Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 13:39 Grímur rjúka nú út eins og heitar lummur. Getty/Sebastian Condrea Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Heildsalan Kemí hefur selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk og Lyfja leyfir fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að þetta taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks; eins og hárgreiðsla, nudd og snyrtiaðgerðir hvers konar. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana. Tíu grímu hámark Aníta Viggósdóttir, starfsmaður í Lyfju í Lágmúla, segir að síminn hafi ekki stoppað frá því að fundinum lauk. Starfsfólk hafi varla undan við að svara fyrirspurnum um grímur og heimsóknir í verslunina hafa verið mjög margar. Aníta segir að Lyfja eigi ennþá einhvern slatta af grímum og að von sé á fleirum seinna í dag eða á morgun. Til að tryggja að sem flest geti keypt grímu hefur Lyfja takmarkað kaup einstaklinga við tíu grímur. Fólk vill ekki grípa í tómt Hermann Guðmundsson, forstjóri heildsölunnar Kemí, segist ekki hafa farið varhluta af grímuáhuganum. Hann hafi selt 33 þúsund grímur frá því á tólfta tímanum í dag, bæði til einstaklinga og fyrirtækja - ekki síst í fólksflutningum og heimaþjónustu þar sem starfsfólk þarf að vera í mikilli nálægð við fólk. „Fólk vill ekki grípa í tómt núna,“ segir Hermann. Grímurnar séu búnar en hann á von á annarri sendingu eftir helgi. Til í Bónus, væntanlegar í Krónunni Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss segir enn eitthvað til af grímum í verslunum fyrirtækisins. Þar megi fá 50 einnota grímur í kassa á 7500 krónur, svokallaða „maska.“ Eitthvað sé jafnframt til á lager en Guðmundur segir Bónus hafa farið að huga að grímukaupum þegar opnað var aftur fyrir millilandaflug - þar sem hefur verið grímuskylda frá 15. júní. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir að sem stendur séu ekki til grímur í Krónunni. Unnið sé í því að útvega þær en erfitt sé að segja til um nákvæmlega hvenær þær rata í Krónuverslanir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Heildsalan Kemí hefur selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk og Lyfja leyfir fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að þetta taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks; eins og hárgreiðsla, nudd og snyrtiaðgerðir hvers konar. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana. Tíu grímu hámark Aníta Viggósdóttir, starfsmaður í Lyfju í Lágmúla, segir að síminn hafi ekki stoppað frá því að fundinum lauk. Starfsfólk hafi varla undan við að svara fyrirspurnum um grímur og heimsóknir í verslunina hafa verið mjög margar. Aníta segir að Lyfja eigi ennþá einhvern slatta af grímum og að von sé á fleirum seinna í dag eða á morgun. Til að tryggja að sem flest geti keypt grímu hefur Lyfja takmarkað kaup einstaklinga við tíu grímur. Fólk vill ekki grípa í tómt Hermann Guðmundsson, forstjóri heildsölunnar Kemí, segist ekki hafa farið varhluta af grímuáhuganum. Hann hafi selt 33 þúsund grímur frá því á tólfta tímanum í dag, bæði til einstaklinga og fyrirtækja - ekki síst í fólksflutningum og heimaþjónustu þar sem starfsfólk þarf að vera í mikilli nálægð við fólk. „Fólk vill ekki grípa í tómt núna,“ segir Hermann. Grímurnar séu búnar en hann á von á annarri sendingu eftir helgi. Til í Bónus, væntanlegar í Krónunni Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss segir enn eitthvað til af grímum í verslunum fyrirtækisins. Þar megi fá 50 einnota grímur í kassa á 7500 krónur, svokallaða „maska.“ Eitthvað sé jafnframt til á lager en Guðmundur segir Bónus hafa farið að huga að grímukaupum þegar opnað var aftur fyrir millilandaflug - þar sem hefur verið grímuskylda frá 15. júní. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir að sem stendur séu ekki til grímur í Krónunni. Unnið sé í því að útvega þær en erfitt sé að segja til um nákvæmlega hvenær þær rata í Krónuverslanir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent