Kanye West hélt óhefðbundinn stuðningsmannafund Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2020 07:24 Þrátt fyrir að hafa lýst yfir stuðningi við Donald Trump áður hefur Kanye West gefið það út að hann muni bjóða sig fram gegn honum í forsetakosningunum. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Kanye West virðist hafa hafið kosningabaráttu sína í gær með óhefðbundnum stuðningsmannafundi í Charleston í Suður-Karólínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrir um tveimur vikum tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að hann hygðist bjóða sig fram. Margt er óljóst varðandi framboðið og fullyrti kosningaráðgjafi hans í síðustu viku að kosningabaráttunni væri lokið. Svo virðist ekki vera ef marka má lýsingar af fundinum í Charleston, þó ekkert virðist vera staðfest í þeim efnum. Margir telja þó framboðið vera kynningarbrellu, enda hefur fresturinn til þess að bjóða sig fram runnið út í mörgum ríkjum og þarf hann að safna tilteknum fjölda undirskrifta til þess að eiga möguleika í öðrum. Þá hafa sumir aðdáendur lýst yfir áhyggjum af andlegri heilsu hans og telja hann á villigötum. West segist bjóða sig fram sem fyrir sinn eigin flokk sem kallast „Birthday Party“ og myndi útleggjast á íslensku sem Afmælisflokkurinn, þó nafnið eigi líklegast að vera skírskotun í veislur. Á fundinum fór hann yfir ýmis stefnumál, meðal annars þungunarrof, sem hann segir eiga að vera löglegt þó hann sé ekki hlynntur því. „Þungunarrof ætti að vera löglegt því vitið þið hvað? Lögin eru ekki gerð af guði hvort sem er, svo hvað er lögmætt?“ spurði West. Hann er sagður hafa brotnað niður þegar hann fór að ræða málefnið og tilkynnt áhorfendum að foreldrar hans hefðu næstum því kosið að fara þá leið þegar þau áttu von á honum. Hefðu þau gert það „væri enginn Kanye West, því pabbi var of upptekin“. Því næst ræddi hann fæðingu dóttur sinnar North West, sem er fyrsta barn hans með eiginkonu sinni Kim Kardashian, og sagðist sjálfur ekki talið sig tilbúinn til þess að eignast barn. „Ég drap næstum dóttur mína… sama þótt eiginkona kona mín myndi skilja við mig eftir þessa ræðu, þá kom hún North í heiminn, meira segja þegar ég vildi það ekki.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. 5. júlí 2020 22:45 Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kanye West virðist hafa hafið kosningabaráttu sína í gær með óhefðbundnum stuðningsmannafundi í Charleston í Suður-Karólínu samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrir um tveimur vikum tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að hann hygðist bjóða sig fram. Margt er óljóst varðandi framboðið og fullyrti kosningaráðgjafi hans í síðustu viku að kosningabaráttunni væri lokið. Svo virðist ekki vera ef marka má lýsingar af fundinum í Charleston, þó ekkert virðist vera staðfest í þeim efnum. Margir telja þó framboðið vera kynningarbrellu, enda hefur fresturinn til þess að bjóða sig fram runnið út í mörgum ríkjum og þarf hann að safna tilteknum fjölda undirskrifta til þess að eiga möguleika í öðrum. Þá hafa sumir aðdáendur lýst yfir áhyggjum af andlegri heilsu hans og telja hann á villigötum. West segist bjóða sig fram sem fyrir sinn eigin flokk sem kallast „Birthday Party“ og myndi útleggjast á íslensku sem Afmælisflokkurinn, þó nafnið eigi líklegast að vera skírskotun í veislur. Á fundinum fór hann yfir ýmis stefnumál, meðal annars þungunarrof, sem hann segir eiga að vera löglegt þó hann sé ekki hlynntur því. „Þungunarrof ætti að vera löglegt því vitið þið hvað? Lögin eru ekki gerð af guði hvort sem er, svo hvað er lögmætt?“ spurði West. Hann er sagður hafa brotnað niður þegar hann fór að ræða málefnið og tilkynnt áhorfendum að foreldrar hans hefðu næstum því kosið að fara þá leið þegar þau áttu von á honum. Hefðu þau gert það „væri enginn Kanye West, því pabbi var of upptekin“. Því næst ræddi hann fæðingu dóttur sinnar North West, sem er fyrsta barn hans með eiginkonu sinni Kim Kardashian, og sagðist sjálfur ekki talið sig tilbúinn til þess að eignast barn. „Ég drap næstum dóttur mína… sama þótt eiginkona kona mín myndi skilja við mig eftir þessa ræðu, þá kom hún North í heiminn, meira segja þegar ég vildi það ekki.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. 5. júlí 2020 22:45 Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. 5. júlí 2020 22:45
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05