Ólafía Þórunn getur orðið Íslandsmeistari á vellinum þar sem hún byrjaði í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur keppt á Íslandi í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Myndir/seth/golf.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag keppni á sínu fyrsta Íslandsmóti í golfi í fjögur ár eða síðan að hún tryggði sig inn á bandarísku atvinnumótaröðina í golfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik klukkan 15.50 og er í mjög öflugum ráshópi með Íslandsmeistara tveggja síðustu ára, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og svo Ragnhildi Kristinsdóttur sem hefur verið lengi í hópi bestu kvenkylfinga hér á landi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti síðast á Íslandsmótinu árið 2016 þegar það fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Hún varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn á ferlinum og sett mótsmet með því að spila hringina fjóra á ellefu höggum undir pari. Íslandsmótið í golfi fer að þessu sinni fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og þó að Ólafía Þórunn sé í Golfklúbbi Reykjavíkur þá á hún sterkt tengsl við þennan völl. „Hér í Mosfellsbæ fékk ég góð hvatningu á sínum tíma til að halda áfram í golfi. Ég hlakka því til að spila á Íslandsmótinu á þessum velli þar sem að golfferill minn byrjaði á sínum tíma,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, í samtali við heimasíðu Golfsambands Íslands. Íslandsmót 2020: Hlakka til að keppa á vellinum þar sem að ferilinn byrjaði - Golfsamband Íslands https://t.co/FvcOUu7Tw8— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 5, 2020 Ólafía Þórunn er eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð alla leið inn á bandarísku LPGA mótaröðina og hún er til alls likleg á sínum gamla heimavelli á Íslandsmótinu í golfi 2020. „Ég byrjaði í golfi hér hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Hér fékk ég góða hvatningu þegar ég var ekkert sérstaklega ánægð með árangurinn hjá mér. Keppnisskapið var til staðar á þeim tíma og það var ekkert gaman að vera ekki góð og ná árangri. Þriðjudagsmótaröð barna – og unglinga hafði góð áhrif á mig. Hér fékk ég mín fyrstu verðlaun í golfi og þau sem héldu utan um barna – og unglingastarfið gerðu allavega það rétta í stöðunnni hvað mig varðar. Ég hélt áfram eftir að hafa fengið verðlaun á þessum mótum,“ segir Ólafía Þórunn en hún hefur þrívegis sigrað á Íslandsmótinu í golfi, 2011, 2014 og 2016. Ólafía Þórunn segir að lokum að það verði skemmtilegt verkefni að glíma við Hlíðavöll án þess að vera með aðstoðarmann líkt og hefur tíðkast í keppnisgolfinu. „Vegna Covid-19 eru engir aðstoðarmenn leyfðir. Ég kvíði því ekki, þar sem ég hef alltaf tekið mínar ákvarðanir sjálf úti á velli, og ég er í það góðu líkamlegu ástandi að það verður ekkert mál að ýta kerrunni á undan sér. Vonandi verður veðrið bara skaplegt þannig að við getum notið þess að leika golf við þessar aðstæður,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Það má lesa allt viðtalið hér. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag keppni á sínu fyrsta Íslandsmóti í golfi í fjögur ár eða síðan að hún tryggði sig inn á bandarísku atvinnumótaröðina í golfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik klukkan 15.50 og er í mjög öflugum ráshópi með Íslandsmeistara tveggja síðustu ára, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og svo Ragnhildi Kristinsdóttur sem hefur verið lengi í hópi bestu kvenkylfinga hér á landi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti síðast á Íslandsmótinu árið 2016 þegar það fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Hún varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn á ferlinum og sett mótsmet með því að spila hringina fjóra á ellefu höggum undir pari. Íslandsmótið í golfi fer að þessu sinni fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og þó að Ólafía Þórunn sé í Golfklúbbi Reykjavíkur þá á hún sterkt tengsl við þennan völl. „Hér í Mosfellsbæ fékk ég góð hvatningu á sínum tíma til að halda áfram í golfi. Ég hlakka því til að spila á Íslandsmótinu á þessum velli þar sem að golfferill minn byrjaði á sínum tíma,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, í samtali við heimasíðu Golfsambands Íslands. Íslandsmót 2020: Hlakka til að keppa á vellinum þar sem að ferilinn byrjaði - Golfsamband Íslands https://t.co/FvcOUu7Tw8— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 5, 2020 Ólafía Þórunn er eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð alla leið inn á bandarísku LPGA mótaröðina og hún er til alls likleg á sínum gamla heimavelli á Íslandsmótinu í golfi 2020. „Ég byrjaði í golfi hér hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Hér fékk ég góða hvatningu þegar ég var ekkert sérstaklega ánægð með árangurinn hjá mér. Keppnisskapið var til staðar á þeim tíma og það var ekkert gaman að vera ekki góð og ná árangri. Þriðjudagsmótaröð barna – og unglinga hafði góð áhrif á mig. Hér fékk ég mín fyrstu verðlaun í golfi og þau sem héldu utan um barna – og unglingastarfið gerðu allavega það rétta í stöðunnni hvað mig varðar. Ég hélt áfram eftir að hafa fengið verðlaun á þessum mótum,“ segir Ólafía Þórunn en hún hefur þrívegis sigrað á Íslandsmótinu í golfi, 2011, 2014 og 2016. Ólafía Þórunn segir að lokum að það verði skemmtilegt verkefni að glíma við Hlíðavöll án þess að vera með aðstoðarmann líkt og hefur tíðkast í keppnisgolfinu. „Vegna Covid-19 eru engir aðstoðarmenn leyfðir. Ég kvíði því ekki, þar sem ég hef alltaf tekið mínar ákvarðanir sjálf úti á velli, og ég er í það góðu líkamlegu ástandi að það verður ekkert mál að ýta kerrunni á undan sér. Vonandi verður veðrið bara skaplegt þannig að við getum notið þess að leika golf við þessar aðstæður,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Það má lesa allt viðtalið hér.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira