Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. ágúst 2020 13:21 Gripið hefur verið til strangra aðgerða í Viktoríuríki. EPA/DAVID CROSLING Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Einhverjir hafa jafnvel beitt lögregluþjóna ofbeldi og hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi. Í einu tilviki sló kona höfði lögreglukonu ítrekaði í götuna. Þá höfðu tvær lögreglukonur gengið að 38 ára gamalli konu og spurt hana af hverju hún væri ekki með grímu eins og hún átti að vera með. Konan brást reið við. Hún sló aðra lögreglukonuna og reif hina niður í jörðina þar sem hún sló höfði hennar ítrekað í götuna. Lögreglukonan hlaut „talsverð“ meiðsli, samkvæmt frétt ABC í Ástralíu. Melbourne er höfuðborg Viktoríuríkis sem er fjölmennasta ríki Ástralíu. Rúmur helmingur allra smitaðra býr í Viktoríuríki en alls hafa tæplega nítjánþúsund manns smitast í landinu. 226 hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Hér má sjá tíst um málið frá Samtökum lögregluþjóna í Viktoríuríkis. This 26-year-old Constable returned to the station concussed and missing a clump of hair.Because she asked someone to wear a mask.She and many others are sacrificing their safety for our safety.#protectourprotectors #springst #tpav #covid19 #covid19aus #COVID19Vic cases pic.twitter.com/Bdjve1YJWR— TPAV (@PoliceAssocVIC) August 4, 2020 Grímuskylda er í Melbourne og er fólki ráðlagt að vera eins mikið innandyra og mögulegt er. Lögreglan segir marga brjóta þessar reglur ítrekað og svo virðist sem ákveðin hreyfing sem kallar sig „fullvalda borgara“ sé að myndast, sem telja sig ekki þurfa að fara eftir reglunum. Þeir segjast ekki þurfa að fara eftir reglunum og hafa neitað að fylgja skipunum lögreglu. Shane Patton, yfirmaður lögreglunnar, sagði í morgun að það hefði nokkrum sinnum gerst að „fullvalda borgarar“ hafi læst sig inn í bílum sínum og neitað að gefa upp upplýsingar um sig. Lögregluþjónar hafi þurft að brjóta rúður í bílum til að ná þeim út. Ráðamenn í Viktoríu hafa lagt á háar sektir við því að brjóta gegn sóttvarnarreglum en við ítrekuð og alvarleg brot geta sektirnar margfaldast. „Fólk verður að átta sig á því að aðgerðir þeirra hafa afleiðingar og ef þú ert að brjóta af þér, munum við ekki hika við að handtaka þig,“ sagði Patton. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Einhverjir hafa jafnvel beitt lögregluþjóna ofbeldi og hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi. Í einu tilviki sló kona höfði lögreglukonu ítrekaði í götuna. Þá höfðu tvær lögreglukonur gengið að 38 ára gamalli konu og spurt hana af hverju hún væri ekki með grímu eins og hún átti að vera með. Konan brást reið við. Hún sló aðra lögreglukonuna og reif hina niður í jörðina þar sem hún sló höfði hennar ítrekað í götuna. Lögreglukonan hlaut „talsverð“ meiðsli, samkvæmt frétt ABC í Ástralíu. Melbourne er höfuðborg Viktoríuríkis sem er fjölmennasta ríki Ástralíu. Rúmur helmingur allra smitaðra býr í Viktoríuríki en alls hafa tæplega nítjánþúsund manns smitast í landinu. 226 hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Hér má sjá tíst um málið frá Samtökum lögregluþjóna í Viktoríuríkis. This 26-year-old Constable returned to the station concussed and missing a clump of hair.Because she asked someone to wear a mask.She and many others are sacrificing their safety for our safety.#protectourprotectors #springst #tpav #covid19 #covid19aus #COVID19Vic cases pic.twitter.com/Bdjve1YJWR— TPAV (@PoliceAssocVIC) August 4, 2020 Grímuskylda er í Melbourne og er fólki ráðlagt að vera eins mikið innandyra og mögulegt er. Lögreglan segir marga brjóta þessar reglur ítrekað og svo virðist sem ákveðin hreyfing sem kallar sig „fullvalda borgara“ sé að myndast, sem telja sig ekki þurfa að fara eftir reglunum. Þeir segjast ekki þurfa að fara eftir reglunum og hafa neitað að fylgja skipunum lögreglu. Shane Patton, yfirmaður lögreglunnar, sagði í morgun að það hefði nokkrum sinnum gerst að „fullvalda borgarar“ hafi læst sig inn í bílum sínum og neitað að gefa upp upplýsingar um sig. Lögregluþjónar hafi þurft að brjóta rúður í bílum til að ná þeim út. Ráðamenn í Viktoríu hafa lagt á háar sektir við því að brjóta gegn sóttvarnarreglum en við ítrekuð og alvarleg brot geta sektirnar margfaldast. „Fólk verður að átta sig á því að aðgerðir þeirra hafa afleiðingar og ef þú ert að brjóta af þér, munum við ekki hika við að handtaka þig,“ sagði Patton.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira