Undirbýr frekari flutninga opinberra stofnana út á land Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 13:51 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hyggst færa fleiri opinberar stofnanir út á land. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hyggst flytja fleiri opinberar stofnanir út á land á næstunni. Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður flutt norður á Sauðárkrók í haust að ákvörðun ráðherrans en sérfræðingar innan deildarinnar hafa áður lýst því yfir að þeir hyggist ekki flytjast búflutningum norður. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það væri mikilvægt fyrir landsbyggðina að þangað séu fluttar opinberar stofnanir. Því fylgi mikil verðmætasköpun sem einnig skapi fjölbreytni. „Það er þjóðhagslega mikilvægt, við erum að reyna að byggja allt upp hér í kring um landið. Atvinnuuppbyggingu, gjaldeyrisskapandi uppbyggingu, hvort sem er í ferðaþjónustu, landbúnaði, iðnaði, einhverri náttúrunýtingu og þessi tegund starfa sem opinber störf eru þau styðja mjög vel fyrir þá uppbyggingu,“ segir Ásmundur. „Skapar aukna fjölbreytni, skapar betri stoðir undir þessa auðlindanýtingu og gjaldeyrissköpun þjóðarinnar.“ Ákvörðun Ásmundar um að flytja brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur verið harðlega gagnrýnd af starfsmönnum þess og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Sex menn sem búa yfir sérþekkingu í brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og ætlar enginn þeirra að flytja búferlum til Sauðárkróks. „Ég held það sé alveg ljóst að um það séu pólitískt skiptar skoðanir hversu hart eigi að ganga fram í þessu. Mín skoðun er, og hefur alltaf verið, sú að við eigum að ráðast í róttækar aðgerðir til þess að dreifa hinum opinberu störfum betur,“ segir Ásmundur. „Við sjáum það að nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn og Danir hafa verið að gera þetta með góðum árangri.“ Hann segist sannfærður um að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji sjá meiri dreifingu á opinberum stofnunum um landið. „Ég held það þurfi að taka frekari pólitískar ákvarðanir um flutning opinberra starfa út á land, líkt og ég var að gera með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.“ Hann tekur dæmi um flutning Matvælastofnunar á Selfoss, Landmælinga Íslands til Akraness og Atvinnuleysistryggingar á Skagaströnd. „Það er vinnustaður á Skagaströnd í dag sem skiptir miklu máli fyrir það samfélag. Ég held að við eigum að stíga frekari skref í þessa veruna.“ „Ég er að undirbúa frekari skref í þessa veruna. Frekari flutninga.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Ritari Framsóknar gagnrýnir flutning starfa frá landsbyggðinni og gagnrýni á flutninga starfa út á land. 14. júlí 2020 10:12 Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Sigurður Ingi skorar á RÚV að birta frétt um störf sem hafa verið flutt frá landsbyggð og til Reykjavíkur. 13. júlí 2020 16:22 Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. 16. júlí 2020 16:59 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hyggst flytja fleiri opinberar stofnanir út á land á næstunni. Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður flutt norður á Sauðárkrók í haust að ákvörðun ráðherrans en sérfræðingar innan deildarinnar hafa áður lýst því yfir að þeir hyggist ekki flytjast búflutningum norður. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það væri mikilvægt fyrir landsbyggðina að þangað séu fluttar opinberar stofnanir. Því fylgi mikil verðmætasköpun sem einnig skapi fjölbreytni. „Það er þjóðhagslega mikilvægt, við erum að reyna að byggja allt upp hér í kring um landið. Atvinnuuppbyggingu, gjaldeyrisskapandi uppbyggingu, hvort sem er í ferðaþjónustu, landbúnaði, iðnaði, einhverri náttúrunýtingu og þessi tegund starfa sem opinber störf eru þau styðja mjög vel fyrir þá uppbyggingu,“ segir Ásmundur. „Skapar aukna fjölbreytni, skapar betri stoðir undir þessa auðlindanýtingu og gjaldeyrissköpun þjóðarinnar.“ Ákvörðun Ásmundar um að flytja brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur verið harðlega gagnrýnd af starfsmönnum þess og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Sex menn sem búa yfir sérþekkingu í brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og ætlar enginn þeirra að flytja búferlum til Sauðárkróks. „Ég held það sé alveg ljóst að um það séu pólitískt skiptar skoðanir hversu hart eigi að ganga fram í þessu. Mín skoðun er, og hefur alltaf verið, sú að við eigum að ráðast í róttækar aðgerðir til þess að dreifa hinum opinberu störfum betur,“ segir Ásmundur. „Við sjáum það að nágrannaþjóðir okkar, Norðmenn og Danir hafa verið að gera þetta með góðum árangri.“ Hann segist sannfærður um að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji sjá meiri dreifingu á opinberum stofnunum um landið. „Ég held það þurfi að taka frekari pólitískar ákvarðanir um flutning opinberra starfa út á land, líkt og ég var að gera með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.“ Hann tekur dæmi um flutning Matvælastofnunar á Selfoss, Landmælinga Íslands til Akraness og Atvinnuleysistryggingar á Skagaströnd. „Það er vinnustaður á Skagaströnd í dag sem skiptir miklu máli fyrir það samfélag. Ég held að við eigum að stíga frekari skref í þessa veruna.“ „Ég er að undirbúa frekari skref í þessa veruna. Frekari flutninga.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Ritari Framsóknar gagnrýnir flutning starfa frá landsbyggðinni og gagnrýni á flutninga starfa út á land. 14. júlí 2020 10:12 Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Sigurður Ingi skorar á RÚV að birta frétt um störf sem hafa verið flutt frá landsbyggð og til Reykjavíkur. 13. júlí 2020 16:22 Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. 16. júlí 2020 16:59 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Ritari Framsóknar gagnrýnir flutning starfa frá landsbyggðinni og gagnrýni á flutninga starfa út á land. 14. júlí 2020 10:12
Landsbyggðafólk sótillt út í RÚV og Sigríði Dögg Sigurður Ingi skorar á RÚV að birta frétt um störf sem hafa verið flutt frá landsbyggð og til Reykjavíkur. 13. júlí 2020 16:22
Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. 16. júlí 2020 16:59