Tvær beinar útsendingar eru á dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 Sports í dag; ein frá Íslandi og ein frá Englandi.
WBA og Fulham mætast klukkan 16.00 en þessi leikur er gífurlega mikilvægur í toppbaráttu ensku B-deildarinnar.
WBA er í 2. sætinu með 81 stig en efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina. Fulham er í 4. sætinu með 76 stig en liðin í 3. til 6. sæti fara í umspilið fræga.
Strap yourselves in. Three games. Ten days. Come on you Baggies pic.twitter.com/lQOf3bK4B6
— West Bromwich Albion (@WBA) July 13, 2020
Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max-stúkunni þar sem Guðmundur Benediktsson fer yfir umferðina ásamt spekingum. Í settinu í kvöld verða þeir Þorkell Máni Pétursson og Sigurvin Ólafsson.
Þeir munu gera upp 6. umferðina sem kláraðist í gær með fjórum leikjum en tveir leikir fóru fram á sunnudagskvöldið.