Þriðju stærstu borg Víetnam lokað vegna nýrra smita Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 10:23 Lögreglumaður kemur fyrir vegartálma í borginni Da Nang. AP/Trinh Quoc Dung/VNA Yfirvöld í Víetnam hafa komið á tveggja vikna útgöngubanni í Da Nang, þriðju stærstu borg landsins, eftir að fyrstu nýju kórónuveirusmitin í meira en þrjá mánuði greindust á sjúkrahúsi þar. Þúsundir ferðamanna flúðu borgina um helgina og almenningssamgöngum til og frá henni hefur verið aflýst. Þeir fimmtán sem greindust smitaðir eru allir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn á sjúkrahúsi í Da Nang. Engin ný innanlandssmit höfðu greinst frá því í apríl. Útgöngubannið bar brátt að. Þúsundir ferðamanna, aðallega Víetnama, styttu sumarfríið sitt og létu sig hverfa frá borginni sem er vinsæll strandstaður um helgina. Yfirvöld áætla að nokkur þúsund manns hafi orðið innlyksa í borginni eftir að samgöngum var lokað. Þau hafa beðið hóteli í borginni um að hýsa fólkið, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við vildum ekki flýta okkur á flugvöllinn til að yfirgefa borgina vegna hættunnar á að vera í mannþröng þannig að við erum föst hér. En þetta er ekki slæmur staður til að vera strand á í tvær vikur,“ segir Lien Nguyen sem var með fjögurra manna fjölskyldu sinni í sumarfríi í Da Nang. Aðeins 431 hefur greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í Víetnam til þessa og enginn hefur látið lífið. Yfirvöld sendu flugvél til Miðbaugs-Gíneu í gær til að sækja 129 Víetnama sem unnu þar og eru smitaðir af veirunni. Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Yfirvöld í Víetnam hafa komið á tveggja vikna útgöngubanni í Da Nang, þriðju stærstu borg landsins, eftir að fyrstu nýju kórónuveirusmitin í meira en þrjá mánuði greindust á sjúkrahúsi þar. Þúsundir ferðamanna flúðu borgina um helgina og almenningssamgöngum til og frá henni hefur verið aflýst. Þeir fimmtán sem greindust smitaðir eru allir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn á sjúkrahúsi í Da Nang. Engin ný innanlandssmit höfðu greinst frá því í apríl. Útgöngubannið bar brátt að. Þúsundir ferðamanna, aðallega Víetnama, styttu sumarfríið sitt og létu sig hverfa frá borginni sem er vinsæll strandstaður um helgina. Yfirvöld áætla að nokkur þúsund manns hafi orðið innlyksa í borginni eftir að samgöngum var lokað. Þau hafa beðið hóteli í borginni um að hýsa fólkið, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við vildum ekki flýta okkur á flugvöllinn til að yfirgefa borgina vegna hættunnar á að vera í mannþröng þannig að við erum föst hér. En þetta er ekki slæmur staður til að vera strand á í tvær vikur,“ segir Lien Nguyen sem var með fjögurra manna fjölskyldu sinni í sumarfríi í Da Nang. Aðeins 431 hefur greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í Víetnam til þessa og enginn hefur látið lífið. Yfirvöld sendu flugvél til Miðbaugs-Gíneu í gær til að sækja 129 Víetnama sem unnu þar og eru smitaðir af veirunni.
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira