Segir kosningabaráttu Kanye West lokið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:54 Kanye West, með rauða derhúfu, á fundi með Donald Trump í forsetaskrifstofunni í október árið 2018. Ap/Evan Vucci Kosningabaráttu Kanye West er lokið, rúmri viku eftir að hún hófst. Þetta fullyrðir kosningaráðgjafinn Steve Kramer sem segist hafa unnið að kjöri tónlistarmannsins litskrúðuga. West tilkynnti um forsetaframboð sitt 5. júlí síðastliðinn. Í samtali við New York Magazine segir Kramer að tónlistarmanninum hafi verið full alvara með framboði sínu. Unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma nafni hans á kjörseðilinn í Flórída og Suður-Karólínu. Rúmlega 180 manns hafi þannig reynt að safna undirskriftum fyrir West í ríkjunum tveimur til að tryggja að framboð hans næði fram að ganga. Allt hafi þó komið fyrir ekki. Kramer segir að starfslið West hafi vissulega verið vonsvikið með málalyktir, ekki aðeins vegna atvinnumissisins heldur jafnframt vegna þess að það hafði trú á framboði tónlistarmannsins. Forsetaframboð séu flókið og viðamikið verkefni, það sé alvanalegt að óreyndir frambjóðendur láti flækjustigið stöðva sig að sögn Kramer. Donald Trump hafi þannig margoft gælt við forsetaframboð áður en hann lét til skarar skríða árið 2015, með víðfrægum árangri. Rétt er þó að taka fram að engin formleg tilkynning hefur enn borist úr herbúðum West. Hann sendi síðast frá sér kosningatengt efni 9. júlí síðastliðinn, en á myndbandinu hér að neðan má sjá tónlistarmanninn skrá sig á kjörskrá. To vote click below https://t.co/LRJ8hC5rGi#2020VISION pic.twitter.com/MJOVGYYYvQ— ye (@kanyewest) July 9, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tónlist Donald Trump Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Kosningabaráttu Kanye West er lokið, rúmri viku eftir að hún hófst. Þetta fullyrðir kosningaráðgjafinn Steve Kramer sem segist hafa unnið að kjöri tónlistarmannsins litskrúðuga. West tilkynnti um forsetaframboð sitt 5. júlí síðastliðinn. Í samtali við New York Magazine segir Kramer að tónlistarmanninum hafi verið full alvara með framboði sínu. Unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma nafni hans á kjörseðilinn í Flórída og Suður-Karólínu. Rúmlega 180 manns hafi þannig reynt að safna undirskriftum fyrir West í ríkjunum tveimur til að tryggja að framboð hans næði fram að ganga. Allt hafi þó komið fyrir ekki. Kramer segir að starfslið West hafi vissulega verið vonsvikið með málalyktir, ekki aðeins vegna atvinnumissisins heldur jafnframt vegna þess að það hafði trú á framboði tónlistarmannsins. Forsetaframboð séu flókið og viðamikið verkefni, það sé alvanalegt að óreyndir frambjóðendur láti flækjustigið stöðva sig að sögn Kramer. Donald Trump hafi þannig margoft gælt við forsetaframboð áður en hann lét til skarar skríða árið 2015, með víðfrægum árangri. Rétt er þó að taka fram að engin formleg tilkynning hefur enn borist úr herbúðum West. Hann sendi síðast frá sér kosningatengt efni 9. júlí síðastliðinn, en á myndbandinu hér að neðan má sjá tónlistarmanninn skrá sig á kjörskrá. To vote click below https://t.co/LRJ8hC5rGi#2020VISION pic.twitter.com/MJOVGYYYvQ— ye (@kanyewest) July 9, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tónlist Donald Trump Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05