Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2020 21:27 Mitch McConnell (v) og Kevin McCarthy (h) eru ósammála forsetanum (m). Getty/Erin Schaff Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. Fyrr í dag ýjaði Donald Trump Bandaríkjaforseti að því að kosningunum verði mögulega frestað. Forsetinn hefur þó ekki völd til þess og þyrfti slík ákvörðun að fara í gegnum meðferð þingsins. Forsetinn hélt því fram að stórfelld svik yrðu framin í kosningunum þar sem að yfirvöld í fjölda ríkja vilja grípa til þess að leyfa póstatkvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Trump að kosningarnar ættu eftir að verða þjóðarskömm fyrir Bandaríkin. Leiðtogi Repúblikanaflokksins í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Mitch McConnell minnti á að engum forsetakosningum í Bandaríkjunum hafi verið frestað. Í samtali við útvarpsstöðina WNKY í heimaríki hans Kentucky sagði þingmaðurinn. „Aldrei í sögu þessa lands, þrátt fyrir stríð, efnahagskreppu og borgarastyrjöld, hefur alríkiskosning ekki farið fram á réttum tíma. Við munum finna leið til þess að halda kosningarnar 3. nóvember,“ sagði McConnell. BBC hefur eftir leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, að kosningarnar skuli fara fram á réttum tíma. Sömu skoðun hefur Lindsay Graham öldungadeildarþingmaður sem jafnan hefur stutt ákvarðanir forsetans. Talsmaður framboðs forsetans, Hogan Gidley, segir þó að Trump hafi eingöngu verið að velta hlutunum fyrir sér og væri ekki að halda því fram að það ætti að fresta kosningunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. Fyrr í dag ýjaði Donald Trump Bandaríkjaforseti að því að kosningunum verði mögulega frestað. Forsetinn hefur þó ekki völd til þess og þyrfti slík ákvörðun að fara í gegnum meðferð þingsins. Forsetinn hélt því fram að stórfelld svik yrðu framin í kosningunum þar sem að yfirvöld í fjölda ríkja vilja grípa til þess að leyfa póstatkvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Trump að kosningarnar ættu eftir að verða þjóðarskömm fyrir Bandaríkin. Leiðtogi Repúblikanaflokksins í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Mitch McConnell minnti á að engum forsetakosningum í Bandaríkjunum hafi verið frestað. Í samtali við útvarpsstöðina WNKY í heimaríki hans Kentucky sagði þingmaðurinn. „Aldrei í sögu þessa lands, þrátt fyrir stríð, efnahagskreppu og borgarastyrjöld, hefur alríkiskosning ekki farið fram á réttum tíma. Við munum finna leið til þess að halda kosningarnar 3. nóvember,“ sagði McConnell. BBC hefur eftir leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, að kosningarnar skuli fara fram á réttum tíma. Sömu skoðun hefur Lindsay Graham öldungadeildarþingmaður sem jafnan hefur stutt ákvarðanir forsetans. Talsmaður framboðs forsetans, Hogan Gidley, segir þó að Trump hafi eingöngu verið að velta hlutunum fyrir sér og væri ekki að halda því fram að það ætti að fresta kosningunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira