Golf

Erfiður lokahringur hjá Guðmundi og Haraldi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Getty/Tony Marshall

Kylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús voru meðal keppenda á lokadegi Euram Bank Open sem fór fram í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni sem og Áskorendamótaröðinni.

Þeim fataðist heldur flugið á lokahringnum því Haraldur, sem var á fjórum höggum undir pari fyrir lokahringinn, lauk keppni á samtals einu höggi yfir pari. Skilaði það honum jöfnum í 50.sæti mótsins.

Guðmundur Ágúst spilaði lokahringinn örlítið betur en Haraldur því hann fór hringinn á fjórum höggum yfir pari. Endaði hann því á samtals þremur höggum yfir pari og jafn í 57.sæti.

Smelltu hér til að sjá heildarstöðuna í mótinu.


Tengdar fréttir

Haraldur kominn upp fyrir Guðmund

Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði engum takti á Euram Bank golf mótinu sem fer fram í Austurríki þessa daganna en Haraldur Franklín Magnús er kominn upp fyrir Guðmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×