Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Sylvía Hall og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 20. júlí 2020 08:01 Emmanuel Macron vill að björgunarpakkinn verði samþykktur, en hann er sagður hafa hótað því að hætta í viðræðunum í nótt. Vísir/Getty Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni og hafa viðræður þeirra nú staðið í fjóra daga án árangurs. Leiðtogarnir hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir þeirra frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að að enn sé mikill ágreiningur uppi en stefnt er að því að komast að samkomulagi á sama tíma og samið verði um fjárlög Evrópusambandsins til næstu sjö ára. Sum ríki telja að áætlunin, sem gerir ráð fyrir björgunarpakka upp á 750 milljarða evra, sé allt of viðamikil og kostnaðarsöm, og vilja frekar að um lán verði að ræða til ríkja í stað styrkja. Viðræður stóðu yfir í alla nótt og í morgun mun Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafa hótað að hætta í viðræðunum, en hann vill að björgunarpakkinn verði samþykktur. Svíar og Hollendingar hafa lagst gegn pakkanum og vilja hafa hann í formi lána til ríkja sem á aðstoð þurfa að halda. Charles Michael, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, skarst í leikinn og minnti leiðtogana á að yfir 600 þúsund manns hefðu dáið vegna veirunnar á heimsvísu. Hann vonaðist til þess að sátt næðist um aðgerðirnar og þeim myndi „takast það ómögulega“ í dag. Viðræðum verður fram haldið síðar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19. júlí 2020 16:41 Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna. 17. júlí 2020 19:30 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni og hafa viðræður þeirra nú staðið í fjóra daga án árangurs. Leiðtogarnir hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir þeirra frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að að enn sé mikill ágreiningur uppi en stefnt er að því að komast að samkomulagi á sama tíma og samið verði um fjárlög Evrópusambandsins til næstu sjö ára. Sum ríki telja að áætlunin, sem gerir ráð fyrir björgunarpakka upp á 750 milljarða evra, sé allt of viðamikil og kostnaðarsöm, og vilja frekar að um lán verði að ræða til ríkja í stað styrkja. Viðræður stóðu yfir í alla nótt og í morgun mun Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafa hótað að hætta í viðræðunum, en hann vill að björgunarpakkinn verði samþykktur. Svíar og Hollendingar hafa lagst gegn pakkanum og vilja hafa hann í formi lána til ríkja sem á aðstoð þurfa að halda. Charles Michael, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, skarst í leikinn og minnti leiðtogana á að yfir 600 þúsund manns hefðu dáið vegna veirunnar á heimsvísu. Hann vonaðist til þess að sátt næðist um aðgerðirnar og þeim myndi „takast það ómögulega“ í dag. Viðræðum verður fram haldið síðar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19. júlí 2020 16:41 Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna. 17. júlí 2020 19:30 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19. júlí 2020 16:41
Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna. 17. júlí 2020 19:30