Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu Sylvía Hall skrifar 8. júlí 2020 12:03 Gloria Steinem og JK Rowling eru á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið. Vísir/Getty 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. Í bréfinu, sem birt var í Harper‘s Magazine í gær, er opinber smánun og útilokun frá umræðum vegna skiptra skoðana harðlega gagnrýnd. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru rithöfundarnir JK Rowling, Malcolm Gladwell, Margaret Atwood og Salman Rushdie. Á listanum má einnig finna Gloriu Steinem, sem þekktust er fyrir kvenréttindabaráttu sína, sem og fræðimanninn Noam Chomsky og skákmeistarann Garry Kasparov. Á vef BBC kemur fram að mörg þeirra sem skrifuðu undir listann hafa lent í því að verk þeirra séu bönnuð í ýmsum löndum. Salman Rushdie hafi meðal annars þurft að vera í felum eftir að hafa gefið út bók sína Satanic Verses árið 1988. Þá hefur JK Rowling verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um trans fólk. Hefur hún ítrekað sagt baráttu trans kvenna grafa undan kvenréttindabaráttu þar sem trans konur geti ekki tengt við reynsluheim kvenna. Bréfið hefur fengið misjafnar viðtökur, margir fagna því á meðan öðrum þykir það vera ofsafengin viðbrögð og þá sérstaklega í ljósi fyrri ummæla sumra sem skrifa undir. Þá hefur rithöfundurinn Jennifer Finney Boylan beðist afsökunar á því að hafa skrifað undir bréfið eftir að hún sá hverjir aðrir skrifuðu undir það. Er það líklega vegna undirskriftar JK Rowling, en Boylan hefur lengi barist fyrir réttindum trans fólks. I did not know who else had signed that letter. I thought I was endorsing a well meaning, if vague, message against internet shaming. I did know Chomsky, Steinem, and Atwood were in, and I thought, good company. The consequences are mine to bear. I am so sorry.— Jennifer Finney Boylan 🐕 (@JennyBoylan) July 7, 2020 Í bréfinu segir hópurinn að skoðanaskipti og hugmyndir séu undirstaða frjálsra samfélaga og sífellt sé verið að vega að því í opinberri umræðu. Það sé orðið of algengt að fólki sé refsað fyrir skoðanir sem öðrum þyki „refsiverðar“ og rangar. Það sé jafnframt hættulegt fyrir rithöfunda og listamenn sem óttast að lífsviðurværi þeirra sé í hættu segi þeir eitthvað rangt. „Við þurfum að standa vörð um ósætti í góðri trú, án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar fyrir atvinnu í för með sér.“ Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. Í bréfinu, sem birt var í Harper‘s Magazine í gær, er opinber smánun og útilokun frá umræðum vegna skiptra skoðana harðlega gagnrýnd. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru rithöfundarnir JK Rowling, Malcolm Gladwell, Margaret Atwood og Salman Rushdie. Á listanum má einnig finna Gloriu Steinem, sem þekktust er fyrir kvenréttindabaráttu sína, sem og fræðimanninn Noam Chomsky og skákmeistarann Garry Kasparov. Á vef BBC kemur fram að mörg þeirra sem skrifuðu undir listann hafa lent í því að verk þeirra séu bönnuð í ýmsum löndum. Salman Rushdie hafi meðal annars þurft að vera í felum eftir að hafa gefið út bók sína Satanic Verses árið 1988. Þá hefur JK Rowling verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um trans fólk. Hefur hún ítrekað sagt baráttu trans kvenna grafa undan kvenréttindabaráttu þar sem trans konur geti ekki tengt við reynsluheim kvenna. Bréfið hefur fengið misjafnar viðtökur, margir fagna því á meðan öðrum þykir það vera ofsafengin viðbrögð og þá sérstaklega í ljósi fyrri ummæla sumra sem skrifa undir. Þá hefur rithöfundurinn Jennifer Finney Boylan beðist afsökunar á því að hafa skrifað undir bréfið eftir að hún sá hverjir aðrir skrifuðu undir það. Er það líklega vegna undirskriftar JK Rowling, en Boylan hefur lengi barist fyrir réttindum trans fólks. I did not know who else had signed that letter. I thought I was endorsing a well meaning, if vague, message against internet shaming. I did know Chomsky, Steinem, and Atwood were in, and I thought, good company. The consequences are mine to bear. I am so sorry.— Jennifer Finney Boylan 🐕 (@JennyBoylan) July 7, 2020 Í bréfinu segir hópurinn að skoðanaskipti og hugmyndir séu undirstaða frjálsra samfélaga og sífellt sé verið að vega að því í opinberri umræðu. Það sé orðið of algengt að fólki sé refsað fyrir skoðanir sem öðrum þyki „refsiverðar“ og rangar. Það sé jafnframt hættulegt fyrir rithöfunda og listamenn sem óttast að lífsviðurværi þeirra sé í hættu segi þeir eitthvað rangt. „Við þurfum að standa vörð um ósætti í góðri trú, án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar fyrir atvinnu í för með sér.“
Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira