Gylfi Þór Sigurðsson fékk hrós fyrir sína innkomu í leiknum gegn Southampton í gærkvöldi er Everton og Southampton gerðu 1-1 jafntefli á Goodison Park.
Gylfi var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í 1-0 tapinu gegn Tottenham á mánudagskvöldið og hann byrjaði á bekknum í gær.
Honum var þó skipt inn á í fyrri hálfleik er hann kom inn í stað Andre Gomes og fékk Gylfi sex í einkunn fyrir frammistöðu sína í gær.
„Þetta var mikið betra en hann sýndi gegn Tottenham á mánudaginn. Sigurðsson var ákveðnari í tæklingunum, fann sendingarnar betur og hjálpaði liðinu að bæta leik sinn í síðari hálfleik,“ sagði í umfjöllun.
Seamus Coleman, Michael Keane, Lucas Digne, Anthony Gordon, Richarlison og Djibril Sidibe fengu sjö. Moise Kean, Tom Davies, Yerri Mina og Jordan Pickford fengu sex í einkunn. Enginn var slakari en Andre Gomes sem fékk fjóra.
Carlo Ancelotti found some sort of solution to Everton's burning midfield issue here
— Adam Jones (@Adam_Jones94) July 9, 2020
It's far from perfect, and it's very short term, but it might well be necessary until the end of this seasonhttps://t.co/nNoEzN7iYU