730 koma með Norrænu í dag Sylvía Hall og Telma Tómasson skrifa 16. júlí 2020 07:02 730 farþegar eru um borð í Norrænu. Vísir/Jói K Einn farþegi um borð í Norrænu greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag og hefur hann verið í einangrun ásamt fimm öðrum, sem eru á ferð með honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort um gamalt eða virkt smit sé að ræða en frekari sýnataka og mótefnamæling fer fram þegar skipið kemur til Seyðisfjarðar nú í morgunsárið. Viðkomandi ber ekki einkenni veirunnar né heldur samferðafólk hans. Aðrir farþegar eru ekki taldir útsettir fyrir smiti og verða því ekki fyrir áhrifum vegna þessa, en um 730 farþegar eru um borð í Norrænu í þetta sinn. Sex lönd undanþegin skimun og sóttkví Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Þó eru skilyrði að ferðamenn hafi ekki heimsótt áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komuna. Íslendingar sem snúa aftur heim eru einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum en eru þó hvattir til þess að fara varlega fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og félagsforðunar er sérstaklega áréttað. Þeir einstaklingar sem hafa íslenskt ríkisfang eða eru búsettir á Íslandi og koma frá löndum sem tilheyra áhættusvæði þurfa áfram að fara í skimun á landamærunum, viðhafa heimkomusmitgát og fara í aðra sýnatöku fjórum til sex dögum eftir heimkomu eftir þær reglur sem tóku gildi á mánudag. Er það gert þar sem smithætta er talin vera meiri hjá einstaklingum sem eru í nánum tengslum við aðra í samfélaginu og geta þannig smitað fleiri dagsdaglega. Á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að það sé eðlilegt að falla frá stífum kröfum á ferðamenn frá þessum löndum í ljósi aðstæðna. „Þegar þróun Covid-19 faraldursins er skoðaður sl. 14 daga skv. upplýsingum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) kemur í ljós að útbreiðsla faraldursins er hvað minnst á Norðurlöndunum utan Svíþjóðar og í Þýskalandi. Þessu til viðbótar höfum við vitað að erlendir ferðamenn séu almennt ólíklegir til þess að smita út frá sér,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Einn farþegi um borð í Norrænu greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag og hefur hann verið í einangrun ásamt fimm öðrum, sem eru á ferð með honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort um gamalt eða virkt smit sé að ræða en frekari sýnataka og mótefnamæling fer fram þegar skipið kemur til Seyðisfjarðar nú í morgunsárið. Viðkomandi ber ekki einkenni veirunnar né heldur samferðafólk hans. Aðrir farþegar eru ekki taldir útsettir fyrir smiti og verða því ekki fyrir áhrifum vegna þessa, en um 730 farþegar eru um borð í Norrænu í þetta sinn. Sex lönd undanþegin skimun og sóttkví Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Þó eru skilyrði að ferðamenn hafi ekki heimsótt áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komuna. Íslendingar sem snúa aftur heim eru einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum en eru þó hvattir til þess að fara varlega fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og félagsforðunar er sérstaklega áréttað. Þeir einstaklingar sem hafa íslenskt ríkisfang eða eru búsettir á Íslandi og koma frá löndum sem tilheyra áhættusvæði þurfa áfram að fara í skimun á landamærunum, viðhafa heimkomusmitgát og fara í aðra sýnatöku fjórum til sex dögum eftir heimkomu eftir þær reglur sem tóku gildi á mánudag. Er það gert þar sem smithætta er talin vera meiri hjá einstaklingum sem eru í nánum tengslum við aðra í samfélaginu og geta þannig smitað fleiri dagsdaglega. Á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að það sé eðlilegt að falla frá stífum kröfum á ferðamenn frá þessum löndum í ljósi aðstæðna. „Þegar þróun Covid-19 faraldursins er skoðaður sl. 14 daga skv. upplýsingum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) kemur í ljós að útbreiðsla faraldursins er hvað minnst á Norðurlöndunum utan Svíþjóðar og í Þýskalandi. Þessu til viðbótar höfum við vitað að erlendir ferðamenn séu almennt ólíklegir til þess að smita út frá sér,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira