Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu.
Þetta sagði David Frost, aðalsamningamaður Bretlands, í dag. Viðræður standa enn yfir um hina ýmsu þætti framtíðarsambands Bretlands og ESB en ganga hægt.
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, var svartsýnn á blaðamannafundi og sagði viljaleysi Breta til þess að gera samkomulag um meðal annars sjávarútvegsmál gera fríverslunarsamning fjarlægan draum.
„Ef við náum ekki samkomulagi verður allt mun flóknara. Til að mynda í viðskiptum. Til viðbótar við nýjar reglur verða tollar og innflutningskvótar. Þetta er raunveruleiki Brexit,“ sagði Barnier.