Kom heim og „allt var brjálað“ á Twitter Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 18:21 Emmsjé Gauti birti umdeilda færslu á Twitter í gær. Vísir/Vilhelm Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. Einstaklingur sem var á mótinu greindist með kórónuveiruna. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði rapparinn á meðan blaðamannafundi stóð. Yfir þúsund manns hafa „lækað“ færsluna en þó eru ekki allir sáttir með ummæli Gauta. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 „Þetta vakti náttúrulega hörð viðbrögð. Ég segi: „Vonandi var gaman á ReyCup litlu skítarnir ykkar“ - sem er ógeðslega fyndið að segja. Síðan fór ég bara út, slökkti á tölvunni og fór upp í Elliðaárdal og gaf kanínunum gulrætur með dóttur minni, kom til baka og þá var allt brjálað,“ sagði Gauti í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa ákveðið að biðjast afsökunar, en afsökunarbeiðnin var þó kaldhæðnisleg í ljósi þess að Gauta þótti fyrri færslan ekki svo alvarleg. Lýsti hann því yfir að hann bæði alla krakkaskíta landsins afsökunar. Í ljósi aðstæðna hef ég tekið ávkörðun að vera fyrirmynd. Ég vil biðja alla krakkaskíta á landinu afsökunar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Gauti segir erfitt að hlæja ekki að málinu. Færslan hafi verið sett fram í gríni og viðbrögðin hafi verið ofsafengnari en hann átti von á. Margir hafi svarað færslunni með dónaskap og hann hafi fengið einkaskilaboð sem innihéldu persónuárásir. „Það er aldrei gaman að lesa ljót comment um sig. Hins vegar finnst mér þetta svo fyndið mál í þetta skiptið að ég á erfitt með að brosa ekki.“ Fólk leiti að ástæðu til að reiðast Gauti segir alla umræðu í kringum færsluna endurspegla þá tilhneigingu fólks að leita uppi hneykslismál. Það sé „gúrkutíðardæmi“ í samfélaginu þar sem allir reyni að finna eitthvað nýtt til að vera brjálaðir yfir. „Þetta er kannski mýflugumynd af því sem Þórdís leikkona lenti í um daginn þegar hún sagði að það væri leiðinlegt á Kópaskeri og fólk hótaði að nauðga og berja hana í kjölfarið,“ segir Gauti og vísaði þar til ummæla Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu á Instagram. Hann segir fólki velkomið að deila um hvort færslan hafi verið fyndin eða ekki. Honum þyki fyndnast að fólk hafi tekið færslunni svo bókstaflega og haldið að hann væri að kenna fótboltamóti um það ástand sem er nú í samfélaginu. „Þetta er bara einhvers konar húmor. Það má deila um það hvort hann sé lélegur eða góður,“ segir Gauti, sem efast um að fólk sé jafn reitt og umræðan gefur til kynna. „Neikvæð comment vega alltaf þyngra í umræðunni.“ Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi ReyCup Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. Einstaklingur sem var á mótinu greindist með kórónuveiruna. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði rapparinn á meðan blaðamannafundi stóð. Yfir þúsund manns hafa „lækað“ færsluna en þó eru ekki allir sáttir með ummæli Gauta. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 „Þetta vakti náttúrulega hörð viðbrögð. Ég segi: „Vonandi var gaman á ReyCup litlu skítarnir ykkar“ - sem er ógeðslega fyndið að segja. Síðan fór ég bara út, slökkti á tölvunni og fór upp í Elliðaárdal og gaf kanínunum gulrætur með dóttur minni, kom til baka og þá var allt brjálað,“ sagði Gauti í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa ákveðið að biðjast afsökunar, en afsökunarbeiðnin var þó kaldhæðnisleg í ljósi þess að Gauta þótti fyrri færslan ekki svo alvarleg. Lýsti hann því yfir að hann bæði alla krakkaskíta landsins afsökunar. Í ljósi aðstæðna hef ég tekið ávkörðun að vera fyrirmynd. Ég vil biðja alla krakkaskíta á landinu afsökunar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Gauti segir erfitt að hlæja ekki að málinu. Færslan hafi verið sett fram í gríni og viðbrögðin hafi verið ofsafengnari en hann átti von á. Margir hafi svarað færslunni með dónaskap og hann hafi fengið einkaskilaboð sem innihéldu persónuárásir. „Það er aldrei gaman að lesa ljót comment um sig. Hins vegar finnst mér þetta svo fyndið mál í þetta skiptið að ég á erfitt með að brosa ekki.“ Fólk leiti að ástæðu til að reiðast Gauti segir alla umræðu í kringum færsluna endurspegla þá tilhneigingu fólks að leita uppi hneykslismál. Það sé „gúrkutíðardæmi“ í samfélaginu þar sem allir reyni að finna eitthvað nýtt til að vera brjálaðir yfir. „Þetta er kannski mýflugumynd af því sem Þórdís leikkona lenti í um daginn þegar hún sagði að það væri leiðinlegt á Kópaskeri og fólk hótaði að nauðga og berja hana í kjölfarið,“ segir Gauti og vísaði þar til ummæla Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu á Instagram. Hann segir fólki velkomið að deila um hvort færslan hafi verið fyndin eða ekki. Honum þyki fyndnast að fólk hafi tekið færslunni svo bókstaflega og haldið að hann væri að kenna fótboltamóti um það ástand sem er nú í samfélaginu. „Þetta er bara einhvers konar húmor. Það má deila um það hvort hann sé lélegur eða góður,“ segir Gauti, sem efast um að fólk sé jafn reitt og umræðan gefur til kynna. „Neikvæð comment vega alltaf þyngra í umræðunni.“
Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi ReyCup Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira