Segja heilbrigðiskerfið hársbreidd frá því að hrynja vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 29. júlí 2020 07:27 Carrie Lam tilkynnti hertar aðgerðir í baráttunni við kórónuveiruna á blaðamannafundi í dag. Qin Louyue/Getty Stjórnvöld í Hong Kong vara nú við því að heilbrigðiskerfi sjálfstjórnarhéraðsins hrynji en kórónuveiran er í stórsókn á svæðinu. Fólki er ráðlagt að halda sig heima fyrir og nýjar hertari reglur tóku í nótt gildi í borginni þar sem fólki er gert skylt að ganga með grímur og veitingastöðum þar sem fólk situr til borðs hefur verið gert að loka. Þá mega fleiri en tveir ekki koma saman, nema um sé að ræða nána fjölskyldumeðlimi. Um hundrað ný tilfelli koma nú upp á hverjum degi í Hong Kong en þar á bæ tókst mönnum að ná nokkuð góðum tökum á faraldrinum í byrjun árs og fyrir minna en mánuði voru tilfellin aðeins um tíu á dag að meðaltali. Í tilkynningu sem Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, gaf út í gærkvöldi varaði hún við því að ef ekki næðust tök á útbreiðslu veirunnar myndi heilbrigðiskerfið hrynja. Afleiðingarnar yrðu dauðsföll og myndi það sérstaklega bitna á eldri borgurum. Hún biðlaði til íbúa að fylgja sóttvarnarreglum og halda sig heima eftir mestu getu. Þá tóku nýjar hertari reglur gildi í nótt í borginni, veitingastaðir lokuðu og ekki fleiri en tveir af sitt hvoru heimilinu mega koma saman. Hong Kong hefur ekki gengið svo langt áður í reglum til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá mun fólk, eins og áður sagði, vera skylt til að bera grímur fyrir vitum og fyrr í vikunni var tilkynnt að staðir líkt og barir, líkamsræktarstöðvar og snyrtistofur þyrftu að loka. Í byrjun mánaðarins var sett 50 manna samkomubann, svo var það hert í fjögurra manna samkomubann – og nú, tveggja. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25. júlí 2020 08:05 Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19. júlí 2020 22:26 Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. 15. júlí 2020 08:35 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong vara nú við því að heilbrigðiskerfi sjálfstjórnarhéraðsins hrynji en kórónuveiran er í stórsókn á svæðinu. Fólki er ráðlagt að halda sig heima fyrir og nýjar hertari reglur tóku í nótt gildi í borginni þar sem fólki er gert skylt að ganga með grímur og veitingastöðum þar sem fólk situr til borðs hefur verið gert að loka. Þá mega fleiri en tveir ekki koma saman, nema um sé að ræða nána fjölskyldumeðlimi. Um hundrað ný tilfelli koma nú upp á hverjum degi í Hong Kong en þar á bæ tókst mönnum að ná nokkuð góðum tökum á faraldrinum í byrjun árs og fyrir minna en mánuði voru tilfellin aðeins um tíu á dag að meðaltali. Í tilkynningu sem Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, gaf út í gærkvöldi varaði hún við því að ef ekki næðust tök á útbreiðslu veirunnar myndi heilbrigðiskerfið hrynja. Afleiðingarnar yrðu dauðsföll og myndi það sérstaklega bitna á eldri borgurum. Hún biðlaði til íbúa að fylgja sóttvarnarreglum og halda sig heima eftir mestu getu. Þá tóku nýjar hertari reglur gildi í nótt í borginni, veitingastaðir lokuðu og ekki fleiri en tveir af sitt hvoru heimilinu mega koma saman. Hong Kong hefur ekki gengið svo langt áður í reglum til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá mun fólk, eins og áður sagði, vera skylt til að bera grímur fyrir vitum og fyrr í vikunni var tilkynnt að staðir líkt og barir, líkamsræktarstöðvar og snyrtistofur þyrftu að loka. Í byrjun mánaðarins var sett 50 manna samkomubann, svo var það hert í fjögurra manna samkomubann – og nú, tveggja.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25. júlí 2020 08:05 Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19. júlí 2020 22:26 Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. 15. júlí 2020 08:35 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25. júlí 2020 08:05
Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19. júlí 2020 22:26
Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. 15. júlí 2020 08:35