Flott veiði í Miðfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2020 10:42 Miðfjarðará - 95 sm á bomber Mynd: Midfjardara lodge Miðfjarðará stendur einhvern veginn alltaf fyrir sínu og þrátt fyrir að veiðin í öðrum ám fyrir norðan geti stundum verið róleg er það ekki málið í þessari skemmtilegu á. Veiðin fór heldur seint af stað og en er komin á mjög gott ról. Í gær var landað 37 löxum í ánni og mikið af því eins og alltaf vænn tveggja ára laa eins og þessi 95 sm sem sést á meðfylgjandi mynd. Heildarveiðin var samkvæmt www.angling.is komin í 540 laxa síðasta miðvikudag en hún verður líklega komin í 700 laxa eða nálægt því þegar tölur verða gerðar upp næsta miðvikudag. Það er mikið af laxi í ánni og göngur góðar svo framhaldið lítur bara vel út en Miðfjarðará á oft feykna góðann ágústmánuð í veiði þegar vatnið í ánni er gott. Þess má geta að þessi 95 sm lax sem sést á myndinni var tekinn á Bomber en það er ansi mögnuð veiðiaðferð eins og sjá má á myndbaninu sem fylgir þessari frétt. Þetta er ekkert ósvipað því að veiða á hitch. Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Varmá kemur sterk inn í vorhlýindum Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði VSK á veiðileyfi? Veiði Hörkuskot í Þrasatarlundi Veiði Kalt um helgina en ágætar veiðifréttir Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Holl með 81 lax úr Hítará I Veiði SVFR framlengir samning um Langá Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði
Miðfjarðará stendur einhvern veginn alltaf fyrir sínu og þrátt fyrir að veiðin í öðrum ám fyrir norðan geti stundum verið róleg er það ekki málið í þessari skemmtilegu á. Veiðin fór heldur seint af stað og en er komin á mjög gott ról. Í gær var landað 37 löxum í ánni og mikið af því eins og alltaf vænn tveggja ára laa eins og þessi 95 sm sem sést á meðfylgjandi mynd. Heildarveiðin var samkvæmt www.angling.is komin í 540 laxa síðasta miðvikudag en hún verður líklega komin í 700 laxa eða nálægt því þegar tölur verða gerðar upp næsta miðvikudag. Það er mikið af laxi í ánni og göngur góðar svo framhaldið lítur bara vel út en Miðfjarðará á oft feykna góðann ágústmánuð í veiði þegar vatnið í ánni er gott. Þess má geta að þessi 95 sm lax sem sést á myndinni var tekinn á Bomber en það er ansi mögnuð veiðiaðferð eins og sjá má á myndbaninu sem fylgir þessari frétt. Þetta er ekkert ósvipað því að veiða á hitch.
Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Varmá kemur sterk inn í vorhlýindum Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði VSK á veiðileyfi? Veiði Hörkuskot í Þrasatarlundi Veiði Kalt um helgina en ágætar veiðifréttir Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Holl með 81 lax úr Hítará I Veiði SVFR framlengir samning um Langá Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði