Fótbolti

Arnór og Hörður Björgvin byrjuðu báðir í öruggum sigri CSKA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska tvíeykið var á sínum stað í byrjunarliði CSKA Moskvu í dag.
Íslenska tvíeykið var á sínum stað í byrjunarliði CSKA Moskvu í dag. David S. Bustamante/Getty Images

CSKA Moskva lagði Orenbur 3-0 á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. Íslenska tvíeyki liðsins, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon var á sínum stað í byrjunarliði CSKA.

Leikurinn var helst til rólegur framan af en Fedor Chalov kom CSKA yfir þegar rúmur hálftími var liðinn. Staðan 0-1 í hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var Arnór tekinn af velli.

Það var svo á 59. mínútu sem annað mark gestanna kom, það gerði Nikola Vlašić eftir sendingu Chalov. Þar með skiptu leikmennirnir um hlutverk en Vlašić lagði upp fyrra mark liðsins.

Georgi Schennikov og Ivan Oblyakov bættu svo við mörkum undir lok leiks, lokatölur 4-0 CSKA í vil. Sigurinn fleytir liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar þar sem það situr með 46 stig eftir 27 leiki.

Ólíklegt er að CSKA haldi þriðja sætinu til lengdar en Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar eru aðeins stigi á eftir með tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×