Gul viðvörun á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 06:57 Það mun blása hressilega á suðausturlandi á morgun. veðurstofa íslands Þrátt fyrir hægviðri í dag ættu landsmenn að vera undir hvassviðri búnir. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörn fyrir suðausturhornið sem tekur gildi strax á þriðja tímanum í nótt. Þar er búist við snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, sérílagi fyrir ökutæki með aftanívagna og eiga ökumenn á ferðalagi austur um verslunarmannahelgina því að vera vakandi. Það verður hins vegar hægur vindur í dag, bjart með köflum norðaustanlands og stöku síðdegisskúrir, en skýjað og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Djúp lægð nálgast síðan úr suðri á morgun. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt, en hvassviðri eða stormur suðaustanlands fram eftir degi sem fyrr segir. Gera má ráð fyrir rigningu um allt land og að það verði talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi. Lægðin mun áfram láta á sér kræla á laugardag en þá verður hún skammt suður af landinu. Áfram má því búast við talsverðri rigningu suðaustantil og skúrum á vestanverðu landinu, en norðaustanlands ætti hanga þurrt. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-23 við SA-ströndina fram eftir degi. Rigning með köflum, en talsverð eða mikil rigning á SA-landi og Austfjörðum. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast um landið V-vert. Á laugardag: Suðaustan 8-13 m/s A-til og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Þurrt að kalla NA-lands, talsverð rigning á SA-landi og dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands. Á sunnudag: Breytileg átt og skúrir, en rigning A-lands. Hiti 9 til 16 stig. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Norðaustanátt og dálítil væta N-lands, en líkur á síðdegisskúrum á S-verðu landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast SV-til. Á miðvikudag: Útlit fyrir svipað veður áfram. Veður Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Þrátt fyrir hægviðri í dag ættu landsmenn að vera undir hvassviðri búnir. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörn fyrir suðausturhornið sem tekur gildi strax á þriðja tímanum í nótt. Þar er búist við snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, sérílagi fyrir ökutæki með aftanívagna og eiga ökumenn á ferðalagi austur um verslunarmannahelgina því að vera vakandi. Það verður hins vegar hægur vindur í dag, bjart með köflum norðaustanlands og stöku síðdegisskúrir, en skýjað og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Djúp lægð nálgast síðan úr suðri á morgun. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt, en hvassviðri eða stormur suðaustanlands fram eftir degi sem fyrr segir. Gera má ráð fyrir rigningu um allt land og að það verði talsverð eða mikil úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi. Lægðin mun áfram láta á sér kræla á laugardag en þá verður hún skammt suður af landinu. Áfram má því búast við talsverðri rigningu suðaustantil og skúrum á vestanverðu landinu, en norðaustanlands ætti hanga þurrt. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-23 við SA-ströndina fram eftir degi. Rigning með köflum, en talsverð eða mikil rigning á SA-landi og Austfjörðum. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast um landið V-vert. Á laugardag: Suðaustan 8-13 m/s A-til og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Þurrt að kalla NA-lands, talsverð rigning á SA-landi og dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands. Á sunnudag: Breytileg átt og skúrir, en rigning A-lands. Hiti 9 til 16 stig. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Norðaustanátt og dálítil væta N-lands, en líkur á síðdegisskúrum á S-verðu landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast SV-til. Á miðvikudag: Útlit fyrir svipað veður áfram.
Veður Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira