Lægð yfir landinu um verslunarmannahelgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 14:24 Veðurlíkön evrópsku reiknimiðstöðvarinnar (t.v.) og bandarísku GFS spárinnar (t.h.) eru nokkuð samstíga um spána næstu helgi. Skjáskot/Blika Lægð verður yfir landinu um verslunarmannahelgina gangi spár eftir. Lítil bylgja frá Ameríku mun berast til austurs og með henni sumarhlýtt loft en þegar hún nálgast landið mun henni fylgja sumarlægð samkvæmt spá Veðurvaktarinnar. Spálíkön evrópsku reiknimiðstöðvarinnar og bandarísku GFS spárinnar eru nokkuð samstíga og mun lægðin fara, samkvæmt spánni, yfir landið seint á fimmtudag og snemma á föstudag með hvassri austanátt og rigningu á mest öllu landinu. Henni mun þó fylgja nokkuð hlýtt loft á Norður- og Austurlandi á laugardag og jafnvel á sunnudag en hins vegar gæti blásið verulega. Haraldur Eiríksson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir spár Veðurstofunnar benda til þess að rigning verði um næstu helgi. Þó sé almennt of snemmt að spá fyrir um veðrið um verslunarmannahelgina en spáin sé ákveðin í þessa átt. „Okkar spá nær fram á laugardaginn og þetta lítur svona út að þessi lægð sé að koma úr suðri og byrji að rigna kannski á fimmtudagskvöldið sunnanlands og svo spáð rigningu á föstudag á öllu landinu. Þetta er inni í spánum en það verður svo bara að skýrast þegar nær dregur nákvæmlega hvernig veðrið verður. Það er mjög líklegt að þetta verði lendingin, að það verði lægð hérna yfir um helgina.“ Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Sjá meira
Lægð verður yfir landinu um verslunarmannahelgina gangi spár eftir. Lítil bylgja frá Ameríku mun berast til austurs og með henni sumarhlýtt loft en þegar hún nálgast landið mun henni fylgja sumarlægð samkvæmt spá Veðurvaktarinnar. Spálíkön evrópsku reiknimiðstöðvarinnar og bandarísku GFS spárinnar eru nokkuð samstíga og mun lægðin fara, samkvæmt spánni, yfir landið seint á fimmtudag og snemma á föstudag með hvassri austanátt og rigningu á mest öllu landinu. Henni mun þó fylgja nokkuð hlýtt loft á Norður- og Austurlandi á laugardag og jafnvel á sunnudag en hins vegar gæti blásið verulega. Haraldur Eiríksson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir spár Veðurstofunnar benda til þess að rigning verði um næstu helgi. Þó sé almennt of snemmt að spá fyrir um veðrið um verslunarmannahelgina en spáin sé ákveðin í þessa átt. „Okkar spá nær fram á laugardaginn og þetta lítur svona út að þessi lægð sé að koma úr suðri og byrji að rigna kannski á fimmtudagskvöldið sunnanlands og svo spáð rigningu á föstudag á öllu landinu. Þetta er inni í spánum en það verður svo bara að skýrast þegar nær dregur nákvæmlega hvernig veðrið verður. Það er mjög líklegt að þetta verði lendingin, að það verði lægð hérna yfir um helgina.“
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Sjá meira