Þrír ættliðir frægrar fjölskyldu smitaðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 20:30 Abhishek Bachchan og Aishwarya Rai Bachchan ásamt dótturinni Aaradhya. Þau greindust öll með kórónuveiruna nú um helgina. Vísir/getty Kórónuveiran greindist um helgina í þremur ættliðum Bachchan-fjölskyldunnar, einnar frægustu fjölskyldu Indlands. Aishwarya Rai Bachchan, Bollywood-leikkona og fyrrverandi Ungfrú heimur, og dóttir hennar, hin átta ára Aaradhya, greindust í dag með veiruna. Áður höfðu eiginmaður Aishwarya, leikarinn Abihshek Bachchan, og faðir hans, Amitabh Bachchan, einn frægasti Bollywood-leikari sinnar kynslóðar, greinst með veiruna og voru fluttir á sjúkrahús í gær en báðir þó með væg einkenni. Aishwarya er 46 ára og ein frægasta kona Indlands. Hún hefur gert garðinn frægan í Bollywood, sem og Hollywood, auk þess sem hún vann fegurðarsamkeppnina Ungfrú heimur árið 1994. Aishwarya og dóttir hennar eru sagðar einkennalausar og í einangrun heima hjá sér. Amitabh Bachchan.Vísir/getty Amitabh Bachchan er 77 ára og einnig gríðarvinsæll í heimalandinu, líkt og tengdadóttirin. Hann greindi frá niðurstöðum kórónuveiruprófsins á Twitter í gær, þar sem hann státar af milljónum fylgjenda. „Ég fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-prófi, fluttur á spítala, spítalinn upplýsir yfirvöld, fjölskylda og starfslið skimað, beðið eftir niðurstöðu,“ skrifaði Bachchan. Aðdáendur fjölskyldunnar hafa látið batakveðjum rigna yfir þau sjúku og þá lét heilbrigðisráðherrann Harsh Vardhan ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. „Ég, ásamt þjóðinni allri, óska þér skjóts bata! Þú ert fyrirmynd milljóna í þessu landi, ódauðleg ofurstjarna! Við munum sjá vel um þig. Bestu óskir um skjótan bata!“ skrifaði Vardhan á Twitter-reikningi sínum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Kórónuveiran greindist um helgina í þremur ættliðum Bachchan-fjölskyldunnar, einnar frægustu fjölskyldu Indlands. Aishwarya Rai Bachchan, Bollywood-leikkona og fyrrverandi Ungfrú heimur, og dóttir hennar, hin átta ára Aaradhya, greindust í dag með veiruna. Áður höfðu eiginmaður Aishwarya, leikarinn Abihshek Bachchan, og faðir hans, Amitabh Bachchan, einn frægasti Bollywood-leikari sinnar kynslóðar, greinst með veiruna og voru fluttir á sjúkrahús í gær en báðir þó með væg einkenni. Aishwarya er 46 ára og ein frægasta kona Indlands. Hún hefur gert garðinn frægan í Bollywood, sem og Hollywood, auk þess sem hún vann fegurðarsamkeppnina Ungfrú heimur árið 1994. Aishwarya og dóttir hennar eru sagðar einkennalausar og í einangrun heima hjá sér. Amitabh Bachchan.Vísir/getty Amitabh Bachchan er 77 ára og einnig gríðarvinsæll í heimalandinu, líkt og tengdadóttirin. Hann greindi frá niðurstöðum kórónuveiruprófsins á Twitter í gær, þar sem hann státar af milljónum fylgjenda. „Ég fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-prófi, fluttur á spítala, spítalinn upplýsir yfirvöld, fjölskylda og starfslið skimað, beðið eftir niðurstöðu,“ skrifaði Bachchan. Aðdáendur fjölskyldunnar hafa látið batakveðjum rigna yfir þau sjúku og þá lét heilbrigðisráðherrann Harsh Vardhan ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. „Ég, ásamt þjóðinni allri, óska þér skjóts bata! Þú ert fyrirmynd milljóna í þessu landi, ódauðleg ofurstjarna! Við munum sjá vel um þig. Bestu óskir um skjótan bata!“ skrifaði Vardhan á Twitter-reikningi sínum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira