Bolsonaro laus við Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 14:34 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. EPA/JOEDSON ALVES Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. Bolsonaro sagði frá smiti sínu þann 7. júlí. Á miðvikudaginn greindist hann enn með sjúkdóminn en hann hefur ekki sagt hvenær þetta nýjasta próf var tekið. Forsetinn fór í próf í byrjun mánaðarins eftir að hann hafði sýnt einkenni sjúkdómsins eins og þreytu, hita og vöðvaverki. Hann virðist þó ekki hafa orðið alvarlega veikur. - RT-PCR para Sars-Cov 2: negativo.- BOM DIA A TODOS. pic.twitter.com/CkdV59yGXP— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) July 25, 2020 Brasilía er eitt þeirra ríkja sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar þar sem minnst 85.238 hafa dáið vegna veirunnar, samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro sjálfur hefur þó ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins. Hann hefur barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra sem hafa reynt að draga úr dreifingu veirunnar í landinu. Hann hefur rekið tvo heilbrigðisráðherra sem hafa ekki viljað hreyfa sig eftir strengjum forsetans. Í síðustu viku voru tveir mánuðir frá því síðasti heilbrigðisráðherrann var rekinn og hefur hershöfðingi sem er hliðhollur forsetanum stýrt málaflokknum síðan. Í apríl sagði Bolsonaro mikilvægt að opna hagkerfið og draga úr félagsforðun. Það væri nauðsynlegt og ítrekaði hann að ábyrgðin væri hans. Tæpum tveimur vikum seinna, þegar um fimm þúsund manns voru dánir, sagðist hann ekki bera ábyrgð á neinu. Fyrr í þessari viku tilkynntu tveir ráðherrar í ríkisstjórn Bolsonaro að þeir hefðu einnig smitast af Covid-19. Það voru þeir Onyx Lorenzoni, 65 ára ríkisborgararáðherra, og hinn 62 ára gamli Milton Riberio, menntamálaráðherra. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. 16. júlí 2020 23:39 Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8. júlí 2020 23:37 Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. 3. júlí 2020 23:18 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. Bolsonaro sagði frá smiti sínu þann 7. júlí. Á miðvikudaginn greindist hann enn með sjúkdóminn en hann hefur ekki sagt hvenær þetta nýjasta próf var tekið. Forsetinn fór í próf í byrjun mánaðarins eftir að hann hafði sýnt einkenni sjúkdómsins eins og þreytu, hita og vöðvaverki. Hann virðist þó ekki hafa orðið alvarlega veikur. - RT-PCR para Sars-Cov 2: negativo.- BOM DIA A TODOS. pic.twitter.com/CkdV59yGXP— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) July 25, 2020 Brasilía er eitt þeirra ríkja sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar þar sem minnst 85.238 hafa dáið vegna veirunnar, samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro sjálfur hefur þó ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins. Hann hefur barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra sem hafa reynt að draga úr dreifingu veirunnar í landinu. Hann hefur rekið tvo heilbrigðisráðherra sem hafa ekki viljað hreyfa sig eftir strengjum forsetans. Í síðustu viku voru tveir mánuðir frá því síðasti heilbrigðisráðherrann var rekinn og hefur hershöfðingi sem er hliðhollur forsetanum stýrt málaflokknum síðan. Í apríl sagði Bolsonaro mikilvægt að opna hagkerfið og draga úr félagsforðun. Það væri nauðsynlegt og ítrekaði hann að ábyrgðin væri hans. Tæpum tveimur vikum seinna, þegar um fimm þúsund manns voru dánir, sagðist hann ekki bera ábyrgð á neinu. Fyrr í þessari viku tilkynntu tveir ráðherrar í ríkisstjórn Bolsonaro að þeir hefðu einnig smitast af Covid-19. Það voru þeir Onyx Lorenzoni, 65 ára ríkisborgararáðherra, og hinn 62 ára gamli Milton Riberio, menntamálaráðherra.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. 16. júlí 2020 23:39 Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8. júlí 2020 23:37 Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. 3. júlí 2020 23:18 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. 16. júlí 2020 23:39
Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8. júlí 2020 23:37
Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. 3. júlí 2020 23:18
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent