Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Sylvía Hall skrifar 27. júlí 2020 07:18 Frá Pyongyang í Norður-Kóreu. Sé maðurinn smitaður er það fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til landsins og sneri aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti yfir neyðarástandi vegna grunsins um að maðurinn væri smitaður, sem væri fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í landinu. Hinn meinti smitberi er sagður hafa flúið Norður-Kóreu fyrir um þremur árum og snúið aftur þann 19. júlí. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að maðurinn sé grunaður um að hafa skriðið í gegnum frárennslisrör og synt um það bil 1,6 kílómetra til þess að koma sér yfir landamærin, en hann er sagður hafa farið svipaða leið þegar hann flúði fyrst fá norðrinu. Í gær var greint frá frá því að maðurinn væri grunaður um nauðgun í Suður-Kóreu. Yonhap fréttaveitan sagði yfirvöld hafa leitað 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafði nauðgað konu í síðasta mánuði sem flúði einnig frá landinu. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að maðurinn synti yfir frá eyjunni Ganghwa og skreið svo undir gaddavír í frárennslisröri sem leiðir til Gulahafs. Þaðan synti hann yfir til Norður-Kóreu til borgarinnar Kaesong þar sem útgöngubanni hefur nú verið komið á vegna gruns um smit. Hingað til hafa norður-kóresk stjórnvöld haldið því fram að engin kórónuveirusmit hafi greinst í landinu. Því er mögulega um að ræða fyrsta opinbera tilfelli veirunnar í landinu lokaða. „Neyðaratvik varð í Kaesong þegar að flóttamaður, sem flúði til suðurs, sneri aftur með ólögmætum hætti og virðist smitaður af veirunni skæðu,“ sagði í fréttaflutningi ríkismiðilsins KCNA. Suður-Kórea Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grunur um kórónuveirusmit í Norður-Kóreu Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði til neyðarfundar eftir að einstaklingur sem grunaður erum að vera smitaður af veirunni laumaðist yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum. 25. júlí 2020 22:48 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til landsins og sneri aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti yfir neyðarástandi vegna grunsins um að maðurinn væri smitaður, sem væri fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í landinu. Hinn meinti smitberi er sagður hafa flúið Norður-Kóreu fyrir um þremur árum og snúið aftur þann 19. júlí. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að maðurinn sé grunaður um að hafa skriðið í gegnum frárennslisrör og synt um það bil 1,6 kílómetra til þess að koma sér yfir landamærin, en hann er sagður hafa farið svipaða leið þegar hann flúði fyrst fá norðrinu. Í gær var greint frá frá því að maðurinn væri grunaður um nauðgun í Suður-Kóreu. Yonhap fréttaveitan sagði yfirvöld hafa leitað 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafði nauðgað konu í síðasta mánuði sem flúði einnig frá landinu. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að maðurinn synti yfir frá eyjunni Ganghwa og skreið svo undir gaddavír í frárennslisröri sem leiðir til Gulahafs. Þaðan synti hann yfir til Norður-Kóreu til borgarinnar Kaesong þar sem útgöngubanni hefur nú verið komið á vegna gruns um smit. Hingað til hafa norður-kóresk stjórnvöld haldið því fram að engin kórónuveirusmit hafi greinst í landinu. Því er mögulega um að ræða fyrsta opinbera tilfelli veirunnar í landinu lokaða. „Neyðaratvik varð í Kaesong þegar að flóttamaður, sem flúði til suðurs, sneri aftur með ólögmætum hætti og virðist smitaður af veirunni skæðu,“ sagði í fréttaflutningi ríkismiðilsins KCNA.
Suður-Kórea Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grunur um kórónuveirusmit í Norður-Kóreu Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði til neyðarfundar eftir að einstaklingur sem grunaður erum að vera smitaður af veirunni laumaðist yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum. 25. júlí 2020 22:48 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Grunur um kórónuveirusmit í Norður-Kóreu Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði til neyðarfundar eftir að einstaklingur sem grunaður erum að vera smitaður af veirunni laumaðist yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum. 25. júlí 2020 22:48