Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2020 21:27 Mitch McConnell (v) og Kevin McCarthy (h) eru ósammála forsetanum (m). Getty/Erin Schaff Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. Fyrr í dag ýjaði Donald Trump Bandaríkjaforseti að því að kosningunum verði mögulega frestað. Forsetinn hefur þó ekki völd til þess og þyrfti slík ákvörðun að fara í gegnum meðferð þingsins. Forsetinn hélt því fram að stórfelld svik yrðu framin í kosningunum þar sem að yfirvöld í fjölda ríkja vilja grípa til þess að leyfa póstatkvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Trump að kosningarnar ættu eftir að verða þjóðarskömm fyrir Bandaríkin. Leiðtogi Repúblikanaflokksins í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Mitch McConnell minnti á að engum forsetakosningum í Bandaríkjunum hafi verið frestað. Í samtali við útvarpsstöðina WNKY í heimaríki hans Kentucky sagði þingmaðurinn. „Aldrei í sögu þessa lands, þrátt fyrir stríð, efnahagskreppu og borgarastyrjöld, hefur alríkiskosning ekki farið fram á réttum tíma. Við munum finna leið til þess að halda kosningarnar 3. nóvember,“ sagði McConnell. BBC hefur eftir leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, að kosningarnar skuli fara fram á réttum tíma. Sömu skoðun hefur Lindsay Graham öldungadeildarþingmaður sem jafnan hefur stutt ákvarðanir forsetans. Talsmaður framboðs forsetans, Hogan Gidley, segir þó að Trump hafi eingöngu verið að velta hlutunum fyrir sér og væri ekki að halda því fram að það ætti að fresta kosningunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. Fyrr í dag ýjaði Donald Trump Bandaríkjaforseti að því að kosningunum verði mögulega frestað. Forsetinn hefur þó ekki völd til þess og þyrfti slík ákvörðun að fara í gegnum meðferð þingsins. Forsetinn hélt því fram að stórfelld svik yrðu framin í kosningunum þar sem að yfirvöld í fjölda ríkja vilja grípa til þess að leyfa póstatkvæði vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Trump að kosningarnar ættu eftir að verða þjóðarskömm fyrir Bandaríkin. Leiðtogi Repúblikanaflokksins í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Mitch McConnell minnti á að engum forsetakosningum í Bandaríkjunum hafi verið frestað. Í samtali við útvarpsstöðina WNKY í heimaríki hans Kentucky sagði þingmaðurinn. „Aldrei í sögu þessa lands, þrátt fyrir stríð, efnahagskreppu og borgarastyrjöld, hefur alríkiskosning ekki farið fram á réttum tíma. Við munum finna leið til þess að halda kosningarnar 3. nóvember,“ sagði McConnell. BBC hefur eftir leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy, að kosningarnar skuli fara fram á réttum tíma. Sömu skoðun hefur Lindsay Graham öldungadeildarþingmaður sem jafnan hefur stutt ákvarðanir forsetans. Talsmaður framboðs forsetans, Hogan Gidley, segir þó að Trump hafi eingöngu verið að velta hlutunum fyrir sér og væri ekki að halda því fram að það ætti að fresta kosningunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira