á eftir efsta manni.
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira