„Þetta er í fyrsta og eina skipti sem ég flyt þetta lag,“ segir Daði Freyr sem gaf í dag út ábreiðu af laginu Jaja Ding Dong sem heyrðist í Eurovision kvikmynd Will Ferrell sem kom út í júní.
Eftir að kvikmyndin kom út hafa margir íslenskir tónlistarmenn flutt lagið á viðburðum og eru sumir jafnvel komnir með nokkuð leið á laginu.
Daði Freyr segir í færslu á Twitter: „Ekki segja að ég hafi aldrei gefið ykkur neitt.“
Don't say i never gave you anything!
— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) August 7, 2020
Now onto the next! <3https://t.co/zGbOHwoyP2
Hér að neðan má hlusta á útgáfu Daða Freys.