Það eru margir sem bíða í ofvæni eftir bardaganum á milli kraftajötnanna Eddie Halls og Hafþór Júlíusar Björnssonar sem fer fram í Las Vegas á næsta ári.
Þeir hafa ekki áður stigið inn í boxhringinn heldur hafa þeir verið meira í því að lyfta lóðum og það ansi þungt.
Báðir eru þeir duglegir að setja myndbönd af sér á YouTube svo aðdáendur geta fylgst með þeim en Eddie Hall er með rúmlega 1,3 milljón fylgjendur.
Í nýjasta myndbandi Eddie er hann að taka vel á því í ræktinni en hann gerir sér lítið fyrir og lyftir 80 kílóa lóði með annarri hendi í svokallaðri handlóða bekkpressu.
Það má með því segja að Eddie hafi lyft þyngd meðalmanns með annarri hendi en samkvæmt Vísindavefnum er þyngd meðalmanns á bilinu 60-81 kíló.
Það er því ljóst að það er alvöru kraftur í höndunum á Eddie sem hann ætti að geta notað í boxbardaganum gegn Hafþóri á næsta ári.
Lyftingaræfingu með Eddie Hall má sjá hér að neðan.