Nítján ára fótboltastelpa fær leyfi til þess að spila með karlaliði í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 10:00 Ellen Fokkema í viðtali við Omrop Fryslan sjónvarpstöðina í tilefni af tímamótunum. Skjámynd/Omrop Fryslan Hin nítján ára gamla Ellen Fokkema mun spila með karlaliði VV Foarut í hollensku fjórðu deildinni á komandi tímabili og verður litið á þetta sem tilraunaverkefni. Ellen Fokkema hefur spilað með sama fótboltaliði í fjórtán ár eða síðan að hún var fimm ára. Samkvæmt reglum í Hollandi þá þurfti hún að skipta um lið á nítján ára afmælisdaginn sinn. A groundbreaking moment in football history. The Dutch Football Federation have granted permission for a female player to join fourth-tier VV Foarut for the 2020-21 season https://t.co/IJSML330wt— SPORTbible (@sportbible) August 5, 2020 Ástæðan er að eftir nítján ára aldur þá mega konur ekki spila í karlaliðum. Hollendingar leyfa reyndar blönduð lið mun lengur en flest önnur lönd. Það var samt sem áður komið að tímamótum í sumar og allt leit út fyrir að Ellen þyrfti að finna sér nýtt lið og það kvennalið. Hollenska knattspyrnusambandið tók hins vegar vel í beiðni frá knattspyrnukonunni sjálfri og félagi hennar um að gera undantekningunni á reglunni og sjá hvernig það kemur út. Það hafa verið blönduð fótboltalið í Holland frá árinu 1986 en konur hafa aðeins fengið að spila með körlunum þar til að þær verða nítján ára gamlar. Þær mega reyndar halda áfram að spila með b-liðum félaga en ekki með aðalliðunum. Dutch football association has given the green light to allow a female footballer to play in a senior men's team as part of a landmark pilot scheme. Ellen Fokkema, 19, has been granted dispensation by KNVB to play for 4th division amateur outfit VV Foarut next season. pic.twitter.com/icY8UwlVAH— joel khamadi (@Joel_Khamadi) August 4, 2020 Nú var eins og áður sagði komið að þessum tímamótum hjá Ellen Fokkema og hún sóttist eftir því að fá að halda áfram að spila með liðinu sínu. Ellen Fokkema hefur verið hjá VV Foarut síðan að hún var enn í leikskóla. Ellen Fokkema var líka kát með að hafa fengið að taka þetta sögulega skref. „Það er frábært að ég megi spila áfram með mínu liði. Ég hef spilað með þessum strákum síðan að ég var fimm ára og var mjög leið yfir því að mega það ekki lengur á næsta tímabili,“ sagði Ellen Fokkema við NL Times. „Hollenska knattspyrnusambandið hefur alltaf ráðlagt mér að spila með strákunum eins lengi og mögulegt væri og af hverju ætti þetta því ekki að vera í boði? Þetta er alvöru áskorun en það gerir þetta bara meira spennandi. Ég spurði félagið hvort eitthvað væri hægt að gera í þessu og við lögðum sameiginlega beiðni inn á borð sambandsins,“ sagði Ellen Fokkema „Ég þori ekki að spá fyrir því hvernig þetta muni ganga en ég er mjög ánægð með að fá að taka þátt í þessari tilraun,“ sagði Ellen Fokkema. Ellen Fokkema (19) spilet as earste fuotbalster mei yn KNVB-manljuskompetysje. https://t.co/lztUGnOT4P pic.twitter.com/805Cfju85b— Omrop Fryslân (@OmropFryslan) August 4, 2020 Hollenski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Hin nítján ára gamla Ellen Fokkema mun spila með karlaliði VV Foarut í hollensku fjórðu deildinni á komandi tímabili og verður litið á þetta sem tilraunaverkefni. Ellen Fokkema hefur spilað með sama fótboltaliði í fjórtán ár eða síðan að hún var fimm ára. Samkvæmt reglum í Hollandi þá þurfti hún að skipta um lið á nítján ára afmælisdaginn sinn. A groundbreaking moment in football history. The Dutch Football Federation have granted permission for a female player to join fourth-tier VV Foarut for the 2020-21 season https://t.co/IJSML330wt— SPORTbible (@sportbible) August 5, 2020 Ástæðan er að eftir nítján ára aldur þá mega konur ekki spila í karlaliðum. Hollendingar leyfa reyndar blönduð lið mun lengur en flest önnur lönd. Það var samt sem áður komið að tímamótum í sumar og allt leit út fyrir að Ellen þyrfti að finna sér nýtt lið og það kvennalið. Hollenska knattspyrnusambandið tók hins vegar vel í beiðni frá knattspyrnukonunni sjálfri og félagi hennar um að gera undantekningunni á reglunni og sjá hvernig það kemur út. Það hafa verið blönduð fótboltalið í Holland frá árinu 1986 en konur hafa aðeins fengið að spila með körlunum þar til að þær verða nítján ára gamlar. Þær mega reyndar halda áfram að spila með b-liðum félaga en ekki með aðalliðunum. Dutch football association has given the green light to allow a female footballer to play in a senior men's team as part of a landmark pilot scheme. Ellen Fokkema, 19, has been granted dispensation by KNVB to play for 4th division amateur outfit VV Foarut next season. pic.twitter.com/icY8UwlVAH— joel khamadi (@Joel_Khamadi) August 4, 2020 Nú var eins og áður sagði komið að þessum tímamótum hjá Ellen Fokkema og hún sóttist eftir því að fá að halda áfram að spila með liðinu sínu. Ellen Fokkema hefur verið hjá VV Foarut síðan að hún var enn í leikskóla. Ellen Fokkema var líka kát með að hafa fengið að taka þetta sögulega skref. „Það er frábært að ég megi spila áfram með mínu liði. Ég hef spilað með þessum strákum síðan að ég var fimm ára og var mjög leið yfir því að mega það ekki lengur á næsta tímabili,“ sagði Ellen Fokkema við NL Times. „Hollenska knattspyrnusambandið hefur alltaf ráðlagt mér að spila með strákunum eins lengi og mögulegt væri og af hverju ætti þetta því ekki að vera í boði? Þetta er alvöru áskorun en það gerir þetta bara meira spennandi. Ég spurði félagið hvort eitthvað væri hægt að gera í þessu og við lögðum sameiginlega beiðni inn á borð sambandsins,“ sagði Ellen Fokkema „Ég þori ekki að spá fyrir því hvernig þetta muni ganga en ég er mjög ánægð með að fá að taka þátt í þessari tilraun,“ sagði Ellen Fokkema. Ellen Fokkema (19) spilet as earste fuotbalster mei yn KNVB-manljuskompetysje. https://t.co/lztUGnOT4P pic.twitter.com/805Cfju85b— Omrop Fryslân (@OmropFryslan) August 4, 2020
Hollenski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira