730 koma með Norrænu í dag Sylvía Hall og Telma Tómasson skrifa 16. júlí 2020 07:02 730 farþegar eru um borð í Norrænu. Vísir/Jói K Einn farþegi um borð í Norrænu greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag og hefur hann verið í einangrun ásamt fimm öðrum, sem eru á ferð með honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort um gamalt eða virkt smit sé að ræða en frekari sýnataka og mótefnamæling fer fram þegar skipið kemur til Seyðisfjarðar nú í morgunsárið. Viðkomandi ber ekki einkenni veirunnar né heldur samferðafólk hans. Aðrir farþegar eru ekki taldir útsettir fyrir smiti og verða því ekki fyrir áhrifum vegna þessa, en um 730 farþegar eru um borð í Norrænu í þetta sinn. Sex lönd undanþegin skimun og sóttkví Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Þó eru skilyrði að ferðamenn hafi ekki heimsótt áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komuna. Íslendingar sem snúa aftur heim eru einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum en eru þó hvattir til þess að fara varlega fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og félagsforðunar er sérstaklega áréttað. Þeir einstaklingar sem hafa íslenskt ríkisfang eða eru búsettir á Íslandi og koma frá löndum sem tilheyra áhættusvæði þurfa áfram að fara í skimun á landamærunum, viðhafa heimkomusmitgát og fara í aðra sýnatöku fjórum til sex dögum eftir heimkomu eftir þær reglur sem tóku gildi á mánudag. Er það gert þar sem smithætta er talin vera meiri hjá einstaklingum sem eru í nánum tengslum við aðra í samfélaginu og geta þannig smitað fleiri dagsdaglega. Á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að það sé eðlilegt að falla frá stífum kröfum á ferðamenn frá þessum löndum í ljósi aðstæðna. „Þegar þróun Covid-19 faraldursins er skoðaður sl. 14 daga skv. upplýsingum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) kemur í ljós að útbreiðsla faraldursins er hvað minnst á Norðurlöndunum utan Svíþjóðar og í Þýskalandi. Þessu til viðbótar höfum við vitað að erlendir ferðamenn séu almennt ólíklegir til þess að smita út frá sér,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Einn farþegi um borð í Norrænu greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag og hefur hann verið í einangrun ásamt fimm öðrum, sem eru á ferð með honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort um gamalt eða virkt smit sé að ræða en frekari sýnataka og mótefnamæling fer fram þegar skipið kemur til Seyðisfjarðar nú í morgunsárið. Viðkomandi ber ekki einkenni veirunnar né heldur samferðafólk hans. Aðrir farþegar eru ekki taldir útsettir fyrir smiti og verða því ekki fyrir áhrifum vegna þessa, en um 730 farþegar eru um borð í Norrænu í þetta sinn. Sex lönd undanþegin skimun og sóttkví Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Þó eru skilyrði að ferðamenn hafi ekki heimsótt áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komuna. Íslendingar sem snúa aftur heim eru einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum en eru þó hvattir til þess að fara varlega fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og félagsforðunar er sérstaklega áréttað. Þeir einstaklingar sem hafa íslenskt ríkisfang eða eru búsettir á Íslandi og koma frá löndum sem tilheyra áhættusvæði þurfa áfram að fara í skimun á landamærunum, viðhafa heimkomusmitgát og fara í aðra sýnatöku fjórum til sex dögum eftir heimkomu eftir þær reglur sem tóku gildi á mánudag. Er það gert þar sem smithætta er talin vera meiri hjá einstaklingum sem eru í nánum tengslum við aðra í samfélaginu og geta þannig smitað fleiri dagsdaglega. Á vef Stjórnarráðsins er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að það sé eðlilegt að falla frá stífum kröfum á ferðamenn frá þessum löndum í ljósi aðstæðna. „Þegar þróun Covid-19 faraldursins er skoðaður sl. 14 daga skv. upplýsingum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) kemur í ljós að útbreiðsla faraldursins er hvað minnst á Norðurlöndunum utan Svíþjóðar og í Þýskalandi. Þessu til viðbótar höfum við vitað að erlendir ferðamenn séu almennt ólíklegir til þess að smita út frá sér,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira