Það verður stuð og stemning er Liverpool lyftir enska meistaratitlinum í næstu viku eftir þrjátíu ára bið.
Liverpool varð enskur meistari undir lok síðasta mánaðar en þeir hafa verið langbesta liðið á Englandi í ár.
Bikarafhendingin verður eftir leikinn gegn Chelsea næsta miðvikudag er liðin mætast á Anfield en það er síðasti heimaleikur Liverpool þetta tímabilið.
King Kenny will be involved in the celebrations.https://t.co/pPCr0vsNXa
— Mirror Football (@MirrorFootball) July 15, 2020
Félagið hefur fengið leyfi frá ensku úrvalsdeildinni til þess að Kenny Dalglish, goðsögn hjá félaginu, fái að taka þátt í bikarafhendingunni en hann mun afhenda leikmönnum og þjálfurum Liverpool gullmedalíurnar.
Dalglish varð fimm sinnum enskur meistari með Liverpool sem leikmaður, einu sinni sem spilandi þjálfari og þrisvar sinnum sem stjóri. Einnig varð hann einu sinni enskur meistari með Blackburn.
Enginn afhending verður þó á bikarnum heldur mun Jordan Henderson, fyrirliði liðsins, sækja bikarinn sjálfur af litlum palli sem verður inni á vellinum.