Fjögur lið í þremur heimsálfum á níu mánuðum en spilaði aldrei leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 12:30 Verhagen er hann handsalaði samning við Cape Town City í Suður-Afríku. Vísir/Vice Bernio Verhagen er knattspyrnumaður, ef knattspyrnumann mætti kalla, sem reyndi fyrir sér í atvinnumennsku í Moldóvu, Suður-Afríku, Síle, Danmörku og Hollandi. Verhagen á þó lítið skylt við alvöru fótboltamenn enda spilaði hann aldrei leik. Saga hans er ótrúleg og náði hápunkti sínum í Danmörku seint á síðasta ári. Sagan hefst hjá Sam van Raalte, ritstjóra Vice Sports í Hollandi. Raalte hefur mikinn áhuga á að skoða áhugaverð félagaskipti innan fótboltaheimsins. Leikmenn - þá sérstaklega Hollendingar - sem ferðast til landa sem enginn hefur heyrt um til þess eins að geta kallað sig atvinnumenn vekja sérstaklega athygli. Mögulega hafa einn eða tveir slíkir spilað bolta í neðri deildunum á Íslandi undanfarin ár. Vefsíðan Transfermarkt heldur utan um nær öll félagaskipti heims sem og hún reiknar út hversu mikils virði hver leikmaður er. Raalte er þar af leiðandi mikill aðdáandi síðunnar og skoðar hana reglulega. Á hefðbundnum netrúnti í júní á síðasta ári rak Raalte augun í einkar áhugaverð félagaskipti. Bernio Verhagen – leikmaður í 8. deild í Hollandi - fór til FC Dinamo-Auto, smáfélags í Moldóvu. Reyndar er félagið staðsett í Transnistria en það er svæði sem er ekki viðurkennt af alþjóðasamfélaginu. Leikmaðurinn snéri svo aftur til Hollands án þess að spila leik fyrir félagið. Verhagen er hann skrifar undir hjá FC Dinamo-Auto í Moldóvu.Vísir/Vice „Ég varð einfaldlega að vita hvað átti sér stað þarna,“ sagði Raalte sem fór yfir þessa ótrúlegu sögu með Jack Lang hjá The Athletic á dögunum. Raalte sjálfur skrifaði langa grein fyrir ensku útgáfu Vice í desember á síðasta ári. Hinn 25 ára gamli Verhagen – á þeim tímapunkti – er fæddur í Surinam, gamalli hollenskri nýlendu en ólst upp í Tilburg í Hollandi, nálægt landamærum Belgíu. Eina reynsla hans af atvinnumennsku í fótbolta var eitt ár í akademíu hollenska úrvalsdeildarliðsins Willem II áratug áður en hann hélt til Moldóvu. Raalte sendi honum skilaboð og bauð honum í viðtal eftir að hann sá félagaskiptin. Nokkrum dögum síðar var Verhagen mættur og sá hafði sögu að segja. Hann kom vel undirbúinn og sagði sögur af ónýtu vegakerfi í Moldóvu þar sem varla hefði verið hægt að keyra. Verhagen skemmti sér við að segja frá því að samherjar hans hjá FC Dinamo-Auto hefðu aldrei séð svartan mann á ævinni. Þá voru allir að dást að stærðinni á djásninu hans eftir æfingar. Ástæðan fyrir því að Verhagen kom nánast samstundis aftur til Hollands var vegna þess að það var of kalt í Moldóvu. Þá var umboðsmaðurinn hans með eitthvað vesen. Viðtalið var tekið upp og birt í hlaðvarpi sem Raalte heldur úti. Í kjölfarið fékk hann tvo tölvupósta. Leikmaður sem hafði spilað með Verhagen efaðist um að hann hefði fengið samning erlendis einfaldlega vegna þess hve slakur hann væri. Hinn var öllu alvarlegri, þar kom fram að Verhagen væri ekki treystandi. Raalte hringdi í Verhagen sem skellti á þegar blaðamaðurinn vildi ekki gefa upp gagnrýnendur leikmannsins. Í kjölfarið ákvað Raalte að fylgjast með leikmanninum og hverju hann tæki upp á næst. „Ég bjóst ekki við að neitt annað myndi gerast en hlutirnir voru fljótir að stigmagnast,“ sagði Raalte við Jack Lang. Í lok júlímánaðar á síðasta ári birti Cape Town City FC – lið í Suður-Afríku – mynd á samfélagsmiðlum þar sem John