Hálf öld frá brunanum á Þingvöllum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2020 13:00 „Mikill harmur er kveðinn að íslenzku þjóðinni.“ Þetta voru upphafsorð forsíðurfréttar Vísis 10. júlí árið 1970 þar sem þjóðinni voru sögð þau sorgartíðindi að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra hefðu látist í eldsvoða á Þingvöllum. Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Benedikt Vilmundarson var fjögurra ára þegar hann lést með afa sínum og ömmu í brunanum á Þingvöllum. Hann var sonur alþingismannanna Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar.Vísir Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Í nokkurri fjarlægð töldu þeir í fyrstu að um varðeld væri að ræða en við nánari athugun kom allt fyrir ekki. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn, svokallaði, brann til grunna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, býður í dag þingmönnum á sérstaka minningarathöfn á þessum sorglegu tímamótum. Minningarsteinn um þennan atburð var reistur þar sem húsið stóð árið 1971. Efnt var til minningarathafnar um eldsvoðann og fráfall forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra árið 1995 þegar 25 ár voru liðin frá atburðinum. Athöfnin í dag mun fara fram við umræddan minningarstein klukkan 15.00. Í sorgarorðum þáverandi forseta Íslands, Kristjáns Eldjárns, segir að slíkur atburður sé hörmulegri en svo að orðum verði yfir komið. Í einu vetfangi hafi í burtu verið svipt traustum forystumanni sem um langan aldur hafi staðið í fylkingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífinu. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra frá 1963 og fram að andláti árið 1970. Benedikt Vilmundarson, sem fórst með afa sínum og ömmu í brunanum, 4 ára að aldri, var sonur Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar, ráðherranna fyrrverandi. Bjarni og Sigríður gengu í hjónaband 1943 og áttu fjögur börn saman. Þingvellir Tímamót Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Mikill harmur er kveðinn að íslenzku þjóðinni.“ Þetta voru upphafsorð forsíðurfréttar Vísis 10. júlí árið 1970 þar sem þjóðinni voru sögð þau sorgartíðindi að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra hefðu látist í eldsvoða á Þingvöllum. Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Benedikt Vilmundarson var fjögurra ára þegar hann lést með afa sínum og ömmu í brunanum á Þingvöllum. Hann var sonur alþingismannanna Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar.Vísir Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Í nokkurri fjarlægð töldu þeir í fyrstu að um varðeld væri að ræða en við nánari athugun kom allt fyrir ekki. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn, svokallaði, brann til grunna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, býður í dag þingmönnum á sérstaka minningarathöfn á þessum sorglegu tímamótum. Minningarsteinn um þennan atburð var reistur þar sem húsið stóð árið 1971. Efnt var til minningarathafnar um eldsvoðann og fráfall forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra árið 1995 þegar 25 ár voru liðin frá atburðinum. Athöfnin í dag mun fara fram við umræddan minningarstein klukkan 15.00. Í sorgarorðum þáverandi forseta Íslands, Kristjáns Eldjárns, segir að slíkur atburður sé hörmulegri en svo að orðum verði yfir komið. Í einu vetfangi hafi í burtu verið svipt traustum forystumanni sem um langan aldur hafi staðið í fylkingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífinu. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra frá 1963 og fram að andláti árið 1970. Benedikt Vilmundarson, sem fórst með afa sínum og ömmu í brunanum, 4 ára að aldri, var sonur Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar, ráðherranna fyrrverandi. Bjarni og Sigríður gengu í hjónaband 1943 og áttu fjögur börn saman.
Þingvellir Tímamót Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira