„Ef hann er nægilega góður fyrir Bielsa er hann nægilega góður fyrir mig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 11:30 Hjörtur Hermannsson gæti verið á leið til Leeds United. Vísir/Getty Eins og var greint frá nýverið þá er íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson undir smásjá Leeds United. Eftir 16 ára veru í ensku B-deildinni þá mun liðið loks spila aftur í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Marcelo Bielsa – þjálfari Leeds – er í guðatölu stuðningsmanna félagsins og virðast þeir treysta honum fyrir lífi sínu. Þar af leiðandi virðast flest allir þeirra nokkuð sáttir ef félagið myndi eyða 2.5 milljónum punda í íslenska varnarmanninn. Í frétt vefmiðilsins The Boot Room eru tekin saman ýmis tíst frá stuðningsmönnum Leeds um möguleg kaup á Hirti. „Ef hann er nægilega góður fyrir Bielsa þá er hann nægilega góður fyrir mig,“ segir einn stuðningsmaður liðsins. „Hef ekki hugmynd hver hann er svo hann mun smella eins og flís við rass og verða goðsögn frekar fljótt,“ segir annar. Flestir stuðningsmenn liðsins virðast þó reikna með að Hjörtur kæmi inn sem varaskeifa fyrir annað hvort Ben White – sem var á láni frá Brighton & Hove Albion – eða þá Liam Cooper. Hinn 25 ára gamli Hjörtur lék þrjá leiki með Fylki hér heima áður en hann fór til Hollands. Síðan hefur leiðin legið til Svíþjóðar og Danmerkur en hann er í dag leikmaður Bröndby. Mögulega liggur leiðin næst til Englands en við verðum að bíða og sjá. Þá á Hjörtur 14 A-landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt 59 fyrir yngri landsliðin. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira
Eins og var greint frá nýverið þá er íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson undir smásjá Leeds United. Eftir 16 ára veru í ensku B-deildinni þá mun liðið loks spila aftur í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Marcelo Bielsa – þjálfari Leeds – er í guðatölu stuðningsmanna félagsins og virðast þeir treysta honum fyrir lífi sínu. Þar af leiðandi virðast flest allir þeirra nokkuð sáttir ef félagið myndi eyða 2.5 milljónum punda í íslenska varnarmanninn. Í frétt vefmiðilsins The Boot Room eru tekin saman ýmis tíst frá stuðningsmönnum Leeds um möguleg kaup á Hirti. „Ef hann er nægilega góður fyrir Bielsa þá er hann nægilega góður fyrir mig,“ segir einn stuðningsmaður liðsins. „Hef ekki hugmynd hver hann er svo hann mun smella eins og flís við rass og verða goðsögn frekar fljótt,“ segir annar. Flestir stuðningsmenn liðsins virðast þó reikna með að Hjörtur kæmi inn sem varaskeifa fyrir annað hvort Ben White – sem var á láni frá Brighton & Hove Albion – eða þá Liam Cooper. Hinn 25 ára gamli Hjörtur lék þrjá leiki með Fylki hér heima áður en hann fór til Hollands. Síðan hefur leiðin legið til Svíþjóðar og Danmerkur en hann er í dag leikmaður Bröndby. Mögulega liggur leiðin næst til Englands en við verðum að bíða og sjá. Þá á Hjörtur 14 A-landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt 59 fyrir yngri landsliðin.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira