Kom heim og „allt var brjálað“ á Twitter Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 18:21 Emmsjé Gauti birti umdeilda færslu á Twitter í gær. Vísir/Vilhelm Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. Einstaklingur sem var á mótinu greindist með kórónuveiruna. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði rapparinn á meðan blaðamannafundi stóð. Yfir þúsund manns hafa „lækað“ færsluna en þó eru ekki allir sáttir með ummæli Gauta. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 „Þetta vakti náttúrulega hörð viðbrögð. Ég segi: „Vonandi var gaman á ReyCup litlu skítarnir ykkar“ - sem er ógeðslega fyndið að segja. Síðan fór ég bara út, slökkti á tölvunni og fór upp í Elliðaárdal og gaf kanínunum gulrætur með dóttur minni, kom til baka og þá var allt brjálað,“ sagði Gauti í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa ákveðið að biðjast afsökunar, en afsökunarbeiðnin var þó kaldhæðnisleg í ljósi þess að Gauta þótti fyrri færslan ekki svo alvarleg. Lýsti hann því yfir að hann bæði alla krakkaskíta landsins afsökunar. Í ljósi aðstæðna hef ég tekið ávkörðun að vera fyrirmynd. Ég vil biðja alla krakkaskíta á landinu afsökunar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Gauti segir erfitt að hlæja ekki að málinu. Færslan hafi verið sett fram í gríni og viðbrögðin hafi verið ofsafengnari en hann átti von á. Margir hafi svarað færslunni með dónaskap og hann hafi fengið einkaskilaboð sem innihéldu persónuárásir. „Það er aldrei gaman að lesa ljót comment um sig. Hins vegar finnst mér þetta svo fyndið mál í þetta skiptið að ég á erfitt með að brosa ekki.“ Fólk leiti að ástæðu til að reiðast Gauti segir alla umræðu í kringum færsluna endurspegla þá tilhneigingu fólks að leita uppi hneykslismál. Það sé „gúrkutíðardæmi“ í samfélaginu þar sem allir reyni að finna eitthvað nýtt til að vera brjálaðir yfir. „Þetta er kannski mýflugumynd af því sem Þórdís leikkona lenti í um daginn þegar hún sagði að það væri leiðinlegt á Kópaskeri og fólk hótaði að nauðga og berja hana í kjölfarið,“ segir Gauti og vísaði þar til ummæla Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu á Instagram. Hann segir fólki velkomið að deila um hvort færslan hafi verið fyndin eða ekki. Honum þyki fyndnast að fólk hafi tekið færslunni svo bókstaflega og haldið að hann væri að kenna fótboltamóti um það ástand sem er nú í samfélaginu. „Þetta er bara einhvers konar húmor. Það má deila um það hvort hann sé lélegur eða góður,“ segir Gauti, sem efast um að fólk sé jafn reitt og umræðan gefur til kynna. „Neikvæð comment vega alltaf þyngra í umræðunni.“ Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi ReyCup Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. Einstaklingur sem var á mótinu greindist með kórónuveiruna. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði rapparinn á meðan blaðamannafundi stóð. Yfir þúsund manns hafa „lækað“ færsluna en þó eru ekki allir sáttir með ummæli Gauta. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 „Þetta vakti náttúrulega hörð viðbrögð. Ég segi: „Vonandi var gaman á ReyCup litlu skítarnir ykkar“ - sem er ógeðslega fyndið að segja. Síðan fór ég bara út, slökkti á tölvunni og fór upp í Elliðaárdal og gaf kanínunum gulrætur með dóttur minni, kom til baka og þá var allt brjálað,“ sagði Gauti í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa ákveðið að biðjast afsökunar, en afsökunarbeiðnin var þó kaldhæðnisleg í ljósi þess að Gauta þótti fyrri færslan ekki svo alvarleg. Lýsti hann því yfir að hann bæði alla krakkaskíta landsins afsökunar. Í ljósi aðstæðna hef ég tekið ávkörðun að vera fyrirmynd. Ég vil biðja alla krakkaskíta á landinu afsökunar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Gauti segir erfitt að hlæja ekki að málinu. Færslan hafi verið sett fram í gríni og viðbrögðin hafi verið ofsafengnari en hann átti von á. Margir hafi svarað færslunni með dónaskap og hann hafi fengið einkaskilaboð sem innihéldu persónuárásir. „Það er aldrei gaman að lesa ljót comment um sig. Hins vegar finnst mér þetta svo fyndið mál í þetta skiptið að ég á erfitt með að brosa ekki.“ Fólk leiti að ástæðu til að reiðast Gauti segir alla umræðu í kringum færsluna endurspegla þá tilhneigingu fólks að leita uppi hneykslismál. Það sé „gúrkutíðardæmi“ í samfélaginu þar sem allir reyni að finna eitthvað nýtt til að vera brjálaðir yfir. „Þetta er kannski mýflugumynd af því sem Þórdís leikkona lenti í um daginn þegar hún sagði að það væri leiðinlegt á Kópaskeri og fólk hótaði að nauðga og berja hana í kjölfarið,“ segir Gauti og vísaði þar til ummæla Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu á Instagram. Hann segir fólki velkomið að deila um hvort færslan hafi verið fyndin eða ekki. Honum þyki fyndnast að fólk hafi tekið færslunni svo bókstaflega og haldið að hann væri að kenna fótboltamóti um það ástand sem er nú í samfélaginu. „Þetta er bara einhvers konar húmor. Það má deila um það hvort hann sé lélegur eða góður,“ segir Gauti, sem efast um að fólk sé jafn reitt og umræðan gefur til kynna. „Neikvæð comment vega alltaf þyngra í umræðunni.“
Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi ReyCup Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira