Flottir fiskar í Norðlingafljóti Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2020 09:54 Krisjtán með flotta bleikju úr Norðlingafljóti Mynd: Fish Partner Norðlingafljót á upptök norðan Langjökuls og rennur þaðan um 70 km til vesturs í Hvítá. Mikil náttúrufegurð er við fljótið og telja margir veiðimenn það vera eina fegurstu veiðiá landsins. Umhverfið er margbreytilegt og veiðistaðir mjög fjölbreyttir. Fljótið rennur um hina rómuðu Arnarvatnsheiði sem er án efa eitt allra gjöfulasta silungsveiði svæði landsins. Fjölmargir lækir renna til fljótsins úr vötnum heiðarinnar. Í fljótinu er bæði urriði og bleikja og er meðalstærð í hærri kantinum. Stærsti fiskur sem vitað er til að veiðst hafi í fljótinu fram að þessu var fimm og hálft kíló. Algeng stærð á urriða eru tvö til sex pund og bleikjan er oft á bilinu tvö til fjögur pund. Þó er töluvert af stærri fiskum í fljótinu. Kristján Páll Rafnsson einn eigenda Fish Partner var að koma úr góðri ferð úr ánni með góðum félögum og gerðu þeir fína veiði. "Það voru fjölmargir stórfiskar sem létu glepjast flugur veiðimanna. Þar á meðal voru bolta bleikjur eða allt að átta pund og urriðar sem voru í svipuðum stærðarflokki. Veiðin var dreifð um ánna. Fiskar veiddust á milli Reykár ós og Kletts, svo um það bil fimm kílómetra ofan við Álftakrók og alveg niður að brú við gamla Helluvað. All flestir tóku straumflugur en eithvað kom einnig á púpur" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi. Þetta er spennandi svæði sem er ekki mikið kannað og því kjörið fyrir þá sem vilja fara á svæði og leita af fiski, svo ég tali ekki um þegar vænir fiskar liggja þarna í flottum hyljum. Veiðisvæðið nær frá upptökum fljótsins niður að Bjarnafossi. Hluti svæðisins er vel aðgengilegur á bíl en stór hluti krefst göngu og því meira sem veiðimenn eru til í að ganga, þeim mun betri árangri má búast við. Stangveiði Mest lesið Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veitt út mánuðinn í Ytri-Rangá Veiði Ekki neitt, neitt segir lundaveiðimaður Veiði 30 punda lax á land á Nesi Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Laxá í Ásum farin að sýna laxana Veiði Fín opnun í Vatnsdalsá Veiði
Norðlingafljót á upptök norðan Langjökuls og rennur þaðan um 70 km til vesturs í Hvítá. Mikil náttúrufegurð er við fljótið og telja margir veiðimenn það vera eina fegurstu veiðiá landsins. Umhverfið er margbreytilegt og veiðistaðir mjög fjölbreyttir. Fljótið rennur um hina rómuðu Arnarvatnsheiði sem er án efa eitt allra gjöfulasta silungsveiði svæði landsins. Fjölmargir lækir renna til fljótsins úr vötnum heiðarinnar. Í fljótinu er bæði urriði og bleikja og er meðalstærð í hærri kantinum. Stærsti fiskur sem vitað er til að veiðst hafi í fljótinu fram að þessu var fimm og hálft kíló. Algeng stærð á urriða eru tvö til sex pund og bleikjan er oft á bilinu tvö til fjögur pund. Þó er töluvert af stærri fiskum í fljótinu. Kristján Páll Rafnsson einn eigenda Fish Partner var að koma úr góðri ferð úr ánni með góðum félögum og gerðu þeir fína veiði. "Það voru fjölmargir stórfiskar sem létu glepjast flugur veiðimanna. Þar á meðal voru bolta bleikjur eða allt að átta pund og urriðar sem voru í svipuðum stærðarflokki. Veiðin var dreifð um ánna. Fiskar veiddust á milli Reykár ós og Kletts, svo um það bil fimm kílómetra ofan við Álftakrók og alveg niður að brú við gamla Helluvað. All flestir tóku straumflugur en eithvað kom einnig á púpur" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi. Þetta er spennandi svæði sem er ekki mikið kannað og því kjörið fyrir þá sem vilja fara á svæði og leita af fiski, svo ég tali ekki um þegar vænir fiskar liggja þarna í flottum hyljum. Veiðisvæðið nær frá upptökum fljótsins niður að Bjarnafossi. Hluti svæðisins er vel aðgengilegur á bíl en stór hluti krefst göngu og því meira sem veiðimenn eru til í að ganga, þeim mun betri árangri má búast við.
Stangveiði Mest lesið Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Veitt út mánuðinn í Ytri-Rangá Veiði Ekki neitt, neitt segir lundaveiðimaður Veiði 30 punda lax á land á Nesi Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Laxá í Ásum farin að sýna laxana Veiði Fín opnun í Vatnsdalsá Veiði