Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er með sprunginn lærlegg eða fótbrotinn, eins og Fréttablaðið segir í frétt.
Vísir hefur sent beint frá minningarathöfn sem nú stendur yfir á Þingvöllum. Vakið hefur athygli að Katrín gengur við hækjur. Katrín segir, að sögn Fréttablaðisins, svo frá að hún hafi fundið fyrir verk í fæti frá því að hún fór út að hlaupa fyrir þremur vikum. Við segulómskoðun kom svo á daginn að hún var með sprungu í beini.
Þetta var í gær en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hún verið verkjuð í þrjár vikur. Ekki liggur fyrir hvernig brotið er til komið.