Skjálfti upp á 3,4 við Grindavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 06:29 Mynd tekin af Grindavík í vor, þegar enn var snjór í túnum. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Jarðskjálfti að stærð 3,4 mældist skömmu fyrir klukkan 4 í nótt, rúmum þremur kílómetrum austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Jarðvísindamaður á Veðurstofunni segir nokkra eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið og að þeirra stærstur hafi verið 2,2 að stærð. Þrátt fyrir að hrinan hafi átt upptök sín skammt frá Grindavík segir jarðvísindamaðurinn að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um að skjálftinn á fjórða tímanum hafi fundist í byggð. Alls hafa 13 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Skjálftarnir teljast til hrinunnar sem hófst á svæðinu aðfaranótt 19. júlí. Stærsti skjálfti í hrinunni mældist síðar sama dag. Sá var að stærð 5,0 og fylgdu honum nokkrir snarpir eftirskjálftar og fundust þeir víða. Aðeins hefur þó dregið úr virkninni síðustu daga. Sem fyrr segir var skjálftinn í nótt skammt frá Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir af svæðinu bera með sér skýr merki um yfirborðsbreytingar „sem samsvarar hér um bil 3 cm færslu um sprungu sem liggur í NA-SV rétt við Fagradalsfjall,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarrás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan. Veðurstofan segir að þessi virkni, sem samanstendur bæði af jarðskjálfavirkni og mögulegum kvikuinnskotum, geti verið löng og kaflaskipt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 3,4 mældist skömmu fyrir klukkan 4 í nótt, rúmum þremur kílómetrum austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Jarðvísindamaður á Veðurstofunni segir nokkra eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið og að þeirra stærstur hafi verið 2,2 að stærð. Þrátt fyrir að hrinan hafi átt upptök sín skammt frá Grindavík segir jarðvísindamaðurinn að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um að skjálftinn á fjórða tímanum hafi fundist í byggð. Alls hafa 13 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Skjálftarnir teljast til hrinunnar sem hófst á svæðinu aðfaranótt 19. júlí. Stærsti skjálfti í hrinunni mældist síðar sama dag. Sá var að stærð 5,0 og fylgdu honum nokkrir snarpir eftirskjálftar og fundust þeir víða. Aðeins hefur þó dregið úr virkninni síðustu daga. Sem fyrr segir var skjálftinn í nótt skammt frá Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir af svæðinu bera með sér skýr merki um yfirborðsbreytingar „sem samsvarar hér um bil 3 cm færslu um sprungu sem liggur í NA-SV rétt við Fagradalsfjall,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarrás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan. Veðurstofan segir að þessi virkni, sem samanstendur bæði af jarðskjálfavirkni og mögulegum kvikuinnskotum, geti verið löng og kaflaskipt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira