Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júlí 2020 22:24 Helgi Reynir Árnason, veghefilsstjóri og verkstjóri við Þeistareykjaveg, er sonur verktakans, Árna Helgasonar frá Ólafsfirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilvegurinn um Hólasand er nýlega búinn að fá slitlag meira en hálfri öld eftir að hann var lagður í tengslum við smíði Kísiliðjunnar við Mývatn. Nýi Þeistareykjavegurinn mun tengjast Kísilveginum á Hólasandi um tíu kílómetra frá Mývatni. Jarðýta tengir nýja Þeistareykjaveginn við Kísilveg á Hólasandi. Undirbyggingu vegarins á að ljúka í haust en slitlagið bíður næsta sumars.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn verktakans Árna Helgasonar ehf. frá Ólafsfirði byrjuðu í fyrrasumar að byggja upp síðari áfanga vegarins, sautján kílómetra milli Þeistareykja og Hólasands, gerðu svo hlé í vetur, en mættu í sumar aftur þegar snjóa leysti. „Við gátum ekki byrjað hér fyrr en í júlí. Það var allt á kafi í snjó hérna. En það gekk fint – og gengur fínt,“ segir Helgi Reynir Árnason, sonur eigandans, en hann er verkstjóri við Þeistareykjaveg. Landsvirkjun kostar vegagerðina til að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana sinna í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra. Fra Þeistareykjum. Gamli Þeistareykjabærinn stóð við hverasvæðið undir fjallinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við klárum í haust. Þá á eftir að bjóða út klæðningarnar á þetta. Það á að gera á næsta ári. Þannig að þá verður á næsta ári vonandi kominn klæddur vegur alveg til Húsavíkur.“ Með Þeistareykjavegi verður til þriðja malbikaða leiðin milli Húsavíkur og Mývatns, til viðbótar við Kísilveg og veginn um Aðaldal og Reykjadal. En hver þeirra verður vinsælust af ferðamönnum í framtíðinni? Með nýja Þeistareykjaveginum verður hægt að velja um þrjár malbikaðar leiðir milli Húsavíkur og Mývatns; um Reykjadal, um Kísilveg og um Þeistareyki.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. „Það er náttúrlega engin spurning. Þetta verður náttúrlega aðalvegurinn úr Mývatnssveit og niður að Húsavík þegar hann verður tilbúinn. Þetta er langflottasti vegurinn. Þetta verður geggjaður vegur hérna, sko. Það er engin spurning,“ svarar Helgi Reynir. Með tilkomu nýs Dettisfossvegar í haust er Norðlendingum ekkert að vanbúnaði að markaðssetja Demantshringinn sem tengir margar af frægustu náttúruperlum landsins. Demantshringurinn er nafn sem ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur gefið hringleið sem tengir Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og Goðafoss.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En ætti nýi Þeistareykjavegurinn að verða hluti Demantshringsins? „Ég held að hann verði það, alveg pottþétt. Ef menn ætla að keyra Mývatnssveit og Dettifoss - og Þeistareykir eru náttúrlega mjög fallegur staður, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Norðurþing Jarðhiti Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Landsvirkjun Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilvegurinn um Hólasand er nýlega búinn að fá slitlag meira en hálfri öld eftir að hann var lagður í tengslum við smíði Kísiliðjunnar við Mývatn. Nýi Þeistareykjavegurinn mun tengjast Kísilveginum á Hólasandi um tíu kílómetra frá Mývatni. Jarðýta tengir nýja Þeistareykjaveginn við Kísilveg á Hólasandi. Undirbyggingu vegarins á að ljúka í haust en slitlagið bíður næsta sumars.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn verktakans Árna Helgasonar ehf. frá Ólafsfirði byrjuðu í fyrrasumar að byggja upp síðari áfanga vegarins, sautján kílómetra milli Þeistareykja og Hólasands, gerðu svo hlé í vetur, en mættu í sumar aftur þegar snjóa leysti. „Við gátum ekki byrjað hér fyrr en í júlí. Það var allt á kafi í snjó hérna. En það gekk fint – og gengur fínt,“ segir Helgi Reynir Árnason, sonur eigandans, en hann er verkstjóri við Þeistareykjaveg. Landsvirkjun kostar vegagerðina til að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana sinna í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra. Fra Þeistareykjum. Gamli Þeistareykjabærinn stóð við hverasvæðið undir fjallinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við klárum í haust. Þá á eftir að bjóða út klæðningarnar á þetta. Það á að gera á næsta ári. Þannig að þá verður á næsta ári vonandi kominn klæddur vegur alveg til Húsavíkur.“ Með Þeistareykjavegi verður til þriðja malbikaða leiðin milli Húsavíkur og Mývatns, til viðbótar við Kísilveg og veginn um Aðaldal og Reykjadal. En hver þeirra verður vinsælust af ferðamönnum í framtíðinni? Með nýja Þeistareykjaveginum verður hægt að velja um þrjár malbikaðar leiðir milli Húsavíkur og Mývatns; um Reykjadal, um Kísilveg og um Þeistareyki.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. „Það er náttúrlega engin spurning. Þetta verður náttúrlega aðalvegurinn úr Mývatnssveit og niður að Húsavík þegar hann verður tilbúinn. Þetta er langflottasti vegurinn. Þetta verður geggjaður vegur hérna, sko. Það er engin spurning,“ svarar Helgi Reynir. Með tilkomu nýs Dettisfossvegar í haust er Norðlendingum ekkert að vanbúnaði að markaðssetja Demantshringinn sem tengir margar af frægustu náttúruperlum landsins. Demantshringurinn er nafn sem ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur gefið hringleið sem tengir Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og Goðafoss.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En ætti nýi Þeistareykjavegurinn að verða hluti Demantshringsins? „Ég held að hann verði það, alveg pottþétt. Ef menn ætla að keyra Mývatnssveit og Dettifoss - og Þeistareykir eru náttúrlega mjög fallegur staður, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Norðurþing Jarðhiti Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Landsvirkjun Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“