Comitis, eigandi félagsins, var að handsala samning við nýjan leikmann liðsins. Myndinni hefur verið eytt af samfélagsmiðlum en Verhagen – hinn maðurinn á myndinni – var hjá félaginu í minna en mánuð. Hann spilaði aldrei fyrir félagið. Skjáskot af færslu félagsins má sjá hér að neðan. Skjáskot af Twitter-færslu Cape Town City.Vísir/Vice Innan við mánuði síðar var Verhagen genginn til liðs við Audax Italiano sem leikur í Síle. „Þökk sé alþjóðlegum tengslum félagsins tókst okkur að næla í leikmann sem mun vera með okkur fram í desember. Hann er framherji sem getur einnig spilað á vængnum,“ sagði Lorenzo Antillo, forseti félagsins um þennan nýjan huldumann sem hafði skrifað undir hjá félaginu. Verhagen var í herbúðum félagsins í 61 dag og spilaði aldrei leik. Þann 5. nóvember dúkkaði hann svo upp hjá Viborg FF í dönsku B-deildinni. Er það mál sem við Íslendingar könnumst ef til vill aðeins við en Fótbolti.net fjallaði til að mynda um það þegar lögreglan þar í landi var á höttunum á eftir Verhagen. Viborg FF hefur kært Verhagen fyrir skjalafals og að villa á sér heimildir. Tókst honum að stinga af úr haldi lögreglu en á endanum hafði hún hendur í hári hans. „Hann fékk góð meðmæli frá fólki sem er tengt félaginu svo okkur fannst sniðugt að fá hann til félagsins,“ sagði Jesper Fredberg, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Verhagen entist aðeins í 19 daga og spilaði aldrei leik. Á innan við níu mánuðum fór Verhagen frá Hollandi til Moldóvu, þaðan til Suður-Afríku og svo Chile áður en hann endaði í Danmörku. Það sem gerir þetta enn ótrúlegra er að áður en hann hóf ævintýri sitt þá var hann í herbúðum Den Dungen sem spilar í 8. deild í Hollandi. Þegar Raalte reyndi að ná í Verhagen til að spyrja um félagaskiptin til Suður-Afríku og Síle sagði leikmaðurinn honum pent að troða forvitni sinni þangað sem sólin skín ekki. Raalte gafst ekki upp og hafði samband við Den Dungen. Þar kom fram að Verhagen hafi varla spilað leik og hafi raunar ekki getað neitt. Svo virðist sem Verhagen hafi tekist að sannfæra aðila hjá öllum félögum – undir fölsku nafni – að hann væri tengdur Stellar Group, umboðsstofu sem er með leikmenn á borð við Gareth Bale og Saúl Ñíguez á sínum snærum. Þá átti hann að vera á leiðinni til Kína eftir að tímabilinu lauk. Stellar Group er með marga frábæra leikmenn á sínum snærum. Bernio Verhagen er ekki einn af þeim.EPA-EFE/PETER POWELL Hvorki FC Dinamo-Auto, Cape Town City né Audax Italiano vildu opinberlega tjá sig um Verhagen og að hann hefði verið leikmaður þeirra. Vildu félögin ekki gera sig að fíflum. Viborg var ekki á sömu blaðsíðu en Verhagen gerðist sekur um töluvert meira en skjalafals í Danmörku. Verhagen var handtekinn fyrir að beita Nayaret Muci – unga konu frá Síle sem kom með honum til Danmerkur – ofbeldi undir lok nóvember í fyrra. Í kjölfarið bárust fréttir að Verhagen hefði stolið peningum og skartgripum af fyrrum kærustu sinni. Eftir að hafa sloppið úr varðhaldi og verið handtekinn á nýjan leik var Verhagen ákærður fyrir að hóta tveimur manneskjum – barnsmóður sinni og föður hennar, nauðgun, líkamsárás, að taka upp kynmök án þess að fá leyfi fyrir því og fyrir að strjúka úr varðhaldi. Verhagen viðurkenndi aðeins að hafa strokið úr varðhaldi en það voru ekki nægar sannanir til að sanna að hann hefði gerst sekur um nauðgun. Á endanum var hann dæmdur til 15 mánaðar fangelsisvistar. Svo virðist sem dagar Verhagen sem „atvinnumaður“ í fótbolta séu taldir þó hann virðist enn halda