Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs áhyggjuefni Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 22. júlí 2020 21:00 Ari Skúlason er hagfræðingur hjá Landsbankanum. Stöð 2 Það er áhyggjuefni að ekki hafi reglubundið verið lagt til hliðar vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs að mati hagfræðings. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar námu í fyrra tæpum fjórðungi af landsframleiðslu. Í nýlegri hagsjá Landsbankans kemur fram ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafi við lok síðasta árs numið rúmlega 720 milljörðum króna. Það er aukning upp á tólf prósent sem er meira en síðustu tvö ár þar á undan. Þannig námu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar tæplega fjórðungi af vergri landsframleiðslu í fyrra. Þá hækkuðu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar um rúm 20% milli áranna 2015 og 2016 en um 17% árið þar áður að því er fram kemur í hagsjánni. Í fyrra hafi um 270 milljarðar verið greiddir upp í lífeyrisskuldbindingar. „Þetta er náttúrlega stærð sem bara vex og vex. Lífeyrisskuldbindingarnar þær aukast miðað við hvað fjölgar fólki á lífeyrisaldri og líka hvernig launin breytast í samfélaginu,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Þetta sé áhyggjuefni fyrir ríkissjóð til lengri tíma. „Þetta er eitthvað sem þyrfti að leggja fyrir frá degi til dags en það hefur ekki verið gert í langan tíma þannig að þetta er bara skuld sem að eykst, svona skuldbinding sem eykst með árunum. Hún er alltaf að aukast ár eftir ár,“ segir Ari. Umfangið sé gríðarlegt. „Við erum að tala um það til dæmis núna, þegar við gerum upp þetta ár ríkissjóður, þá hafa forráðamenn talað um kannski 300 milljarða halla, þetta er tæplega þreföld sú tala sem að þarna liggur. Þannig að þetta eru stórar, stórar tölur.“ Efnahagsþrengingar af völdum kórónuveirufaraldursins bæti gráu ofan á svart. „Það lítur þannig út að þeir sem eru núna við stjórnvölinn þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að þetta er vandamál sem kemur svolítið seinna. Þetta kemur einhvern tímann í bakið á ríkissjóði,“ segir Ari. „Miðað við þá stöðu sem ríkissjóður er í núna og það sem hann hefur þurft að taka á sig í Covid-kreppunni, þá náttúrlega er það bara viðbót. Þannig að ríkissjóður er náttúrlega búinn að bæta á sig alveg verulega miklu og er þar að auki með þessar verulegu lífeyrisskuldbindingar á bakinu.“ Lífeyrissjóðir Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Það er áhyggjuefni að ekki hafi reglubundið verið lagt til hliðar vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs að mati hagfræðings. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar námu í fyrra tæpum fjórðungi af landsframleiðslu. Í nýlegri hagsjá Landsbankans kemur fram ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafi við lok síðasta árs numið rúmlega 720 milljörðum króna. Það er aukning upp á tólf prósent sem er meira en síðustu tvö ár þar á undan. Þannig námu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar tæplega fjórðungi af vergri landsframleiðslu í fyrra. Þá hækkuðu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar um rúm 20% milli áranna 2015 og 2016 en um 17% árið þar áður að því er fram kemur í hagsjánni. Í fyrra hafi um 270 milljarðar verið greiddir upp í lífeyrisskuldbindingar. „Þetta er náttúrlega stærð sem bara vex og vex. Lífeyrisskuldbindingarnar þær aukast miðað við hvað fjölgar fólki á lífeyrisaldri og líka hvernig launin breytast í samfélaginu,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Þetta sé áhyggjuefni fyrir ríkissjóð til lengri tíma. „Þetta er eitthvað sem þyrfti að leggja fyrir frá degi til dags en það hefur ekki verið gert í langan tíma þannig að þetta er bara skuld sem að eykst, svona skuldbinding sem eykst með árunum. Hún er alltaf að aukast ár eftir ár,“ segir Ari. Umfangið sé gríðarlegt. „Við erum að tala um það til dæmis núna, þegar við gerum upp þetta ár ríkissjóður, þá hafa forráðamenn talað um kannski 300 milljarða halla, þetta er tæplega þreföld sú tala sem að þarna liggur. Þannig að þetta eru stórar, stórar tölur.“ Efnahagsþrengingar af völdum kórónuveirufaraldursins bæti gráu ofan á svart. „Það lítur þannig út að þeir sem eru núna við stjórnvölinn þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að þetta er vandamál sem kemur svolítið seinna. Þetta kemur einhvern tímann í bakið á ríkissjóði,“ segir Ari. „Miðað við þá stöðu sem ríkissjóður er í núna og það sem hann hefur þurft að taka á sig í Covid-kreppunni, þá náttúrlega er það bara viðbót. Þannig að ríkissjóður er náttúrlega búinn að bæta á sig alveg verulega miklu og er þar að auki með þessar verulegu lífeyrisskuldbindingar á bakinu.“
Lífeyrissjóðir Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira