Aceton-leit í Bauhaus styrkti grun um fíkniefnaframleiðslu Sylvía Hall skrifar 8. júlí 2020 15:47 Fólkið var handtekið í aðgerðum lögreglu í og við Hvalfjarðargöng í lok febrúar. Vísir/vilhelm Tveir þeirra sem dæmdir voru fyrir amfetamínframleiðslu og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun höfðu leitað að acetone í verslun Bauhaus sem þótti styðja grunsemdir lögreglu um fyrirhugaða amfetamínframleiðslu þeirra. Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að annar þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum dómsins en mennirnir, Grzegorz Marcin Krzton og Jakub Pawel Rzasa voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Bartlomiej Szelengiewicz, Dawid Stanislaw Dolecki, Krzystof Sieracki og Jaroslava Davíðsson voru einnig dæmd í þriggja til fjögurra ára fangelsi vegna amfetamínframleiðslunnar sem fór fram í sumarhúsi í Borgarfirði. Aðeins Grzegorz og Jaroslava höfðu ekki gerst sek um refsiverða háttsemi áður, fyrir utan umferðarlagabrot Jaroslövu sem höfðu ekki áhrif við ákvörðun refsingar hennar. Var hún dæmd til þriggja ára fangelsisvistar vegna málsins. Meiriháttar umhverfisspjöll Þrír mannanna voru ákærðir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd með því að hafa sturtað afgangsefnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum sumarhúsið. Mynd var tekin af tveimur ákærðu þegar þeir voru að losa úrganginn. Þrátt fyrir að frekari sönnunargögn lágu ekki fyrir þótti fullvíst að mennirnir höfðu losað úrganginn í náttúruna og að þriðji maður, Krzysztof, hafi tekið þátt í þeim verknaði. Um skaðlegt efni væri að ræða og því skýrt brot gegn lögum um umhverfisvernd. Dómur féll í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Jaroslava mátti vita af amfetamínframleiðslunni Jaroslava Davíðsson, eiginkona Geira á Goldfinger, var handtekinn í aðgerðum lögreglu þann 29. febrúar við Hvalfjarðargöng. Í dómnum segir að hún hafi farið í tvígang með Jakub í sumarhúsið og í fyrra skiptið hafi verið varningur í bifreið hennar sem tengdist framleiðslunni. Í seinna skiptið sem hún fór í sumarhúsið var fíkniefnið sett í bifreið hennar sem leiddi til þess að „kemískt“ lykt var í bifreiðinni. Þá fór hún einnig í tvígang út á flugvöll að sækja hina mennina sem komu hingað til lands til þess að framleiða fíkniefni og lánaði þeim bifreið sína. Taldi dómurinn hafið yfir vafa að hún hafi verið þátttakandi í framleiðslunni og henni hafi verið kunnugt um framleiðsluna frá upphafi. Var hún því sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Losuðu sig við ruslapokana við Goldfinger Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærðu tjáðu sig takmarkað um atvik málsins og lýstu þau Grzegorz og Jaroslava því yfir að þau hefðu hvorki tekið þátt í framleiðslunni né vitað af henni. Þá var talið sannað að þeir Bartlomiej, Dawid og Krzysztof hafi komið til landsins til þess eins að framleiða fíkniefni. Jakub hafði keypt flugmiða fyrir þá í þeim tilgangi en þeir Bartlomiej og Dawid komu til landsins þann 27. febrúar, tveimur dögum fyrir handtökuna. Krzystof hafði komið þremur dögum fyrr. Eftir að mennirnir höfðu komið til landsins keyptu þeir ýmsa muni fyrir framleiðsluna, til að mynda whire sprit og plastfilmu. Fóru þeir í kjölfarið í sumarhúsið ásamt Jaroslövu, sóttu þar tvo svarta ruslapoka sem voru settir í bifreiðina og óku aftur til Reykjavíkur. Jakub losaði sig við ruslapokana í ruslagám við Goldfinger í Kópavogi. Við handtökuna í og við Hvalfjarðargöngin fundust tæplega tvö kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 34 til 66 prósent. Þá var einnig lagt hald á rúmlega kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 1,7 til 3,2 prósent. Bíll Jaroslövu var jafnframt gerður upptækur, BMW bifreið með einkanúmerinu JARA ásamt úðavopni og tveimur rafbyssum. Voru þau dæmd til þess að greiða sameiginlega tæplega 3,6 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Hvalfjarðargöng