því fram á Instagram-síðu sinni. Fótbolti Hollenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Bernio Verhagen er knattspyrnumaður, ef knattspyrnumann mætti kalla, sem reyndi fyrir sér í atvinnumennsku í Moldóvu, Suður-Afríku, Síle, Danmörku og Hollandi. Verhagen á þó lítið skylt við alvöru fótboltamenn enda spilaði hann aldrei leik. Saga hans er ótrúleg og náði hápunkti sínum í Danmörku seint á síðasta ári. Sagan hefst hjá Sam van Raalte, ritstjóra Vice Sports í Hollandi. Raalte hefur mikinn áhuga á að skoða áhugaverð félagaskipti innan fótboltaheimsins. Leikmenn - þá sérstaklega Hollendingar - sem ferðast til landa sem enginn hefur heyrt um til þess eins að geta kallað sig atvinnumenn vekja sérstaklega athygli. Mögulega hafa einn eða tveir slíkir spilað bolta í neðri deildunum á Íslandi undanfarin ár. Vefsíðan Transfermarkt heldur utan um nær öll félagaskipti heims sem og hún reiknar út hversu mikils virði hver leikmaður er. Raalte er þar af leiðandi mikill aðdáandi síðunnar og skoðar hana reglulega. Á hefðbundnum netrúnti í júní á síðasta ári rak Raalte augun í einkar áhugaverð félagaskipti. Bernio Verhagen – leikmaður í 8. deild í Hollandi - fór til FC Dinamo-Auto, smáfélags í Moldóvu. Reyndar er félagið staðsett í Transnistria en það er svæði sem er ekki viðurkennt af alþjóðasamfélaginu. Leikmaðurinn snéri svo aftur til Hollands án þess að spila leik fyrir félagið. Verhagen er hann skrifar undir hjá FC Dinamo-Auto í Moldóvu.Vísir/Vice „Ég varð einfaldlega að vita hvað átti sér stað þarna,“ sagði Raalte sem fór yfir þessa ótrúlegu sögu með Jack Lang hjá The Athletic á dögunum. Raalte sjálfur skrifaði langa grein fyrir ensku útgáfu Vice í desember á síðasta ári. Hinn 25 ára gamli Verhagen – á þeim tímapunkti – er fæddur í Surinam, gamalli hollenskri nýlendu en ólst upp í Tilburg í Hollandi, nálægt landamærum Belgíu. Eina reynsla hans af atvinnumennsku í fótbolta var eitt ár í akademíu hollenska úrvalsdeildarliðsins Willem II áratug áður en hann hélt til Moldóvu. Raalte sendi honum skilaboð og bauð honum í viðtal eftir að hann sá félagaskiptin. Nokkrum dögum síðar var Verhagen mættur og sá hafði sögu að segja. Hann kom vel undirbúinn og sagði sögur af ónýtu vegakerfi í Moldóvu þar sem varla hefði verið hægt að keyra. Verhagen skemmti sér við að segja frá því að samherjar hans hjá FC Dinamo-Auto hefðu aldrei séð svartan mann á ævinni. Þá voru allir að dást að stærðinni á djásninu hans eftir æfingar. Ástæðan fyrir því að Verhagen kom nánast samstundis aftur til Hollands var vegna þess að það var of kalt í Moldóvu. Þá var umboðsmaðurinn hans með eitthvað vesen. Viðtalið var tekið upp og birt í hlaðvarpi sem Raalte heldur úti. Í kjölfarið fékk hann tvo tölvupósta. Leikmaður sem hafði spilað með Verhagen efaðist um að hann hefði fengið samning erlendis einfaldlega vegna þess hve slakur hann væri. Hinn var öllu alvarlegri, þar kom fram að Verhagen væri ekki treystandi. Raalte hringdi í Verhagen sem skellti á þegar blaðamaðurinn vildi ekki gefa upp gagnrýnendur leikmannsins. Í kjölfarið ákvað Raalte að fylgjast með leikmanninum og hverju hann tæki upp á næst. „Ég bjóst ekki við að neitt annað myndi gerast en hlutirnir voru fljótir að stigmagnast,“ sagði Raalte við Jack Lang. Í lok júlímánaðar á síðasta ári birti Cape Town City FC – lið í Suður-Afríku – mynd á samfélagsmiðlum þar sem John Comitis, eigandi félagsins, var að handsala samning við nýjan leikmann liðsins. Myndinni hefur verið eytt af