Leiknir er komið á topp Lengjudeildarinnar eftir 3-2 sigur á Aftureldingu á útivelli í kvöld.
Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir strax á sjöttu mínútu og skömmu fyrir hlé tvöfaldaði Sólon Breki Leifsson forystuna.
Sólon Breki var aftur á ferðinni á 48. mínútu er hann kom Leikni í 3-0 en Kári Steinn Hlífarsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu á 50. mínútu.
Andrei Freyr Jónasson minnkaði muninn í 3-2 í uppbótartíma en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 2-3 sigur Breiðhyltinga.
Leiknir er komið á toppinn. Þeir eru með nítján stig, stigi meira en ÍBV, en Afturelding er í áttunda sætinu með tíu stig.