Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 12:00 Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun áhafnar á Herjólfi sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi var aflýst. Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. Félagsmenn Sjómannafélags Íslands sem starfa á Herjólfi gripu til aðgerða fyrr í mánuðinum og lágu áætlunarferðir Herjólfs niðri í alls tvo daga í síðustu og þar síðustu viku. Þriggja daga vinnustöðvun átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi en henni var aflýst. „Það var samtal í gær sem við áttum við útgerðina, samkomulag um viðræðuáætlun og um að vera búin að ljúka henni fyrir 17. ágúst, það var það sem breytti því,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands. Nú var langt á milli aðila, hefur það ekkert breyst? „Við tókum nýjan vinkil á þetta, það voru menn sammála um og gátum mæst þar í þessari viðræðuáætlun, það var nú aðalatriðið,“ svarar Bergur sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. En hvað felst í þessari viðræðuáætlun sem þið leggið upp með? „Það er að klára starfslýsingu þerna og háseta og skoða forsendur starfsaldurshækkana sem eru ekki þarna, skoðum vinnutímastyttingu samkvæmt lífskjarasamningi og líka koma á hvíldarákvæðum í samræmi við alþjóðalög,“ svarar Bergur. Þá stendur einnig til að skoða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamninginn með sérfróðum aðila. Tveggja daga vinnustöðvun var boðuð í síðustu viku en seinni daginn var ákveðið að sigla gamla Herjólfi milli lands og Eyja sem Sjómannafélagið segir vera lögbrot. Bergur segir að deiluaðilar hafi fundið fyrir miklum þrýstingi. „Það er alltaf þrýstingur sem að fylgir þessu. Að boða til vinnustöðvunar er bara neyðarúrræði en verkfallið skilaði okkur þangað sem við erum komnir í dag,“ segir Bergur og vísar aftur til samkomulags um viðræðuáætlun. „Það er alltaf ákveðinn þrýstingur sem er á alla aðila í svona málum.“ Tengdar fréttir Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07 Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Vinnustöðvun áhafnar á Herjólfi sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi var aflýst. Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. Félagsmenn Sjómannafélags Íslands sem starfa á Herjólfi gripu til aðgerða fyrr í mánuðinum og lágu áætlunarferðir Herjólfs niðri í alls tvo daga í síðustu og þar síðustu viku. Þriggja daga vinnustöðvun átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi en henni var aflýst. „Það var samtal í gær sem við áttum við útgerðina, samkomulag um viðræðuáætlun og um að vera búin að ljúka henni fyrir 17. ágúst, það var það sem breytti því,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands. Nú var langt á milli aðila, hefur það ekkert breyst? „Við tókum nýjan vinkil á þetta, það voru menn sammála um og gátum mæst þar í þessari viðræðuáætlun, það var nú aðalatriðið,“ svarar Bergur sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. En hvað felst í þessari viðræðuáætlun sem þið leggið upp með? „Það er að klára starfslýsingu þerna og háseta og skoða forsendur starfsaldurshækkana sem eru ekki þarna, skoðum vinnutímastyttingu samkvæmt lífskjarasamningi og líka koma á hvíldarákvæðum í samræmi við alþjóðalög,“ svarar Bergur. Þá stendur einnig til að skoða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamninginn með sérfróðum aðila. Tveggja daga vinnustöðvun var boðuð í síðustu viku en seinni daginn var ákveðið að sigla gamla Herjólfi milli lands og Eyja sem Sjómannafélagið segir vera lögbrot. Bergur segir að deiluaðilar hafi fundið fyrir miklum þrýstingi. „Það er alltaf þrýstingur sem að fylgir þessu. Að boða til vinnustöðvunar er bara neyðarúrræði en verkfallið skilaði okkur þangað sem við erum komnir í dag,“ segir Bergur og vísar aftur til samkomulags um viðræðuáætlun. „Það er alltaf ákveðinn þrýstingur sem er á alla aðila í svona málum.“
Tengdar fréttir Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07 Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07
Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23
Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24