samfélagsmiðlum en Verhagen – hinn maðurinn á myndinni – var hjá félaginu í minna en mánuð. Hann spilaði aldrei fyrir félagið. Skjáskot af færslu félagsins má sjá hér að neðan. Skjáskot af Twitter-færslu Cape Town City.Vísir/Vice Innan við mánuði síðar var Verhagen genginn til liðs við Audax Italiano sem leikur í Síle. „Þökk sé alþjóðlegum tengslum félagsins tókst okkur að næla í leikmann sem mun vera með okkur fram í desember. Hann er framherji sem getur einnig spilað á vængnum,“ sagði Lorenzo Antillo, forseti félagsins um þennan nýjan huldumann sem hafði skrifað undir hjá félaginu. Verhagen var í herbúðum félagsins í 61 dag og spilaði aldrei leik. Þann 5. nóvember dúkkaði hann svo upp hjá Viborg FF í dönsku B-deildinni. Er það mál sem við Íslendingar könnumst ef til vill aðeins við en Fótbolti.net fjallaði til að mynda um það þegar lögreglan þar í landi var á höttunum á eftir Verhagen. Viborg FF hefur kært Verhagen fyrir skjalafals og að villa á sér heimildir. Tókst honum að stinga af úr haldi lögreglu en á endanum hafði hún hendur í hári hans. „Hann fékk góð meðmæli frá fólki sem er tengt félaginu svo okkur fannst sniðugt að fá hann til félagsins,“ sagði Jesper Fredberg, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Verhagen entist aðeins í 19 daga og spilaði aldrei leik. Á innan við níu mánuðum fór Verhagen frá Hollandi til Moldóvu, þaðan til Suður-Afríku og svo Chile áður en hann endaði í Danmörku. Það sem gerir þetta enn ótrúlegra er að áður en hann hóf ævintýri sitt þá var hann í herbúðum Den Dungen sem spilar í 8. deild í Hollandi. Þegar Raalte reyndi að ná í Verhagen til að spyrja um félagaskiptin til Suður-Afríku og Síle sagði leikmaðurinn honum pent að troða forvitni sinni þangað sem sólin skín ekki. Raalte gafst ekki upp og hafði samband við Den Dungen. Þar kom fram að Verhagen hafi varla spilað leik og hafi raunar ekki getað neitt. Svo virðist sem Verhagen hafi tekist að sannfæra aðila hjá öllum félögum – undir fölsku nafni – að hann væri tengdur Stellar Group, umboðsstofu sem er með leikmenn á borð við Gareth Bale og Saúl Ñíguez á sínum snærum. Þá átti hann að vera á leiðinni til Kína eftir að tímabilinu lauk. Stellar Group er með marga frábæra leikmenn á sínum snærum. Bernio Verhagen er ekki einn af þeim.EPA-EFE/PETER POWELL Hvorki FC Dinamo-Auto, Cape Town City né Audax Italiano vildu opinberlega tjá sig um Verhagen og að hann hefði verið leikmaður þeirra. Vildu félögin ekki gera sig að fíflum. Viborg var ekki á sömu blaðsíðu en Verhagen gerðist sekur um töluvert meira en skjalafals í Danmörku. Verhagen var handtekinn fyrir að beita Nayaret Muci – unga konu frá Síle sem kom með honum til Danmerkur – ofbeldi undir lok nóvember í fyrra. Í kjölfarið bárust fréttir að Verhagen hefði stolið peningum og skartgripum af fyrrum kærustu sinni. Eftir að hafa sloppið úr varðhaldi og verið handtekinn á nýjan leik var Verhagen ákærður fyrir að hóta tveimur manneskjum – barnsmóður sinni og föður hennar, nauðgun, líkamsárás, að taka upp kynmök án þess að fá leyfi fyrir því og fyrir að strjúka úr varðhaldi. Verhagen viðurkenndi aðeins að hafa strokið úr varðhaldi en það voru ekki nægar sannanir til að sanna að hann hefði gerst sekur um nauðgun. Á endanum var hann dæmdur til 15 mánaðar fangelsisvistar. Svo virðist sem dagar Verhagen sem „atvinnumaður“ í fótbolta séu taldir þó hann virðist enn halda því fram á Instagram-síðu sinni.
Fótbolti Hollenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti