Tuttuguogsex Evrópuleikir í ágúst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2020 15:45 Vinnur Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fimmta sinn á síðustu sjö árum? getty/Gonzalo Arroyo Moreno Í vikunni verður þráðurinn tekinn upp að nýju í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni eftir tæplega fimm mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Sextán liða úrslitunum í Meistara- og Evrópudeildinni lýkur í þessari viku. Í næstu viku hefjast svo átta liða úrslitin í keppnunum. Alls fara 26 leikir fram í Meistara- og Evrópudeildinni í ágúst. Leikdagar eru alls sextán talsins. Þessi mikla törn, „Evrópuágúst“, hefst á morgun, 5. ágúst, og lýkur með úrslitaleik Meistaradeildarinnar sunnudaginn 23. ágúst. August is all about European football Get ready for a feast of Europa League and Champions League action from tomorrow pic.twitter.com/rWVNVCoLe3— Goal (@goal) August 4, 2020 Vegna kórónuveirufaraldursins verður fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildarinnar nokkuð frábrugðið frá því sem venjulega er. Aðeins þarf að vinna einn leik í átta liða og undanúrslitunum og allir leikirnir frá og með átta liða úrslitum fara fram á hlutlausum völlum. Allir leikirnir í Meistaradeildinni fara fram í Lissabon, höfuðborg Portúgals, á Estádio da Luz, heimavelli Benfica, og Estádio José Alvalade, heimavelli Sporting. Ljósvangur hýsir úrslitaleikurinn 23. ágúst. Úrslitakeppnin í Evrópudeildinni fer fram í fjórum borgum í Þýskalandi; Köln, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Duisburg. Úrslitaleikurinn verður á RheinEnergieStadion í Köln 21. ágúst. Fjórir leikir fara fram í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Manchester United tekur á móti LASK Linz, Istanbul Baseksehir sækir FC København heim, Shakhtar Donetsk og Wolfsburg eigast við í Kænugarði og Inter og Getafe mætast í Gelsenkirchen. Aðeins einn leikur verður í rimmum Inter og Getafe og Sevilla og Roma en fyrri leikjum þeirra í sextán liða úrslitunum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimmtudaginn mætast svo Wolves og Olympiacos, Bayer Leverkusen og Rangers, Sevilla og Roma og Basel og Frankfurt. Meistaradeildin tekur síðan við á föstudaginn þegar Manchester City tekur á móti Real Madrid og Lyon sækir Juventus heim. City vann fyrri leikinn gegn Real Madrid, 1-2, og Lyon er með eins marks forystu eftir 1-0 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna. Sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur svo á laugardaginn með leikjum Barcelona og Napoli og Bayern München og Chelsea. Lítil spenna er fyrir síðarnefndu viðureignina en Bæjarar unnu fyrri leikinn í London, 0-3. Fyrri leikur Napoli og Barcelona endaði með 1-1 jafntefli. Búið er að draga í átta liða úrslit Meistara- og Evrópudeildarinnar. Dráttinn má sjá hér fyrir neðan. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 The #UELdraw is complete 2020 #UEL winners will be ______ pic.twitter.com/ncyIFYKhlC— UEFA Europa League (@EuropaLeague) July 10, 2020 Allir leikirnir í Meistaradeildinni verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og meirihluti leikjanna í Evrópudeildinni. Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Í vikunni verður þráðurinn tekinn upp að nýju í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni eftir tæplega fimm mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Sextán liða úrslitunum í Meistara- og Evrópudeildinni lýkur í þessari viku. Í næstu viku hefjast svo átta liða úrslitin í keppnunum. Alls fara 26 leikir fram í Meistara- og Evrópudeildinni í ágúst. Leikdagar eru alls sextán talsins. Þessi mikla törn, „Evrópuágúst“, hefst á morgun, 5. ágúst, og lýkur með úrslitaleik Meistaradeildarinnar sunnudaginn 23. ágúst. August is all about European football Get ready for a feast of Europa League and Champions League action from tomorrow pic.twitter.com/rWVNVCoLe3— Goal (@goal) August 4, 2020 Vegna kórónuveirufaraldursins verður fyrirkomulag Meistara- og Evrópudeildarinnar nokkuð frábrugðið frá því sem venjulega er. Aðeins þarf að vinna einn leik í átta liða og undanúrslitunum og allir leikirnir frá og með átta liða úrslitum fara fram á hlutlausum völlum. Allir leikirnir í Meistaradeildinni fara fram í Lissabon, höfuðborg Portúgals, á Estádio da Luz, heimavelli Benfica, og Estádio José Alvalade, heimavelli Sporting. Ljósvangur hýsir úrslitaleikurinn 23. ágúst. Úrslitakeppnin í Evrópudeildinni fer fram í fjórum borgum í Þýskalandi; Köln, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Duisburg. Úrslitaleikurinn verður á RheinEnergieStadion í Köln 21. ágúst. Fjórir leikir fara fram í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Manchester United tekur á móti LASK Linz, Istanbul Baseksehir sækir FC København heim, Shakhtar Donetsk og Wolfsburg eigast við í Kænugarði og Inter og Getafe mætast í Gelsenkirchen. Aðeins einn leikur verður í rimmum Inter og Getafe og Sevilla og Roma en fyrri leikjum þeirra í sextán liða úrslitunum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimmtudaginn mætast svo Wolves og Olympiacos, Bayer Leverkusen og Rangers, Sevilla og Roma og Basel og Frankfurt. Meistaradeildin tekur síðan við á föstudaginn þegar Manchester City tekur á móti Real Madrid og Lyon sækir Juventus heim. City vann fyrri leikinn gegn Real Madrid, 1-2, og Lyon er með eins marks forystu eftir 1-0 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna. Sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur svo á laugardaginn með leikjum Barcelona og Napoli og Bayern München og Chelsea. Lítil spenna er fyrir síðarnefndu viðureignina en Bæjarar unnu fyrri leikinn í London, 0-3. Fyrri leikur Napoli og Barcelona endaði með 1-1 jafntefli. Búið er að draga í átta liða úrslit Meistara- og Evrópudeildarinnar. Dráttinn má sjá hér fyrir neðan. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 The #UELdraw is complete 2020 #UEL winners will be ______ pic.twitter.com/ncyIFYKhlC— UEFA Europa League (@EuropaLeague) July 10, 2020 Allir leikirnir í Meistaradeildinni verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og meirihluti leikjanna í Evrópudeildinni.
Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira