Ísland komið á rauða lista Eystrasaltsríkjanna Andri Eysteinsson skrifar 7. ágúst 2020 13:32 Íslendingar þurfa að nýju að sæta sóttkví við komuna til Lettlands og Eistlands. Getty/Ullstein Bild Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Íslendingar fá ekki inngöngu í Litháen. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands eða Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví. Faraldur kórónuveirunnar hefur tekið við sér hér á landi undanfarnar vikur og hefur landinn ekki farið varhuga af hertum sóttvarnaraðgerðum sem tekið hafa gildi. Gærdagurinn, 6. ágúst var þá stærsti dagurinn í þessari seinni bylgju faraldursins samkvæmt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þá hefur nýgengni smita aukist verulega með auknum fjölda smita eins og gefur að skilja. Nýgengni smita, sem birt hefur verið á Covid.is, er samanlagður fjöldi smita síðustu fjórtán daga deilt á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Eftir að tölfræði á Covid.is var uppfærð nú klukkan 11 stendur nýgengi innanlandssmita í 26,5. Með þessari aukningu liggur fyrir að Íslendingar munu ekki geta notið sama ferðafrelsis og áður í faraldrinum en fjöldi ríkja miðar við ákveðna tölu nýgengis þegar ákveðið er hvaða þjóðir fá inngöngu í landið án sóttkvíar og takmarkana. Í gær tilkynntu Norðmenn að þrátt fyrir að Ísland væri yfir þeim mörkum sem norsk yfirvöld hafa sett væri Ísland ekki komið á svokallaðan rauða lista norskra yfirvalda. Vegna fámennis Íslendinga þótti yfirvöldum ekki rétt að setja þjóðina á listann þar sem fá smit þarf til að skjóta nýgengistölunni hátt upp. Á meðal þeirra þjóða sem miða við nýgengi þegar raðað er á lista eru Eystrasaltsríkin, Danmörk, Sviss og Þýskaland. Þjóðirnar miða þó ekki allar við sama fjölda smita og koma jafnvel önnur atriði að ákvörðuninni líkt og hjá Norðmönnum. Þjóðverjar miða við 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa á síðustu viku en Danir setja markið við 20 smit. Sé fjöldinn undir þeirri tölu telst landið vera opið og á gulum lista. Til þess að koma í veg fyrir of mikið flökt ríkja hafa Danir þá ákveðið að land fari ekki yfir á rauða listann fyrr en smitin eru orðin 30 á hverja 100 þúsund íbúa í vikunni. Sömu reglur gilda þá einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Svisslendingar miða sinn rauða lista við nýgengi upp á 60 smit en Eystrasaltsríkin miða nú öll við 16 smit. Eistneski listinn var uppfærður nú í dag og tekur gildi næstkomandi mánudag. Er Ísland nú á rauða listanum og þurfa Íslendingar og aðrir sem ferðast til Eistlands frá Íslandi að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Þá eru Íslendingar líka á rauðum lista Letta og er ekki mælst með því að ferðast sé til Íslands. Fyrr í sumar var Íslendinga einnig að finna á listum Eista og Letta. Þá breyttu stjórnvöld verkferlum við talningu smita þar sem að gömul smit með mótefnum voru talin með í opinberum gögnum WHO og Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Var beiðni stjórnvalda um breytingar samþykkt og Ísland tekið af listum ríkjanna. Uppfært 16:15 Litháar hafa nú einnig bætt Íslandi við á rauðan lista og þurfa ferðalangar héðan að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til Litháen. Íslendingar mega þá ekki ferðast til Litháen frá og með mánudeginum. Eistland Lettland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Íslendingar fá ekki inngöngu í Litháen. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands eða Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví. Faraldur kórónuveirunnar hefur tekið við sér hér á landi undanfarnar vikur og hefur landinn ekki farið varhuga af hertum sóttvarnaraðgerðum sem tekið hafa gildi. Gærdagurinn, 6. ágúst var þá stærsti dagurinn í þessari seinni bylgju faraldursins samkvæmt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þá hefur nýgengni smita aukist verulega með auknum fjölda smita eins og gefur að skilja. Nýgengni smita, sem birt hefur verið á Covid.is, er samanlagður fjöldi smita síðustu fjórtán daga deilt á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Eftir að tölfræði á Covid.is var uppfærð nú klukkan 11 stendur nýgengi innanlandssmita í 26,5. Með þessari aukningu liggur fyrir að Íslendingar munu ekki geta notið sama ferðafrelsis og áður í faraldrinum en fjöldi ríkja miðar við ákveðna tölu nýgengis þegar ákveðið er hvaða þjóðir fá inngöngu í landið án sóttkvíar og takmarkana. Í gær tilkynntu Norðmenn að þrátt fyrir að Ísland væri yfir þeim mörkum sem norsk yfirvöld hafa sett væri Ísland ekki komið á svokallaðan rauða lista norskra yfirvalda. Vegna fámennis Íslendinga þótti yfirvöldum ekki rétt að setja þjóðina á listann þar sem fá smit þarf til að skjóta nýgengistölunni hátt upp. Á meðal þeirra þjóða sem miða við nýgengi þegar raðað er á lista eru Eystrasaltsríkin, Danmörk, Sviss og Þýskaland. Þjóðirnar miða þó ekki allar við sama fjölda smita og koma jafnvel önnur atriði að ákvörðuninni líkt og hjá Norðmönnum. Þjóðverjar miða við 50 smit á hverja hundrað þúsund íbúa á síðustu viku en Danir setja markið við 20 smit. Sé fjöldinn undir þeirri tölu telst landið vera opið og á gulum lista. Til þess að koma í veg fyrir of mikið flökt ríkja hafa Danir þá ákveðið að land fari ekki yfir á rauða listann fyrr en smitin eru orðin 30 á hverja 100 þúsund íbúa í vikunni. Sömu reglur gilda þá einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Svisslendingar miða sinn rauða lista við nýgengi upp á 60 smit en Eystrasaltsríkin miða nú öll við 16 smit. Eistneski listinn var uppfærður nú í dag og tekur gildi næstkomandi mánudag. Er Ísland nú á rauða listanum og þurfa Íslendingar og aðrir sem ferðast til Eistlands frá Íslandi að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Þá eru Íslendingar líka á rauðum lista Letta og er ekki mælst með því að ferðast sé til Íslands. Fyrr í sumar var Íslendinga einnig að finna á listum Eista og Letta. Þá breyttu stjórnvöld verkferlum við talningu smita þar sem að gömul smit með mótefnum voru talin með í opinberum gögnum WHO og Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Var beiðni stjórnvalda um breytingar samþykkt og Ísland tekið af listum ríkjanna. Uppfært 16:15 Litháar hafa nú einnig bætt Íslandi við á rauðan lista og þurfa ferðalangar héðan að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna til Litháen. Íslendingar mega þá ekki ferðast til Litháen frá og með mánudeginum.
Eistland Lettland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira