McIlroy um titlaþurrðina: „Heldur ekki fyrir mér vöku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2020 13:30 Rory McIlroy á æfingu á TPC Harding Park í San Francisco þar sem PGA-meistaramótið fer fram. getty/Ezra Shaw PGA-meistaramótið hefst í San Francisco í dag. Rory McIlroy fær þar tækifæri til að vinna sitt fyrsta risamót í sex ár. McIlroy vann PGA-meistaramótið 2014 en síðan hefur enginn risamótstitill komið í hús hjá Norður-Íranum. Hann segir að titlaþurrðin leggist ekki þungt á hann. „Ég hefði viljað vinna nokkur risamót á þessu tímabili. Mér finnst ég hafa átt góða möguleika til þess en hef ekki náð að klára dæmið. En þetta heldur ekki vöku fyrir mér,“ sagði McIlroy. „Það góða er að ég hef þrjá möguleika í ár og fjóra ef allt fer aftur í eðlilegt horf. Það eru eiginlega sjö risamót á næstu tólf mánuðum svo það eru fullt af tækifærum fyrir mig.“ McIlroy, sem er í 3. sæti heimslistans, hefur átt erfitt uppdráttar eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimm mótum síðan þá hefur hann ekki endað ofar en í 11. sæti. McIlroy fagnar sigrinum á PGA-meistaramótinu 2014.getty/Jeff Moreland McIlroy hefur viðurkennt að hann eigi erfitt að einbeita sér þegar engir áhorfendur eru að fylgjast með. „Auðvitað viljum við allir spila fyrir framan áhorfendur þannig að við upplifum þetta eins og alvöru risamót en við erum bara heppnir að spila á golfmótum á þessum tíma,“ sagði McIlroy. „Það eru komin fimm mót síðan keppni hófst á ný svo ég ætti að vera búinn að aðlagast þessu. Ef það að spila golf fyrir framan enga áhorfendur er eitt af mínum mestu áhyggjuefnum, þá er allt í góðu.“ McIlroy endaði í 8. sæti á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann lék samtals á einu höggi yfir pari og var níu höggum á eftir sigurvegaranum, Brooks Koepka frá Bandaríkjunum. Hann vann PGA-meistaramótið einnig 2018 og getur því unnið það í þriðja sinn í röð um helgina. Af fjórum sigrum McIlroys á risamótum hafa tveir komið á PGA-meistaramótinu: 2012 í Suður-Karólínu og 2014 í Kentucky. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
PGA-meistaramótið hefst í San Francisco í dag. Rory McIlroy fær þar tækifæri til að vinna sitt fyrsta risamót í sex ár. McIlroy vann PGA-meistaramótið 2014 en síðan hefur enginn risamótstitill komið í hús hjá Norður-Íranum. Hann segir að titlaþurrðin leggist ekki þungt á hann. „Ég hefði viljað vinna nokkur risamót á þessu tímabili. Mér finnst ég hafa átt góða möguleika til þess en hef ekki náð að klára dæmið. En þetta heldur ekki vöku fyrir mér,“ sagði McIlroy. „Það góða er að ég hef þrjá möguleika í ár og fjóra ef allt fer aftur í eðlilegt horf. Það eru eiginlega sjö risamót á næstu tólf mánuðum svo það eru fullt af tækifærum fyrir mig.“ McIlroy, sem er í 3. sæti heimslistans, hefur átt erfitt uppdráttar eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimm mótum síðan þá hefur hann ekki endað ofar en í 11. sæti. McIlroy fagnar sigrinum á PGA-meistaramótinu 2014.getty/Jeff Moreland McIlroy hefur viðurkennt að hann eigi erfitt að einbeita sér þegar engir áhorfendur eru að fylgjast með. „Auðvitað viljum við allir spila fyrir framan áhorfendur þannig að við upplifum þetta eins og alvöru risamót en við erum bara heppnir að spila á golfmótum á þessum tíma,“ sagði McIlroy. „Það eru komin fimm mót síðan keppni hófst á ný svo ég ætti að vera búinn að aðlagast þessu. Ef það að spila golf fyrir framan enga áhorfendur er eitt af mínum mestu áhyggjuefnum, þá er allt í góðu.“ McIlroy endaði í 8. sæti á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann lék samtals á einu höggi yfir pari og var níu höggum á eftir sigurvegaranum, Brooks Koepka frá Bandaríkjunum. Hann vann PGA-meistaramótið einnig 2018 og getur því unnið það í þriðja sinn í röð um helgina. Af fjórum sigrum McIlroys á risamótum hafa tveir komið á PGA-meistaramótinu: 2012 í Suður-Karólínu og 2014 í Kentucky. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti