Mögulega hafi mátt gera hlutina öðruvísi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 21:12 Boris Johnson hefur verið forsætisráðherra Bretlands í eitt ár upp á dag. WILL OLIVER/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að ríkisstjórn hans skildi ekki kórónuveiruna „á fyrstu vikum og mánuðum“ faraldursins í Bretlandi. Þá sagði hann að suma hluti hefði mögulega mátt gera öðruvísi. Þetta kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Johnson. Þar sagði hann einnig að draga mætti lærdóm af faraldrinum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn hefur sakað ríkisstjórn Johsons, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, um að bregðast rangt við útbreiðslu veirunnar í Bretlandi. Yfir 45.000 manns hafa látið lífið af völdum veirunnar í Bretlandi og tæplega 300.000 greinst með hana. „Við skildum ekki veirunni á þann hátt sem við hefðum viljað á fyrstu vikunum og mánuðunum,“ sagði Johnson í viðtalinu, sem tekið var í tilefni þess að ár er liðið síðan hann tók við af Theresu May sem forsætisráðherra. „Það mikilvægasta sem við áttuðum okkur ekki á í upphafi var hvernig veiran gat smitast milli manna í gegn um einkennalausa smitbera.“ Tíminn til að líta til baka komi síðar Þá sagðist forsætisráðherrann telja að kryfja þurfi viðbrögð stjórnvalda í upphafi faraldursins, en tækifæri til þess muni koma síðar. „Kannski hefðum við getað gert suma hluti öðruvísi og sá tími mun koma þar sem ráðrúm veitist til að átta okkur á hvað við hefðum getað gert, eða gert öðruvísi.“ Þá sagði hann þjóðina syrgja þau sem hafa orðið veirunni að bráð. „Við syrgjum hvert og eitt einasta þeirra sem týndi lífi sínu og hugur okkar er hjá fjölskyldum þeirra. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ríkisstjórnin gerði.“ Johnson var í apríl síðastliðinn lagður inn á gjörgæslu með veiruna. Hann sagði síðar að brugðið hefði getað til beggja vona hvað hann sjálfan varðaði, og þakkaði heilbrigðisstarfsfólkinu sem sá um hann og hrósaði breska heilbrigðiskerfinu í hástert. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að ríkisstjórn hans skildi ekki kórónuveiruna „á fyrstu vikum og mánuðum“ faraldursins í Bretlandi. Þá sagði hann að suma hluti hefði mögulega mátt gera öðruvísi. Þetta kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Johnson. Þar sagði hann einnig að draga mætti lærdóm af faraldrinum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn hefur sakað ríkisstjórn Johsons, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, um að bregðast rangt við útbreiðslu veirunnar í Bretlandi. Yfir 45.000 manns hafa látið lífið af völdum veirunnar í Bretlandi og tæplega 300.000 greinst með hana. „Við skildum ekki veirunni á þann hátt sem við hefðum viljað á fyrstu vikunum og mánuðunum,“ sagði Johnson í viðtalinu, sem tekið var í tilefni þess að ár er liðið síðan hann tók við af Theresu May sem forsætisráðherra. „Það mikilvægasta sem við áttuðum okkur ekki á í upphafi var hvernig veiran gat smitast milli manna í gegn um einkennalausa smitbera.“ Tíminn til að líta til baka komi síðar Þá sagðist forsætisráðherrann telja að kryfja þurfi viðbrögð stjórnvalda í upphafi faraldursins, en tækifæri til þess muni koma síðar. „Kannski hefðum við getað gert suma hluti öðruvísi og sá tími mun koma þar sem ráðrúm veitist til að átta okkur á hvað við hefðum getað gert, eða gert öðruvísi.“ Þá sagði hann þjóðina syrgja þau sem hafa orðið veirunni að bráð. „Við syrgjum hvert og eitt einasta þeirra sem týndi lífi sínu og hugur okkar er hjá fjölskyldum þeirra. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ríkisstjórnin gerði.“ Johnson var í apríl síðastliðinn lagður inn á gjörgæslu með veiruna. Hann sagði síðar að brugðið hefði getað til beggja vona hvað hann sjálfan varðaði, og þakkaði heilbrigðisstarfsfólkinu sem sá um hann og hrósaði breska heilbrigðiskerfinu í hástert.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira