Saga af hrygnu í ánni Liza Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2020 09:35 Hilmar Hanson og hrygnan í Liza Mynd: HH Það eru ekki allir sammála um ágæti Veitt og Sleppt en ansi mikils misskilnings gætir hjá þeim sem halda því fram að V&S skipti engu máliog hafi ekki áhrif á árnar. Lax sem er dauður i plasti hrygnir ekki aftur það er nokkuð ljóst, og genið sem skilar ánum tveggja ára laxi var víða við það að hverfa. Það þarf ekki annað en að skoða veiðibækur í ánum á vesturlandi þar sem smálax var ríkjandi til að sjá á hversu stuttum tíma V&S hefur raunverulega haft mikil áhrif. Hilmar Hansson gaf okkur leyfi til að deila góðri sögu um lax sem svo sannarlega hefur skilað sínu fyrir sína á. Þetta er hrygnan í Liza. "Sumir segja að C&R virki alls ekki. Þessi fiskur á sér merkilega sögu, eða það hélt ég þar til fiskifræðingurinn í Kharlovka sagði mér annað. Þessi merkilega saga er þannig að ég veiddi þessa 25 punda hrygnu um daginn og hún er með merki í sér. Hún hafði semsagt verið veidd áður. þegar við fórum í skrána þá kom það í ljós að hún var veidd 17 júlí 2012 í Tent Pool í Liza þá var hún 17 pund. sem sagt fyrir rúmum 2 árum síðan. Ég veiddi hana aftur 24 júlí 2014 í hylnum fyrir ofan Tent sem heitir Spawning Pool. Þá var hún mæld 25 pund. Í millitíðinni hafði hún allavega hrygnt tvisvar og var að fara að hrygna núna í þriðja sinn. Þetta fannst mér merkilegt þar til Fiskifræðingurinn sagði mér að það hafi veiðst 6 laxar í sumar sem voru merktir 2010 eða fyrir 4 árum... Höldum áfram að sleppa svo við fáum svona fallega fiska til að hrygna oftar en bara einu sinni...og á meðan ég man hún tók hitch með krók nr. 14...." Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Það eru ekki allir sammála um ágæti Veitt og Sleppt en ansi mikils misskilnings gætir hjá þeim sem halda því fram að V&S skipti engu máliog hafi ekki áhrif á árnar. Lax sem er dauður i plasti hrygnir ekki aftur það er nokkuð ljóst, og genið sem skilar ánum tveggja ára laxi var víða við það að hverfa. Það þarf ekki annað en að skoða veiðibækur í ánum á vesturlandi þar sem smálax var ríkjandi til að sjá á hversu stuttum tíma V&S hefur raunverulega haft mikil áhrif. Hilmar Hansson gaf okkur leyfi til að deila góðri sögu um lax sem svo sannarlega hefur skilað sínu fyrir sína á. Þetta er hrygnan í Liza. "Sumir segja að C&R virki alls ekki. Þessi fiskur á sér merkilega sögu, eða það hélt ég þar til fiskifræðingurinn í Kharlovka sagði mér annað. Þessi merkilega saga er þannig að ég veiddi þessa 25 punda hrygnu um daginn og hún er með merki í sér. Hún hafði semsagt verið veidd áður. þegar við fórum í skrána þá kom það í ljós að hún var veidd 17 júlí 2012 í Tent Pool í Liza þá var hún 17 pund. sem sagt fyrir rúmum 2 árum síðan. Ég veiddi hana aftur 24 júlí 2014 í hylnum fyrir ofan Tent sem heitir Spawning Pool. Þá var hún mæld 25 pund. Í millitíðinni hafði hún allavega hrygnt tvisvar og var að fara að hrygna núna í þriðja sinn. Þetta fannst mér merkilegt þar til Fiskifræðingurinn sagði mér að það hafi veiðst 6 laxar í sumar sem voru merktir 2010 eða fyrir 4 árum... Höldum áfram að sleppa svo við fáum svona fallega fiska til að hrygna oftar en bara einu sinni...og á meðan ég man hún tók hitch með krók nr. 14...."
Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði