Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2020 21:49 Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta-hótels, við gamla bæjarstæði Orustustaða í jaðri Brunahrauns, eystri álmu Skaftáreldahrauns, sem rann árið 1783. Fjær sjást Lómagnúpur, Skeiðarárjökull og Öræfajökull. Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps, með allt að 150 starfsmenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Orustustaðir eru á Brunasandi í Fljótshverfi, á fáförnum slóðum um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Hreiðar byrjaði í vetur á vegagerð og fyrir tveimur mánuðum, í byrjun maímánaðar, hóf hann smíði fyrstu bygginganna. Byrjað er að grafa fyrir vatnagarði sem verður liður í afþreyingarþjónustu hótelsins. Fjær rís starfsmanna- og skrifstofuhúsið.Stöð 2/Einar Árnason. „Við erum að byggja núna aðstöðu, skrifstofuhúsnæði, og fyrir starfsmenn, - fyrir svona samtals 120-150 manns, - það er framtíðarhúsnæði. Og síðan fer hótelframkvæmdin af stað. Það er ekki alveg ákveðið.. stærðir,“ segir Hreiðar. Gangi áformin eftir verður þetta stærsti vinnustaður héraðsins. „Langstærstur, já. Það er gefið.“ Í stofunni í íbúðarhúsinu sem Hreiðar er að byggja á Orustustöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar keypti eyðijörðina Orustustaði fyrir sjö árum og er svo hrifinn af svæðinu að hann er byrjaður að reisa sér íbúðarhús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. Þaðan blasir fjallahringurinn við, allt frá Mýrdalsjökli í vestri til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls í austri. „Og þetta er stutt í allt. Inn í Laka og austur í Jökulsárlón og austur að Höfn.“ Hann stefnir á tvöhundruð herbergja hótel með 15 þúsund fermetra byggingum. Fyrstu skissur að glerbyggingu liggja fyrir með útsýni til allra átta. Teikningar af Stracta-hótelinu sem fyrirhugað er að reisa á Orustustöðum. Það verður fjögurra hæða en með fimmtu hæðina í miðjuhringnum.Mynd/Stracta-hótel. En þetta verður ekki bara hótel heldur er stefnt á fjölbreytta afþreyingarþjónustu, meðal annars í hestamennsku og í kringum vatnagarð sem byrjað er að grafa. „Náttúrlega er manni tjáð það að þetta sé vitlaus tími og eitthvað svona sko. En ég tel að hann sé alveg hárréttur núna. Því ég myndi aldrei byggja venjulegt hótel í dag á Íslandi. Því það er svo allt önnur þörf sem þú ert að tala um núna heldur en var fyrir nokkrum árum síðan.“ Hann segir að öll áherslan verði á græna, sjálfbæra ferðamennsku, svo sem með skógrækt sem kolefnisjafni gestina. Hreiðar stefnir að því að flytja lögheimili sitt á Orustustaði þegar íbúðarhúsið verður tilbúið.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar segir fyrst þurfa að ljúka hönnun hótelsins og fjármögnun og þegar það sé klárt líði 24 mánuðir þar til hótelið verði opnað. Hann vinnur að því að fá fjárfesta með sér í verkefnið en vill ekki nefna opnunardag. „Það er svo vont þegar maður er rukkaður um eitthvað sem maður getur ekki staðið við. Þannig að ég verð að láta þig vita eftir soldinn tíma,“ segir hann og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Um land allt Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps, með allt að 150 starfsmenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Orustustaðir eru á Brunasandi í Fljótshverfi, á fáförnum slóðum um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Hreiðar byrjaði í vetur á vegagerð og fyrir tveimur mánuðum, í byrjun maímánaðar, hóf hann smíði fyrstu bygginganna. Byrjað er að grafa fyrir vatnagarði sem verður liður í afþreyingarþjónustu hótelsins. Fjær rís starfsmanna- og skrifstofuhúsið.Stöð 2/Einar Árnason. „Við erum að byggja núna aðstöðu, skrifstofuhúsnæði, og fyrir starfsmenn, - fyrir svona samtals 120-150 manns, - það er framtíðarhúsnæði. Og síðan fer hótelframkvæmdin af stað. Það er ekki alveg ákveðið.. stærðir,“ segir Hreiðar. Gangi áformin eftir verður þetta stærsti vinnustaður héraðsins. „Langstærstur, já. Það er gefið.“ Í stofunni í íbúðarhúsinu sem Hreiðar er að byggja á Orustustöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar keypti eyðijörðina Orustustaði fyrir sjö árum og er svo hrifinn af svæðinu að hann er byrjaður að reisa sér íbúðarhús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. Þaðan blasir fjallahringurinn við, allt frá Mýrdalsjökli í vestri til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls í austri. „Og þetta er stutt í allt. Inn í Laka og austur í Jökulsárlón og austur að Höfn.“ Hann stefnir á tvöhundruð herbergja hótel með 15 þúsund fermetra byggingum. Fyrstu skissur að glerbyggingu liggja fyrir með útsýni til allra átta. Teikningar af Stracta-hótelinu sem fyrirhugað er að reisa á Orustustöðum. Það verður fjögurra hæða en með fimmtu hæðina í miðjuhringnum.Mynd/Stracta-hótel. En þetta verður ekki bara hótel heldur er stefnt á fjölbreytta afþreyingarþjónustu, meðal annars í hestamennsku og í kringum vatnagarð sem byrjað er að grafa. „Náttúrlega er manni tjáð það að þetta sé vitlaus tími og eitthvað svona sko. En ég tel að hann sé alveg hárréttur núna. Því ég myndi aldrei byggja venjulegt hótel í dag á Íslandi. Því það er svo allt önnur þörf sem þú ert að tala um núna heldur en var fyrir nokkrum árum síðan.“ Hann segir að öll áherslan verði á græna, sjálfbæra ferðamennsku, svo sem með skógrækt sem kolefnisjafni gestina. Hreiðar stefnir að því að flytja lögheimili sitt á Orustustaði þegar íbúðarhúsið verður tilbúið.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar segir fyrst þurfa að ljúka hönnun hótelsins og fjármögnun og þegar það sé klárt líði 24 mánuðir þar til hótelið verði opnað. Hann vinnur að því að fá fjárfesta með sér í verkefnið en vill ekki nefna opnunardag. „Það er svo vont þegar maður er rukkaður um eitthvað sem maður getur ekki staðið við. Þannig að ég verð að láta þig vita eftir soldinn tíma,“ segir hann og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Um land allt Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira