Lengjudeildin: Eyjamenn með umdeildan sigur | Afturelding skoraði sjö Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 20:10 Gary Martin skoraði með hendi guðs í sigri ÍBV. mynd/eyjafréttir Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í fótbolta. ÍBV vann umdeildan sigur á Leikni Reykjavík og Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar með stæl, þegar þeir unnu Magna 7-0. Jonathan Glenn kom Eyjamönnum yfir á 18. mínútu en Sólon Breki Leifsson jafnaði fyrir Leikni á 27. mínútu eftir slakan varnarleik ÍBV. 1-1 Í hálfleik. Óskar Elías Zoega kom síðan Eyjamönnum aftur yfir með laglegu marki á 56. mínútu en á 77. mínútu jafnaði Sólon Breki úr vítaspyrnu fyrir Leikni. Aðeins tveimur mínútum síðar átti afar umdeilt atvik sér stað sem mögulega réði úrslitum leiksins. Gary Martin fékk þá boltann í höndina og þaðan fór boltinn í netið. Hann var þegar á gulu spjaldi og ef rétt hefði verið dæmt hefði hann fengið annað gult og þar með rautt, og markið fengi ekki að standa. Gary Martin innsiglaði síðan 4-2 sigur Eyjamanna undir lokin en enn og aftur er dómgæslan líklega það sem verður helst rætt um eftir þennan leik. ÍBV er á toppnum með fullt hús stiga, 12 stig, en Leiknismenn í fjórða sæti með sjö stig. Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar og þeir ákváðu að gera það með glæsibrag. Mosfellingar völtuðu yfir Magna frá Grenivík og skoruðu sjö mörk gegn engu. Andri Freyr Jónasson fór á kostum og skoraði fjögur mörk og þeir Jason Daði Svanþórsson, Eyþór Aron Wöhler og Ragnar Már Lárusson gerðu eitt mark hver. Afturelding lyftir sér upp í sjöunda sæti með þrjú stig en skilur Magnamenn eftir á botninum. Lengjudeildin Fótbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í fótbolta. ÍBV vann umdeildan sigur á Leikni Reykjavík og Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar með stæl, þegar þeir unnu Magna 7-0. Jonathan Glenn kom Eyjamönnum yfir á 18. mínútu en Sólon Breki Leifsson jafnaði fyrir Leikni á 27. mínútu eftir slakan varnarleik ÍBV. 1-1 Í hálfleik. Óskar Elías Zoega kom síðan Eyjamönnum aftur yfir með laglegu marki á 56. mínútu en á 77. mínútu jafnaði Sólon Breki úr vítaspyrnu fyrir Leikni. Aðeins tveimur mínútum síðar átti afar umdeilt atvik sér stað sem mögulega réði úrslitum leiksins. Gary Martin fékk þá boltann í höndina og þaðan fór boltinn í netið. Hann var þegar á gulu spjaldi og ef rétt hefði verið dæmt hefði hann fengið annað gult og þar með rautt, og markið fengi ekki að standa. Gary Martin innsiglaði síðan 4-2 sigur Eyjamanna undir lokin en enn og aftur er dómgæslan líklega það sem verður helst rætt um eftir þennan leik. ÍBV er á toppnum með fullt hús stiga, 12 stig, en Leiknismenn í fjórða sæti með sjö stig. Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar og þeir ákváðu að gera það með glæsibrag. Mosfellingar völtuðu yfir Magna frá Grenivík og skoruðu sjö mörk gegn engu. Andri Freyr Jónasson fór á kostum og skoraði fjögur mörk og þeir Jason Daði Svanþórsson, Eyþór Aron Wöhler og Ragnar Már Lárusson gerðu eitt mark hver. Afturelding lyftir sér upp í sjöunda sæti með þrjú stig en skilur Magnamenn eftir á botninum.
Lengjudeildin Fótbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira