Vilja nota Xbox stýripinna í skriðdrekum Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2020 16:37 Getty/Sezgin Pancar Ísraelskt fyrirtæki hefur smíðað frumgerð að nýjum skriðdreka sem stýra á með stýripinnum sem svipar verulega til hefðbundinna stýripinna Xbox leikjatölvanna. Upprunalega var skriðdrekinn framleiddur með hefðbundnum stýripinna eins og finnst í orrustuþotum en starfsmenn Israel Aerospace Industries unnu með táningum sem spila tölvuleiki að því hvernig betra væri að stýra skriðdrekanum og vopnabúnaði hans. Svarið var stýripinni Xbox. Skriðdreki þessi ber nafnið Carmel og er ein þriggja frumgerða sem er til skoðunar í leit herafla Ísrael að nýrri kynslóð skriðdreka ríkisins. Þær kynslóðir sem munu mögulega koma til með að stýra þessum skriðdrekum eru mun vanari stýripinnum eins og Xbox stýripinnunum í stað hinna hefðbundnu sem eru í raun áratugagömul tækni. Í samtali við Washington Post sagði ofurstinn Udi Tzur að ótrúlegt væri hve fljótt ungir hermenn næðu tökum á því að stýra frumgerðinni. Hann sagðist ekki hafa trúað því hve hratt það gerðist. Hann sagði það eingöngu til komið vegna þess að ungt fólk er þegar verulega vant stýripinnum sem þessum Umfjöllun WP um skriðdrekann hefst á því að séð utan frá virðist Carmel vera hefðbundinn skriðdreki. Þegar inn í hann er farið komi þó í ljós aðstæður sem svipi til herbergja táninga. Skriðdrekinn er þakinn skjám sem gera stjórnendum hans kleift að sjá umhverfi skriðdrekans í gegnum myndavélar sem eru víða á skrokki skriðdrekans. Hér má sjá myndband frá tæknikynningu síðasta sumar þar sem sjá má frumgerð Carmel, eins og hún var þá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tölvuleikir og hernaður fara saman með þessum hætti. Árið 2018 var sjónpípu kafbátsins USS Colorado breytt á þann hátt að Xbox stýripinni er nú notaður til að hækka og lækka hana. Árið 2014 var samskonar stýripinni notaður til að stýra geislavopni sem Boeing hefur þróað í tilraun. Þá kom nýverið upp umdeilt atvik þar sem tölvuleikjateymi hers Bandaríkjanna var að streyma á Twitch. Áhorfendur sem ræddu stríðsglæpi Bandaríkjanna voru bannaðir frá streyminu, sem var sömuleiðis notað til að reyna að laða unga tölvuleikjaspilara að hernum. Ísrael Microsoft Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Ísraelskt fyrirtæki hefur smíðað frumgerð að nýjum skriðdreka sem stýra á með stýripinnum sem svipar verulega til hefðbundinna stýripinna Xbox leikjatölvanna. Upprunalega var skriðdrekinn framleiddur með hefðbundnum stýripinna eins og finnst í orrustuþotum en starfsmenn Israel Aerospace Industries unnu með táningum sem spila tölvuleiki að því hvernig betra væri að stýra skriðdrekanum og vopnabúnaði hans. Svarið var stýripinni Xbox. Skriðdreki þessi ber nafnið Carmel og er ein þriggja frumgerða sem er til skoðunar í leit herafla Ísrael að nýrri kynslóð skriðdreka ríkisins. Þær kynslóðir sem munu mögulega koma til með að stýra þessum skriðdrekum eru mun vanari stýripinnum eins og Xbox stýripinnunum í stað hinna hefðbundnu sem eru í raun áratugagömul tækni. Í samtali við Washington Post sagði ofurstinn Udi Tzur að ótrúlegt væri hve fljótt ungir hermenn næðu tökum á því að stýra frumgerðinni. Hann sagðist ekki hafa trúað því hve hratt það gerðist. Hann sagði það eingöngu til komið vegna þess að ungt fólk er þegar verulega vant stýripinnum sem þessum Umfjöllun WP um skriðdrekann hefst á því að séð utan frá virðist Carmel vera hefðbundinn skriðdreki. Þegar inn í hann er farið komi þó í ljós aðstæður sem svipi til herbergja táninga. Skriðdrekinn er þakinn skjám sem gera stjórnendum hans kleift að sjá umhverfi skriðdrekans í gegnum myndavélar sem eru víða á skrokki skriðdrekans. Hér má sjá myndband frá tæknikynningu síðasta sumar þar sem sjá má frumgerð Carmel, eins og hún var þá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tölvuleikir og hernaður fara saman með þessum hætti. Árið 2018 var sjónpípu kafbátsins USS Colorado breytt á þann hátt að Xbox stýripinni er nú notaður til að hækka og lækka hana. Árið 2014 var samskonar stýripinni notaður til að stýra geislavopni sem Boeing hefur þróað í tilraun. Þá kom nýverið upp umdeilt atvik þar sem tölvuleikjateymi hers Bandaríkjanna var að streyma á Twitch. Áhorfendur sem ræddu stríðsglæpi Bandaríkjanna voru bannaðir frá streyminu, sem var sömuleiðis notað til að reyna að laða unga tölvuleikjaspilara að hernum.
Ísrael Microsoft Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira