Fékk gult spjald fyrir að fagna góðri tæklingu samherja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2020 13:28 Sigurður fagnar Ívari eftir góðan varnarleik vinstri bakvarðarins. vísir/stöð 2 sport Það vantaði ekkert upp á baráttugleðina og samstöðuna hjá HK-ingum í leiknum gegn Blikum í Kórnum í gær. HK vann 1-0 sigur með marki Birnis Snæs Ingasonar. HK-ingar vörðust með kjafti og klóm og voru duglegir að fagna vel heppnuðum varnarleik, enginn þó meira en markvörðurinn Sigurður Hrannar Björnsson. Á 68. mínútu komst Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í góða stöðu en Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður HK, stöðvaði hann með góðri tæklingu. Hann var snöggur aftur á fætur og tæklaði boltann í Alexander Helga Sigurðarson og aftur fyrir. Sigurður var svo ánægður með varnarleik Ívars að hann hljóp úr markinu til að fagna honum. Agli Arnari Sigurþórssyni, dómara leiksins, fannst full vel í fagnaðarlætin lagt og gaf Sigurði gula spjaldið. „Mér finnst fáránlegt að hann fái gult spjald. Þegar við varnarhlunkarnir náum einni góðri tæklingu er það eins og skora mark fyrir okkur,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Gerðu það fyrir mig dómari að sleppa að spjalda fyrir svona.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Fékk gult fyrir að fagna tæklingu Sigurður hefur leikið alla leiki HK á þessu tímabili í fjarveru Arnars Freys Ólafssonar. Hann hefur gert sín mistök en haldið hreinu í sigrum á tveimur af bestu liðum landsins, KR og Breiðabliki. „Þetta er mikill sigur fyrir hann. Mér fannst hann njóta þess að spila þennan leik, svolítið keimlíkt því sem hann gerði gegn KR. Hann fær tækifæri upp í hendurnar sem hann hefur aldrei áður fengið, að spila stórleiki í efstu deild, og greip það svo sannarlega gegn KR,“ sagði Reynir um Sigurð. „Svo byggist upp einhver pressa og það er mikil umfjöllun um deildina og getur haft áhrif á menn. En mér fannst hann eins og hann hefði kastað því öllu út um gluggann, mætt og fundist hann ekki hafa neinu að tapa og notið þess að spila þennan grannaslag. Og hann var frábær í þessum leik.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Frammistaða Sigurðar gegn Breiðabliki Sigurður, sem er 26 ára, lék áður með Víkingi R., Tindastóli, Hetti, Fram og Aftureldingu. Hann hefur verið hjá HK síðan 2018. Næsti leikur HK er gegn Fylki í Árbænum á mánudaginn. Liðið mætir svo Aftureldingu í Kórnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Sjáðu sigurmarkið í Kópavogsslagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumufleygi Stjörnumanna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn. 24. júlí 2020 08:01 Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 „Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 24. júlí 2020 06:30 Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Það vantaði ekkert upp á baráttugleðina og samstöðuna hjá HK-ingum í leiknum gegn Blikum í Kórnum í gær. HK vann 1-0 sigur með marki Birnis Snæs Ingasonar. HK-ingar vörðust með kjafti og klóm og voru duglegir að fagna vel heppnuðum varnarleik, enginn þó meira en markvörðurinn Sigurður Hrannar Björnsson. Á 68. mínútu komst Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í góða stöðu en Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður HK, stöðvaði hann með góðri tæklingu. Hann var snöggur aftur á fætur og tæklaði boltann í Alexander Helga Sigurðarson og aftur fyrir. Sigurður var svo ánægður með varnarleik Ívars að hann hljóp úr markinu til að fagna honum. Agli Arnari Sigurþórssyni, dómara leiksins, fannst full vel í fagnaðarlætin lagt og gaf Sigurði gula spjaldið. „Mér finnst fáránlegt að hann fái gult spjald. Þegar við varnarhlunkarnir náum einni góðri tæklingu er það eins og skora mark fyrir okkur,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max tilþrifunum í gær. „Gerðu það fyrir mig dómari að sleppa að spjalda fyrir svona.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Fékk gult fyrir að fagna tæklingu Sigurður hefur leikið alla leiki HK á þessu tímabili í fjarveru Arnars Freys Ólafssonar. Hann hefur gert sín mistök en haldið hreinu í sigrum á tveimur af bestu liðum landsins, KR og Breiðabliki. „Þetta er mikill sigur fyrir hann. Mér fannst hann njóta þess að spila þennan leik, svolítið keimlíkt því sem hann gerði gegn KR. Hann fær tækifæri upp í hendurnar sem hann hefur aldrei áður fengið, að spila stórleiki í efstu deild, og greip það svo sannarlega gegn KR,“ sagði Reynir um Sigurð. „Svo byggist upp einhver pressa og það er mikil umfjöllun um deildina og getur haft áhrif á menn. En mér fannst hann eins og hann hefði kastað því öllu út um gluggann, mætt og fundist hann ekki hafa neinu að tapa og notið þess að spila þennan grannaslag. Og hann var frábær í þessum leik.“ Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Frammistaða Sigurðar gegn Breiðabliki Sigurður, sem er 26 ára, lék áður með Víkingi R., Tindastóli, Hetti, Fram og Aftureldingu. Hann hefur verið hjá HK síðan 2018. Næsti leikur HK er gegn Fylki í Árbænum á mánudaginn. Liðið mætir svo Aftureldingu í Kórnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Sjáðu sigurmarkið í Kópavogsslagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumufleygi Stjörnumanna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn. 24. júlí 2020 08:01 Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 „Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 24. júlí 2020 06:30 Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Sjáðu sigurmarkið í Kópavogsslagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumufleygi Stjörnumanna Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn. 24. júlí 2020 08:01
Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30
„Ekki til betri leikur til að rífa sig í gang“ „Ég var aldrei stressaður,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson laufléttur í bragði eftir 1-0 sigur HK gegn Breiðabliki í Kópavogsslagnum í Kórnum í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 24. júlí 2020 06:30
Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. 23. júlí 2020 22:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15