Pólland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Tveir þeirra sem dæmdir voru fyrir amfetamínframleiðslu og umhverfisspjöll í Hvalfjarðargangamálinu svokallaða í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun höfðu leitað að acetone í verslun Bauhaus sem þótti styðja grunsemdir lögreglu um fyrirhugaða amfetamínframleiðslu þeirra. Lögreglu hafði áður borist upplýsingar um að annar þeirra væri að undirbúa framleiðslu sterkra fíkniefna og hafði verið gripið til þeirra ráða að hlusta síma annars þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum dómsins en mennirnir, Grzegorz Marcin Krzton og Jakub Pawel Rzasa voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Bartlomiej Szelengiewicz, Dawid Stanislaw Dolecki, Krzystof Sieracki og Jaroslava Davíðsson voru einnig dæmd í þriggja til fjögurra ára fangelsi vegna amfetamínframleiðslunnar sem fór fram í sumarhúsi í Borgarfirði. Aðeins Grzegorz og Jaroslava höfðu ekki gerst sek um refsiverða háttsemi áður, fyrir utan umferðarlagabrot Jaroslövu sem höfðu ekki áhrif við ákvörðun refsingar hennar. Var hún dæmd til þriggja ára fangelsisvistar vegna málsins. Meiriháttar umhverfisspjöll Þrír mannanna voru ákærðir fyrir brot gegn lögum um umhverfisvernd með því að hafa sturtað afgangsefnum úr framleiðslunni í náttúruna í kringum sumarhúsið. Mynd var tekin af tveimur ákærðu þegar þeir voru að losa úrganginn. Þrátt fyrir að frekari sönnunargögn lágu ekki fyrir þótti fullvíst að mennirnir höfðu losað úrganginn í náttúruna og að þriðji maður, Krzysztof, hafi tekið þátt í þeim verknaði. Um skaðlegt efni væri að ræða og því skýrt brot gegn lögum um umhverfisvernd. Dómur féll í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Jaroslava mátti vita af amfetamínframleiðslunni Jaroslava Davíðsson, eiginkona Geira á Goldfinger, var handtekinn í aðgerðum lögreglu þann 29. febrúar við Hvalfjarðargöng. Í dómnum segir að hún hafi farið í tvígang með Jakub í sumarhúsið og í fyrra skiptið hafi verið varningur í bifreið hennar sem tengdist framleiðslunni. Í seinna skiptið sem hún fór í sumarhúsið var fíkniefnið sett í bifreið hennar sem leiddi til þess að „kemískt“ lykt var í bifreiðinni. Þá fór hún einnig í tvígang út á flugvöll að sækja hina mennina sem komu hingað til lands til þess að framleiða fíkniefni og lánaði þeim bifreið sína. Taldi dómurinn hafið yfir vafa að hún hafi verið þátttakandi í framleiðslunni og henni hafi verið kunnugt um framleiðsluna frá upphafi. Var hún því sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Losuðu sig við ruslapokana við Goldfinger Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ákærðu tjáðu sig takmarkað um atvik málsins og lýstu þau Grzegorz og Jaroslava því yfir að þau hefðu hvorki tekið þátt í framleiðslunni né vitað af henni. Þá var talið sannað að þeir Bartlomiej, Dawid og Krzysztof hafi komið til landsins til þess eins að framleiða fíkniefni. Jakub hafði keypt flugmiða fyrir þá í þeim tilgangi en þeir Bartlomiej og Dawid komu til landsins þann 27. febrúar, tveimur dögum fyrir handtökuna. Krzystof hafði komið þremur dögum fyrr. Eftir að mennirnir höfðu komið til landsins keyptu þeir ýmsa muni fyrir framleiðsluna, til að mynda whire sprit og plastfilmu. Fóru þeir í kjölfarið í sumarhúsið ásamt Jaroslövu, sóttu þar tvo svarta ruslapoka sem voru settir í bifreiðina og óku aftur til Reykjavíkur. Jakub losaði sig við ruslapokana í ruslagám við Goldfinger í Kópavogi. Við handtökuna í og við Hvalfjarðargöngin fundust tæplega tvö kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 34 til 66 prósent. Þá var einnig lagt hald á rúmlega kíló af amfetamíni á styrkleikabilinu 1,7 til 3,2 prósent. Bíll Jaroslövu var jafnframt gerður upptækur, BMW bifreið með einkanúmerinu JARA ásamt úðavopni og tveimur rafbyssum. Voru þau dæmd til þess að greiða sameiginlega tæplega 3,6 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Hvalfjarðargöng Pólland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira