„Það er enginn að greiða sér arð núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júlí 2020 08:25 Sel-Hótel í Mývatnssveit opnaði þann 4. júní eftir tæpra þriggja mánaða lokun. Facebook/Sel-Hótel Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem rekur Sel-Hótel í Mývatnssveit, segir rekstur hótelsins hafa farið rólega af stað eftir að skimun ferðamanna hófst á Keflavíkurflugvelli fyrir tæpum mánuði síðan. Hann segir reksturinn hafa tekið ágætis kipp á síðustu tíu dögum, en er ekki bjartsýnn á komandi vetur. Í samtali við Vísi upplýsti Yngvi Ragnar um að hótelið hefði opnað 4. júní síðastliðinn, en dyr þess höfðu verið lokaðar síðan 19. mars, en þá var faraldur kórónuveirunnar farinn að sækja allverulega í sig veðrið hér á landi. „Miðað við allt og allt þá erum við með ágætis nýtingu núna,“ segir Yngi en bendir á að verð á gistingu nú sé lægra en gengur og gerist á sama tíma í því árferði sem þekkst hefur hér á landi síðustu ár. Hann segir einhver hótel og aðra gististaði á svæðinu ekki vera opin eins og stendur. „Eins og þetta lítur út þá eru náttúrulega flestallir að sigla í skjól í haust,“ segir Yngvi, sem segist búa sig undir dapran vetur í ferðaþjónustunni. „Menn hafa verið að nota öll ráð sem til eru, aðstoð frá ríkinu, stuðningslán og að semja við banka. Það er enginn að greiða sér arð núna. Þetta snýst bara um að halda sjó.“ Íslendingar ferðast innanlands fram að verslunarmannahelgi Yngvi segir að töluvert sé um Íslendinga sem komi og skipti við hótelið, en það sé þó skammgóður vermir. „Maður reiknar ekki með Íslendingum mikið lengur en eftir verslunarmannahelgi,“ segir hann. Yngvi Ragnar gerir ráð fyrir erfiðum vetri í ferðamannabransanum.Vísir/Aðsend Tímaramminn sem Yngvi lýsir hvað varðar innanlandsferðalög Íslendinga er þá heldur lítill. Hann segir ekkert gerast í þeim málum fyrr en 17. júní. Þá detti allt í dúnalogn eftir verslunarmannahelgi, nema mögulega ef veðrið er gott helgina eftir, sem bætist þá við Íslendingavertíðina. Þá segir hann vetrartíðina vera allt aðra í Mývatnssveit heldur en nær höfuðborgarsvæðinu. Lítið sé um erlenda ferðamenn á þeim slóðum frá lokum september og fram í febrúar. „Það kemur smá kippur í kring um febrúar eða mars, en veturinn hefur ekki verið að skila þeim tekjum sem maður hefur heyrt að hann sé að gera í fyrir sunnan.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem rekur Sel-Hótel í Mývatnssveit, segir rekstur hótelsins hafa farið rólega af stað eftir að skimun ferðamanna hófst á Keflavíkurflugvelli fyrir tæpum mánuði síðan. Hann segir reksturinn hafa tekið ágætis kipp á síðustu tíu dögum, en er ekki bjartsýnn á komandi vetur. Í samtali við Vísi upplýsti Yngvi Ragnar um að hótelið hefði opnað 4. júní síðastliðinn, en dyr þess höfðu verið lokaðar síðan 19. mars, en þá var faraldur kórónuveirunnar farinn að sækja allverulega í sig veðrið hér á landi. „Miðað við allt og allt þá erum við með ágætis nýtingu núna,“ segir Yngi en bendir á að verð á gistingu nú sé lægra en gengur og gerist á sama tíma í því árferði sem þekkst hefur hér á landi síðustu ár. Hann segir einhver hótel og aðra gististaði á svæðinu ekki vera opin eins og stendur. „Eins og þetta lítur út þá eru náttúrulega flestallir að sigla í skjól í haust,“ segir Yngvi, sem segist búa sig undir dapran vetur í ferðaþjónustunni. „Menn hafa verið að nota öll ráð sem til eru, aðstoð frá ríkinu, stuðningslán og að semja við banka. Það er enginn að greiða sér arð núna. Þetta snýst bara um að halda sjó.“ Íslendingar ferðast innanlands fram að verslunarmannahelgi Yngvi segir að töluvert sé um Íslendinga sem komi og skipti við hótelið, en það sé þó skammgóður vermir. „Maður reiknar ekki með Íslendingum mikið lengur en eftir verslunarmannahelgi,“ segir hann. Yngvi Ragnar gerir ráð fyrir erfiðum vetri í ferðamannabransanum.Vísir/Aðsend Tímaramminn sem Yngvi lýsir hvað varðar innanlandsferðalög Íslendinga er þá heldur lítill. Hann segir ekkert gerast í þeim málum fyrr en 17. júní. Þá detti allt í dúnalogn eftir verslunarmannahelgi, nema mögulega ef veðrið er gott helgina eftir, sem bætist þá við Íslendingavertíðina. Þá segir hann vetrartíðina vera allt aðra í Mývatnssveit heldur en nær höfuðborgarsvæðinu. Lítið sé um erlenda ferðamenn á þeim slóðum frá lokum september og fram í febrúar. „Það kemur smá kippur í kring um febrúar eða mars, en veturinn hefur ekki verið að skila þeim tekjum sem maður hefur heyrt að hann sé að gera í fyrir sunnan.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira